Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 4
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR THX 5.1 KERFI Fyrir þá sem leggja mikið upp úr góðum hljóm fyrir bíómyndirnar, tölvuleikina og tónlistina. Skilar 500W RMS og er THX vottað. 165W bassabox. 99.990 115% var hlutfall vergrar þjóðar- framleiðslu Íslands á mann af meðaltali þjóðarframleiðslu aðildarríkja Evrópusambandsins árið 2012. Þetta hlutfall var hið sama árið 2010. Hlutfallið var langhæst í Lúxemborg, eða 263 prósent af meðaltalinu bæði árin. Heimild: Eurostat LEIÐRÉTTING Þau leiðu mistök urðu að nafn Herbjargar Andrésdóttur styrkhafa úr Minningarsjóði Þorvalds Finn- bogasonar misritaðist á síðu 40 í blaði gamlársdags. Hún og aðrir lesendur eru beðnir velvirðingar á því. ÍRAK, AP Átök í Írak kostuðu 7.818 almenna borgara lífið á nýliðnu ári. Þetta er meira mannfall en sést hefur þar í landi árum saman. Ef liðsmenn öryggissveita hers og lögreglu eru taldir með nam mannfallið 8.868 manns. Aukin harka hefur færst í átökin síðustu átta mánuði. Ótti hefur því vaknað við að ástandið verði á ný eins og það var á árunum 2004 til 2007, þegar það var verst og kost- aði tugi þúsunda lífið á hverju ári. Samkvæmt samantekt Samein- uðu þjóðanna kostuðu átökin 759 manns lífið í desembermánuði einum, þar af 661 almennan borg- ara og 98 liðsmenn öryggissveita landsins. Að auki særðust 1.345 manns í mánuðinum. Umskiptin urðu í apríl þegar stjórn landsins, sem að megni til er skipuð sjía-múslimum, réðst til atlögu gegn mótmælendabúðum súnní-múslima. Árásir hafa síðan einkum beinst að sjía-múslimum. Átökin í nágrannaríkinu Sýr- landi hafa magnað spennu milli sjía og súnnía, enda eru það að mestu súnníar sem standa þar í baráttu gegn stjórn alavítans Bashar al Husseins forseta. - gb Nærri átta þúsund almennir borgarar létust í átökum í Írak á nýliðnu ári: Mesta mannfallið árum saman NEYTENDUR Flugeldasala í ár var svipuð og fyrri ár. Lands- menn virðast ekki spara við sig á gamlárskvöld og er Jón Ingi Sig- valdason, sölu- og markaðsstjóri Landsbjargar, mjög ánægður með stuðninginn. Endanlegar sölutölur eru ekki komnar yfir flugeldasölu ársins en Jón Ingi segir tilfinningu þeirra sem standa að sölu f lugelda vera góða. „Mig langar að þakka lands- mönnum fyrir stuðninginn á árinu. Með kaup- um á neyðar- kalli, flugeldum eða með því að vera bakverðir hjá okkur þá fáum við stuðning sem við gætum ekki verið án. Björgunarsveitirnar eru fyrir landið og landsmenn virðast tilbúnir að aðstoða okkur hvenær sem er,“ segir Jón Ingi. Fréttablaðið heyrði af nokkrum tilfellum þar sem flugeldar voru gallaðir. Í þessum tilfellum virk- uðu raketturnar ekki eða voru bil- aðar þannig að þær skutust ekki á loft eða jafnvel í aðra átt en þeim var ætlað. „Við heyrum ekki mikið um þetta en það eru gallar í þessu eins og öðru. Birginn okkar og við leggjum mikla áherslu á að allt sé í lagi, Við leggjum meiri áherslu á það en að verðið sé nokkrum aurum ódýrara.“ Jón Ingi segir að allir flugeldar séu prófaðir, bæði í Kína og hér heima, og ef eitthvað virðist ekki virka eins og það á að gera eru flug- eldarnir teknir úr umferð. „En ég hvet fólk til að leita til okkar ef það hefur keypt gallaða flugelda. Fara á sölustaðinn þar sem flugeldarnir voru keyptir og láta vita.“ Eitt alvarlegt slys varð á nýárs- nótt vegna flugelda. Nokkur atvik komu upp þar sem flugeldar ollu tjóni án þess þó að slys hafi orðið á fólki. Jón Ingi segir þó að með auknum forvörnum verði slysin fátíðari. „Við hörmum hvert einasta slys og um leið brýnum við fyrir fólki að fara eftir leiðbeiningum og nota flugeldinn eins og ætl- ast er til að nota hann. Við höfum eflt forvarnir, ásamt trygginga- félögum og læknum, og ég vona að skilaboðin komist til skila. Ég vil líka brýna fyrir foreldrum að fram að þrettándanum geti slys- in enn gerst, sérstaklega þegar börn fikta með afgangs flugelda. Alvarlegustu slysin koma yfirleitt til vegna fikts.“ erlabjorg@frettabladid.is Flugeldasalan jafn mikil og síðustu ár Sölu- og markaðsstjóri Landsbjargar er ánægður með flugeldasöluna þetta árið og þakkar landsmönnum stuðninginn. Þrátt fyrir gæðaprófanir segir hann galla geta leynst í flugeldum og hvetur fólk til að hafa samband ef slíkt hefur komið upp á. LEIÐRÉTT Rangfeðruð grein Höfundur greinar um húsnæðisöryggi sem birtist í Fréttablaðinu á gamlárs- dag var Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir alþingismaður en ekki Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, eins og sagði í blaðinu. Grein Guðlaugar um virkjun hugvits birtist hins vegar á Vísi. BONO Írska rokkstjarnan Bono bankaði óvænt upp á, ásamt Damien Rice, hjá handbolta- kappanum Ólafi Stefánssyni og fjölskyldu hans um áramótin. Einkaþota Bono lenti á Reykja- víkurflugvelli á gamlársdag. Hann skoðaði íslenska náttúru í þyrlu- flugi og snæddi á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu. Þaðan hélt Bono upp á Skólavörðuholt. Bono fagnaði nýju ári við Hallgríms- kirkju. Því næst bankaði hann óvænt upp á í áramótaboði hjá Ólafi Stefánssyni eftir að hann sá grímur boðsgesta inn um stofu- glugga sem snýr út að götu. Grím- urnar voru með myndum af bresku konungsfjölskyldunni, en Damien Rice tók þessar myndir. - khn Bönkuðu upp á hjá Óla Stef: Bono bauð sér í heimsókn FÓLK Fyrsta barn ársins er stúlka sem fæddist um klukkan hálf sex á nýársmorgni. Stúlkan, sem var 13 merkur við fæðingu, fæddist í heimahúsi í Garðabæ. Fyrsta barnið, stúlka, sem fæddist á fæðingardeild Landspítalans kom í heiminn rétt upp úr klukkan sjö í morgun. Ljósmæður á fæðingar- deild Landspítalans töluðu um sprengju í fæðingum á þessum fyrsta degi ársins en um kvöld- matarleytið höfðu í það minnsta þrettán börn fæðst á landinu öllu. - ebg Heimafæðing í Garðabæ: Stúlka fyrsta barn ársins SLYS Karlmaður á sextugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjör- gæsludeild eftir að flugeldur sprakk í höndum hans á Selfossi á nýársnótt. Maðurinn hlaut alvarlega áverka á höndum og brunasár á brjósti og í andliti. Maðurinn gekkst undir aðgerð á Landspítal- anum. Vakthafandi læknir á gjör- gæsludeild spítalans segir líðan mannsins stöðuga og að hann sé ekki í lífshættu. -ebg Flugeldur sprakk í höndum: Stórslasaður á gjörgæsludeild KÁTIR Bono ásamt Agli Erni Rafnssyni. ÚTFÖR Í ÍRAK Ekkert lát er á hörðum átökum í Sýrlandi. NORDICPHOTOS/AFP JÓN INGI SIGVALDASON FLUGELDAR Íslendingar virðast ekki spara þegar það kemur að því að kveðja gamla árið með tilheyrandi sprengingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL ESB Þorsteinn Pálsson, nefndar- maður í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu, segir að afstaða forystumanna Evrópusam- bandsins til hugsanlegrar atkvæða- greiðslu um framhald við- ræðna við ESB skipti ekki máli. Þetta sé full- veldismál Íslands. Forsætis- ráðherra gaf í skyn í Kryddsíld að óráðlegt væri halda þjóðar- atkvæðagreiðsluna á fyrri hluta kjörtímabilsins og vitnaði í sam- tal sitt við forystumenn ESB. „Þetta er innanríkismál Íslands og það er ekki í samræmi við fullveldi Íslands, sem ríkisstjórn hvers tíma á að varðveita, að bera þessi ummæli fyrir sig ef áformin eru að svíkja kosninga- loforð,“ segir Þorsteinn. - þþ ESB-þjóðaratkvæðagreiðsla: Fullveldismál segir Þorsteinn ÞORSTEINN PÁLSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Strekkingur eða allhvasst NV-til. STÍF NA-ÁTT Í dag og næstu daga ríkir norðaustanátt, það verður töluvert hvasst á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og við suðausturströndina. Lægir þó víða á laugardaginn. Yfirleitt úrkomulítið sunnan- og vestanlands og hlýtt í veðri miðað við árstíma. -1° 10 m/s 1° 12 m/s 2° 5 m/s 6° 7 m/s Á morgun 10-20 m/s V-lands og SA-til. Gildistími korta er um hádegi 3° -3° 3° 1° 2° Alicante Aþena Basel 15° 12° 3° Berlín Billund Frankfurt 5° 6° 5° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 5° 5° 5° Las Palmas London Mallorca 21° 10° 17° New York Orlando Ósló 0° 26° 3° París San Francisco Stokkhólmur 12° 17° 5° 2° 5 m/s 5° 14 m/s 4° 6 m/s 3° 7 m/s 1° 3 m/s 2° 10 m/s -3° 6 m/s 4° -1° 5° 4° 4°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.