Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 10
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Í form Þri. og fim. kl. 12:10–12:55 Hefst 7. janôar (4 vikur) Fyrir bæði konur og karla Þjálfari: Anna Borg, sjôkra÷jÜlfari Verð kr. 13.900 Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is ri. Fi - : efst 7. ja úar (4 vik r) Fyrir i k r karla j i: a r , sjúkraþjálfari er kr. 13.900 HEIMURINN, AP Eftirlaunakrísa á heims- vísu nær til launamanna á öllum aldri. Upp- runa vandræðanna er að finna löngu fyrir Kreppuna miklu og hrun fjármálakerfisins árið 2008, þótt þau áföll hafi aukið heldur á vandann. Krísunnar verður vart áratugum saman og afleiðingarnar víðtækar. Margir koma til með að þurfa að vinna vel fram fyrir hefðbundinn 65 ára lífeyris- tökualdur. Lífsgæði munu skerðast og fátækt aukast meðal aldraðra í ríkum löndum sem komið hafa sér upp öryggisnetum fyrir gamal menni frá því eftir seinna stríð. Í þróunar ríkjum verða væntingar fólks fyrir áfalli ef ríkisstjórnir standa ekki undir elli- lífeyriskerfum sem taka eiga við af viðtekinni hefð þar sem börn hafa annast foreldra sína í ellinni. Vandamálin koma í ljós þegar eftirstríðs- árakynslóðirnar hefja töku ellilífeyris. „Fyrsti hópur vanbúinna verkamanna reynir að láta af störfum og rekur sig á að hann hefur ekki efni á því,“ segir Norman Dreger, lífeyrissérfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtæk- inu Mercer í Frankfurt í Þýskalandi. Eftirlaunakrísan samanstendur af þremur meginþáttum. Í fyrsta lagi hafa lönd skert lífeyrisréttindi og hækkað lögbundinn aldur til töku elli- lífeyris. Þessi lönd eru skuldum vafin frá kreppubyrjun. Þá horfa þau fram á lýð- fræðihörmungar eftir því sem lífeyrisþegar lifa lengur og á sama tíma dregur úr barns- fæðingum, sem þýðir að færri hendur standa undir greiðslunum. Í öðru lagi hafa fyrirtæki slegið af hefð- bundin eftirlaunakerfi sem tryggði starfsfólki mánaðarlegar launagreiðslur á eftirlaunaár- unum. Í þriðja lagi hafa margir séð sparnað sinn brenna upp og hverfa í kreppunni, eða látið hjá líða að leggja fyrir á árunum fyrir hrun. Þó svo að horft hafi verið til þessara vanda- mála og þau greind hvert í sínu lagi þá virðist ætla að koma á óvart hversu samlegðaráhrif þeirra eru mikil og hvað þau eru víðtæk á heimsmælikvarða. „Fæst lönd eru reiðubúin að taka á því sem án efa verður eitt af stærstu viðfangsefnum 21. aldarinnar,“ er niðurstaða Rannsóknamið- stöðvar áætlana og alþjóðamála í Washington í Bandaríkjunum. Meðalaldur lífeyristöku í efnameiri lönd- um Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) lækkaði frá 1949 til 1999 úr 64,3 árum í 62,4 ár. „Þetta var gullöldin,“ segir Dreger hjá Mercer. Þróunin hafi hins vegar ekki getað enst. Upp úr 2000 vöknuðu lönd upp við þann vonda draum að hafa ekki efni á ellilífeyris- greiðslunum sem hafði verið lofað. Meðalmaðurinn í 30 löndum OECD lifir í 19 ár eftir að ellilífeyrisaldri er náð. Það er 13 árum lengur en 1958 þegar mörg þessara landa drógu upp ríkulegar lífeyrisáætlanir sínar. Núna segir OECD að lífeyrisaldur þurfi að fara úr 63 árum í 66 til 67 ár, bara til þess að ná utan um lífeyriskostnað sem er samfara hækkandi lífaldri. Fækkun barnsfæðinga hefur um leið gert mörgum löndum erfiðara að fjármagna lífeyriskerfi sín og því hafa réttindi víða verið skert. olikr@frettabladid.is Eftirlaunakrísa um heiminn allan OECD segir fólk þurfa að fresta töku ellilífeyris. Mörg lönd horfa fram á vandræði við fjármögnun lífeyriskerfa sinna. Þróunarlönd berjast við að byggja upp ellilífeyriskerfi um leið og börn hætta að annast foreldra sína. Fátækt aldraðra í ríkum löndum eykst og lífsgæði skerðast. Misjafnlega er haldið á ellilífeyrismálum í löndum heims. Í Kína eru stjórnvöld rétt að byrja að víkka út ellilífeyrisgreiðslur þannig að þær nái til allra. Hér á landi og í Ástralíu hefur árum saman verið við lýði lögbundinn sparnaður til greiðslu lífeyris. Ítalir og Þjóðverjar hækka nú lífeyrisaldur og skerða réttindi. Ísland: Almannatryggingar tryggja öllum grunnlífeyri. Þær greiðslur lækka svo í hlutfalli við aðrar tekjur, svo sem réttindi sem fólk hefur aflað sér með greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóði. Að auki er svo hægt að leggja fyrir viðbótarlífeyrissparnað. Almennt er hér hægt að hefja töku ellilífeyris á aldrinum 62 til 70 ára. Margir kjósa að starfa langt umfram þann aldur sem þeir hefðu ella getað hafið töku lífeyris. Hér var ákveðið í kjarasamningum 1969 að setja á stofn lífeyrissjóði með almennri þátttöku launþega og fullri sjóðsöfnun. Aðgerðin hefur verið nefnd ein best heppnaða efnahagsaðgerð á Íslandi. Alþjóðabankinn hefur sagt þriggja stoða lífeyriskerfi Ís- lendinga fyrirmynd að góðu lífeyriskerfi og lagt til að þjóðir horfi til þess. Þjóðin er enn ung og hlutfall lífeyrisþega enn tiltölulega lágt í alþjóðlegum samanburði. Bandaríkin: Stjórnvöld í Bandaríkjunum berjast í bökkum við að uppfylla skuldbindingar sínar við ellilífeyrisþega framtíðarinnar. Að baki greiðslum stendur kerfi almannatrygginga sem fjármagnað er með skatti bæði á launafólk og launagreiðendur. Tveir þriðju reiða sig nær alfarið á greiðslur Almannatrygginga (Social Security) þegar ellilífeyrisaldri er náð. Hægt er að hefja töku lífeyris við 62 ára aldur, en fullar greiðslur fást þó ekki fyrr en 66 ára aldri er náð. Hluti launafólks reiðir sig á lífeyriskerfi fyrirtækja þar sem fólki er ætlað að safna sjálfu í sjóð, en misjöfn reynsla er af því fyrirkomulagi. Kína: Kínverska þjóðin eldist hratt og því er skortur á vinnandi fólki til að standa undir lífeyriskerfi. Í borgum búa flestir við líf- eyriskerfi þar sem launafólk greiðir 8 prósent af tekjum í sjóð og launagreiðandi bætir 20 prósentum við. Karlar geta hafið töku líf- eyris sextugir og konur frá 50 til 55 ára aldri. Einungis um helmingur fólks býr við þéttbýlislífeyriskerfi eða sambærileg kerfi ætluð opinberum starfsmönnum. Kína kynnti árið 2009 til sögunnar líf- eyriskerfi sem ætlað var dreifðari byggðum og er það á sínum fyrstu skrefum. Verkafólk í dreifbýli getur nú átt von á sem svarar tæpum 1.400 krónum á mánuði í greiðslur úr því kerfi. Frakkland: Eldra verkafólk í Frakklandi getur haft það nokkuð náðugt. Lágmarksaldur fyrir full ellilaun er 62 hjá flestum, svo fremi sem þeir hafi greitt til lífeyriskerfisins í 41,5 ár hið minnsta. Kerfið er fjármagnað af skattfé og lögbundnum lífeyriskerfum launa greiðenda. Í október á þessu ári var vinnuframlag til að fá fullan lífeyri lengt úr 41,5 árum í 43 ár, en breytingin tekur ekki gildi fyrr en árið 2020. Bretland: Breska eftirlaunakerfið miðar við að forða fólki frá eymd, ekki að hjálpa því að viðhalda fyrri lífsgæðum. Breskir lífeyrisþegar fá bara 38 prósent af tekjum sínum frá hinu opinbera, sem er töluvert lægra hlutfall en gerist í Þýskalandi og Ítalíu. Breskir eftirlaunaþegar fá svo 26 prósent úr fyrirtækjalífeyri. Kerfið er nokkuð flókið og greiðslur misháar eftir því hversu tekjuhátt fólk hefur verið. Hærri laun skila sér í hærri lífeyrisgreiðslum. Kerfið er þrepaskipt. Í fyrsta þrepi er grunnlífeyrir frá ríkinu. Hafi einhver greitt í kerfið í 30 ár eða meira getur hann vænst 110,15 punda greiðslu á viku (tæpar 84 þúsund krónur á mánuði). Næsta þrep á svo að endurspegla tekjur fólks með misháum greiðslum. Staðan er ólík frá landi til lands ÓTTAST FRAMTÍÐINA Dong Linhúa, sem er 59 ára, á vinnustofu sinni í Sjanghæ. „Ég hef heyrt af áætlunum stjórnvalda um að fresta töku lífeyris, en ég vona að það verði ekki, þar sem ég hef nú þegar unnið í næstum 42 ár,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRIKKLAND, AP Ein afleiðing grísku efnahags- kreppunnar er að ástandið í grískum fangels- um hefur hríðversnað á síðustu árum. Hvergi í Evrópusambandinu er jafnmörgum föngum troðið inn í jafn lítið pláss. Dæmi eru til þess að meira en 30 föngum hafi verið hrúg- að inn í einn klefa og verið haldið þar vikum saman jafnt nótt sem dag. „Þetta er kerfi sem er að hruni komið,“ segir Spyros Karakitsos, formaður félags starfs- manna í grískum fangelsum. Grísk stjórnvöld hafa reynt að bregðast við ástandinu, en árang- urinn hefur látið á sér standa. Hinn 12. desember dæmdi Mannréttinda- dómstóll Evrópu gríska ríkið til þess að greiða Vassilis Kanakis, 51 árs gömlum fanga sem nú afplánar ævilangt fangelsi fyrir fíkniefna- smygl, 8.500 evrur í skaðabætur vegna ómann- sæmandi aðstæðna í Larissa-fangelsinu, þar sem hann hírðist frá því í júlí 2009 til mars 2011. Þetta er nýjasti dómurinn af þessu tagi, en ríkið hefur þurft að greiða tugi þúsunda evra til fanga. - gb Ástandið í grískum fangelsum er verra en í nokkru öðru Evrópuríki: Gríska fangelsiskerfið að hrynja GRÍSKT FANGELSI Lögreglubifreið fyrir utan öryggisfangelsi í Aþenu. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.