Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 44
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
Eftirfarandi spurningar eru frá
nemendum á efsta stigi í grunn-
skóla og bárust mér nafnlaust í
kynfræðslutíma.
●●●
? Þegar smokkurinn rennur óvart af typpinu, hvort ætti
stelpan eða strákurinn að dýfa
hendinni inn og sækja hann?
SVAR Þetta er góð spurning því
þetta eru aðstæður sem ansi marg-
ir kannast við. Það skiptir í raun
ekki máli hvor gerir það, svo lengi
sem smokkurinn er sóttur. Ætli
sá eða sú sem er í betri aðstöðu til
þess, ætti að gera það. Ef smokkur-
inn verður eftir inni í leggöngum
(eða rassi) þá er hætta á kynsjúk-
dómasmiti og ef sáðlát hefur orðið
er einnig hætta á þungun (í leg-
göngum). Því er vissara að huga að
því að taka neyðarpilluna og fara í
kynsjúkdómaskoðun ef smokkurinn
rifnar eða rennur af typpinu.
●●●
? Hvernig á maður að bregðast við þegar maður labbar inn á
foreldra sína?
SVAR Þetta getur bæði verið vand-
ræðalegt fyrir þig sem gengur inn
og foreldra þína sem þú gekkst
inn á. Í rauninni er það eina sem
þú getur gert að biðjast afsökunar,
loka hurðinni og kannski viður-
kenna hversu vandræðalegt þetta
var þegar foreldrar þínir koma
fram. Jafnvel reyna hlæja að þessu.
Þó held ég að í flestum tilvikum
láti bæði foreldrar og barn eins
og þetta hafi aldrei gerst og reyni
þannig að bæla þessa minningu
niður. En þetta getur komið fyrir
alla! Þið búið öll saman og svona er
bara lífsins gangur. Kannski getið
þið komið ykkur upp hótelkerfi þar
sem foreldrarnir þínir hengja miða
á dyrnar þegar þau vilja ekki láta
trufla sig?
●●●
? Hvernig fæ ég mömmu til að samþykkja þetta [innskot: kyn-
líf] og leyfa mér að fara á pilluna?
SVAR Það er því miður ekkert eitt
rétt svar við þessu en hér reynir á
samskipti á milli ykkar. Þú verður
að tala við mömmu þína og segja
henni af hverju þú vilt fara á pill-
una en þú verður einnig að vera til-
búin til að hlusta á það sem mamma
þín hefur að segja. Pillan inniheld-
ur hormón sem geta haft marg-
vísleg áhrif á líkamann, auk þess
að verka sem getnaðavörn, og þau
geta farið misvel í einstaklinga.
Því getur þú þarft að prófa nokkrar
tegundir áður en þú finnur þá sem
hentar þér best. Þá ber að muna að
pillan veitir ekki vörn gegn kyn-
sjúkdómum, aðeins smokkurinn
gerir það. Þetta gæti því orðið að
samræðum ykkar á milli um kyn-
ferðislega virkni þína og hversu
ábyrg þú ert gagnvart sjálfri þér og
þínum bólfélögum. Ég fagna því að
þú ætlir að leita til mömmu þinnar
og ræða þessi mál því það er mjög
mikilvægt fyrir þig að geta leitað
til hennar. Vonandi nái þið að kom-
ast að samkomulagi.
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
ÚTSALA
Kringlan | Smáralind
FIVEUNITS
Á stelpa eða strákur að
sækja smokkinn? 2+2=4
Talan fj órir spilar stórt hlutverk í lífi
stjörnuparsins Beyonce og Jay-Z, allt frá
nafni barns þeirra til tónlistarferilsins.
Tilviljun? Hugsanlega ekki. 04/09/81
04/12/69
Fjöldi upprunalegra
meðlima í Destiny‘s Child: 4
04/04/08
Þau gift u sig
Plata Beyonce frá
árinu 2011 heitir 4
Jay-Z varð
nýlega 44 ára
44
dagar af vegan-
mataræði. Jay-Z og
Beyonce byrjuðu á slíku
mataræði tilefni af
ára afmæli Jay-Z þann
desember. Þau munu borða
vegan í daga.
4=2+2
44
4.
22
Beyonce gaf út plötu desember
lög eru á plötunni
13.
(1+3=4) 14
Beyonce fæddist
Jay-Z fæddist
Tina Knowles, móðir
Beyonce, fæddist
04/01/54
4
Smáskífur Jay-Z sem
hafa náð toppi
Billboard-listans:
IV
Húðfl úrgift ingarhringir þeirra
eru með áletruninni
(4 í rómverskum tölum)