Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 46
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
Bannað á Facebook
Á Facebook eru ýmsar óskrifaðar reglur sem notendur eru mismeðvitaðir um. Fréttablaðið leitaði til viðmælenda sem eru þekktir fyrir glæsileg tilþrif
á samfélagsmiðlum. Hér að neðan eru nokkrar þumalputtareglur frá þeim til þess að greina á milli eðlilegrar og óeðlilegrar notkunar á Facebook.
Þórarinn Leifsson
rithöfundur
Matarlýsingar eru púkó
Þú ert að spyrja alkóhólista hvernig eigi
að drekka. Ég hef gert nánast allt sem
er hallærislegt á fésinu sjálfur, þannig
að það þýðir lítið fyrir mig að gera grín
að öðrum held ég. Ég nota til dæmis
stundum marga broskarla í einu sem
er víst algjört nó-nó. Broskallar eru
ótrúlega öflug tæki. Stundum er hægt
að slútta heilum leiðindaþræði með
einum broskalli.
En mér finnst hallærislegt þegar fólk
þykist vera gáfaðra en það er með
bókalistum til dæmis. Ég skautaði yfir
listana. Þeir eru mjög fyrirsjáanleg skilti
til að auglýsa góða og gilda íslenska
menntun. Matarlýsingar af veitinga-
stöðum og myndir af mat þykja mér
púkó líka.
Katrín Björgvinsdóttir framleiðandi
Hatar fólk með börn í prófílmynd
Númer eitt hallærislegt er að opna spjallglugga hjá strák sem maður er skotinn í, ekki
skrifa neitt og bara stara og sjá hvort hann sé að skrifa eitthvað. Það er langhallærislegast.
Veistu ekki? Þá koma svona punktar. Síðan hata ég fólk sem er bara með börnin sín í
prófílmyndum. Og náttúrulega að heita Anna og Jói, vera með sameiginlegan reikning.
Ég tek læk hátíðlega, er spör á þau og lít á þau sem persónulegt hrós eða klapp á bakið
frá mér. Læk eru góð ef maður fer vel með þau, en þau eru ekki góð ef maður spreðar
þeim út um allt eins og garðúði, eða svona sprautari, bara
pff pff pff út um allt. Þetta ætti alveg að geta haldist í
hendur við sjálfsvirðinguna sem maður á að búa yfir. Maður
á bara að spara þetta eins og hrós, allavega ef maður vill að
einhver taki mark á einhverju sem maður segir
Það fer rosalega fátt í taugarnar á mér þannig séð á
Facebook, ég er eiginlega bara þakklát fyrir að fólk sé að
nota sinn prívat og persónulega tíma til þess að búa til
afþreyingarefni fyrir mig. Ég skil eiginlega ekki fólk sem
verður pirrað á fólki sem er alltaf að pósta og monta sig
og segja og deila. Ef þetta fólk myndi ekki gera þetta þá
hefðum við ekkert á Facebook til þess að lesa og dæma.
Lára Björg Björnsdóttir, blaða-
maður á Viðskiptablaðinu
Hálfgert statusmorð
Mér finnst alltaf soldið súrt þegar einhver setur
status sem er ógeðslega fyndinn og svo koma ein-
hverjir með komment og myrða algjörlega statusinn,
reka brandarann ofan í statuseigandann. Það er
hálfgert statusmorð.
Síðan eru matarmyndir ógeðslegar. Fólk þarf
að fatta að stemningin skilar sér aldrei af matar-
myndum í gegnum vefmiðla. Þetta eru fælandi myndir. Þetta vekur ekki upp þær
tilfinningar sem fólk heldur. Fólk er ekki bara „Vá, hvað þú ert heppinn að vera
þarna.“ Það er ekki að fara í tölvuna sína til að horfa á myndir af matnum þínum.
Heimurinn er ekki svona frábær, hann er vondur og þetta er ógeð.
Svo finnst mér ótrúlega steikt þegar fólk póstar hryllilegum fréttum og skrifar
„hryllingur,“ þegar það er augljóst að öllum þykir atburðurinn hryllilegur. Af hverju
er fólk að segja það? Þetta er svolítið „stating the obvious.“ Þá er eins og öllum
sem tóku ekki undir standi á sama um slysið. Eins og fólk sé að reyna að láta sig
líta betur út með því að fordæma eitthvert hræðilegt ofbeldisverk, og kenna okkur
hinum að sýna samúð.
Bergsteinn Sigurðsson útvarpsmaður
Offramboð fimmaurabrandara
■ Að skrifa aggresív komment hjá „vini“ sem maður þekkir lítið sem ekkert við meinlausan status. Ef maður
gerir til dæmis góðlátlegt grín að ríkisstjórninni og fær komment frá einhverjum ókunnugum sem maður
samþykkti í bríaríi um að þessi eða hinn stjórnmálamaður sé „gjörspilltur drulluháleistur sem ætti að segja af
sér,“ er hugsanlega komið tilefni til að blokka.
■ Að skrifa status á ensku. Jú, það sleppur ef maður býr í útlöndum eða á nógu marga erlenda vini sem bregðast
við og kommenta. En það er fátt hallærislegra en að skrifa status á ensku ef þeir einu sem kommenta eru
Íslendingar, einkum ef þeir svara á ensku.
■ Hæverskugrobb (humblebrag). „Rosalega er erfitt að vera gagnrýninn og með ríka réttlætiskennd í þessu
þjóðfélagi.“ „Úff, þessi hiti hérna í Palm Springs er alveg að drepa mig. 76 gráður! Væri alveg til í smá íslenskan
sudda núna!“ „Var að fatta að ég mismælti mig aðeins í viðtalinu við BBC í dag. Vandræðalegt.“ Illa falið
laumumont! Búú.
■ Mærð og helgislepja. Birtist meðal annars í að birta minningarstatus („guð blessi góðan dreng“) um hvern
einasta þekktan Íslending sem fellur frá, jafnvel þótt maður hafi ekki þekkt hann neitt.
■ Statusar um „andverðleikasamfélag“ eða „góða fólkið.“
■ Segja frá eigin hnyttnu tilsvörum. Ef niðurlag frásagnarinnar er „og þá sagði ég …“ er spaklegast að hætta
strax.
■ Offramboð fimmaurabrandara og orðaleikja. Leið fyrir óöruggt fólk að fiska læk til að vega upp á
móti brotinni sjálfsmynd. Brjóstumkennanlegt.
Saga Garðarsdóttir, leikkona og
Facebook-kúnstner
Ekki læka langt aftur í tímann
„Það er stranglega bannað að
skipta um prófílmyndir eftir
klukkan 22:00 á fimmtudegi til
hádegis á sunnudegi, ef maður
er á lausu. Það er mark um
desperasjón. Ég var næstum
búin að falla í þessa gildru
einu sinni. Þá sagði góður
vinum minn mér þetta vegna
þess að honum var annt um
hjúskaparstöðu mína. Svo er
stranglega bannað að læka
eigin status eða komment
nema maður sé í þeim mun
meiri maníu. Svo er bannað
að póka menn sem eru með
mynd af sér með fisk eða
byssu á prófílmyndinni. Þeir
hafa augljóslega ekki gott af
því. Svo er bannað að eyða ein-
hverju sem maður hefur gert
ef það er búið að vera inni á
internetinu í 40 mínútur.
Það má ekki læka langt
aftur í tímann hjá einhverjum
sem þú vilt ekki að viti að þú
sért skotinn í, en mjög sniðugt
ef þú vilt láta viðkomandi
vita, og ekki læka mjög oft hjá
sömu manneskjunni, nema
þið séuð gift eða það sé amma
þín og þú sert eina vinkona
hennar. Það verður að banna
fólki að læka sjálft sig nema
það sé hluti af gríni sem kemur fram í status eða kommentum að
ofan. Elskaðu sjálfan þig en lækaðu aðra.
Ef fólk er búið að fermast eða orðið kynþroska þá má það ekki
nota broskalla, og heldur ekki þetta „feeling...“ Maður á bara að
þróa með sér þannig stíl að hann verði nógu skiljanlegur til að
maður þurfi ekki hækjur eða viðbótarglimmerdútl. Broskallar
virka auk þess yfirleitt bara passíft agressífir, en ekki vinalegir.
Svo má ekki setja sjálfsmyndir þar sem sést að maður er
ber að ofan, nema maður sé við Miðjarðarhafið, í gylltu baði, í
rúminu með Ryan Gosling eða heiti Ásdís Rán.
Stefán Pálsson sagnfræðingur
Facebook er tilbúinn heimur
Ég tilkynni fólk sem deilir krókódílseiturlyfja-
myndum með mér. Það ætti að kenna þeim. Þetta
er eitthvert jaðardóp sem blankir heróínfíklar
í Rússlandi og í þremur slömmum í Cleveland
nota. Líkurnar á því að ég eða nokkur sem ég
þekki komist í tæri við það eru litlar. Þeir sem
deila þessu telja að það hafi forvarnargildi. En
Facebook er glataður forvarnarmiðill eftir að það
fylltist af öfum og ömmum og unglingarnir fóru
allir. Síðan er það ægilega hvimleitt þegar allir
ákveða að læka og deila og hrósa greinum sem
eru í sjálfu sér bara eitthvert ble, bara af því þeir
eru efnilega sammála skoðun þess sem skrifar
greinina. Ókei, Rás 1 var vængstífð og margir
eru leiðir. Ég skil það alveg. Það gerir það ekkert
réttara að taka hverja einustu grein um málið og
segja „Hér hittir þessi aldeilis naglann á höfuðið.“
Það birtist ein frábær grein í íslenskum dag-
blöðum á viku. Miðað við Facebook mætti ætla
að þær væru tíu á dag. Góður málstaður réttlætir
það ekki að neyða fólk til að lesa alls konar tómt
rugl.
Fólk sem býr í útlöndum ætti ekki að melda
sig á fund á Akureyri síðar saman daginn. Það er
hallærislegt. Þó er minna hallærislegt að segjast
kannski ætla að mæta (ef það skyldu opnast
ormagöng).
Auðvitað
er Facebook
notað sem
auglýsinga-
miðill og
áróðurstæki,
en þá er um að
gera að gæta
meðalhófs.
Þrír statusar
á klukkutíma
gefa til kynna
að sá sem
skrifar þá
sé nánast á
þráhyggjurófi. Þó að fólki detti margt fyndið í hug
þá verður það að gefa sér tíma í ritstjórnarvinnu.
Ef einhver vill skrifa um hvað ríkisstjórnin er vond
og datt niður á sniðugan orðabrandara þá verður
hann samt að hinkra í korter. Ef brandarinn
gleymist á fimmtán mínútum þá er hann ekki
sniðugur.
Eins þarf fólk að vera sér meðvitað um að
Facebook er tilbúinn heimur. Fyrir síðustu
kosningar átti ég fleiri Facebook-vini sem ætluðu
að kjósa Dögun en Framsóknarflokkinn. Niður-
stöðurnar á kosninganótt voru í engu samræmi
við það. Það er ekki vænlegt að láta það koma sér
á óvart.
Það er ekkert slæmt að vera montrass
á Facebook, en fólk verður að gera það af
metnaði. Það er afskaplega dapurt þegar hæsta-
réttarlögmenn á fimmtugsaldri skrifa „Híhíhíhí
á Manchester United.“ Það eru svo margar leiðir
til að núa salti í sár andstæðinga á kúltíveraðan
og sniðugan hátt að enginn ætti að finna sig
knúinn til að vera í fyrirsjáanlegri pissukeppni. Til
að mynda er mun skemmtilegra að hrósa frekar
stuðningsmönnum hins liðsins fyrir eitthvert létt-
vægt smáatriði. Það fer miklu meira í taugarnar á
hinu liðinu vegna þess að það beinir sjónum að
því að þeir töpuðu, hvað sem öðru líður.
Ef einhver vill
skrifa um hvað ríkis-
stjórnin er vond og
datt niður á sniðugan
orðabrandara þá
verður hann samt að
hinkra í korter. Ef
brandarinn gleymist á
fimmtán mínútum þá
er hann ekki sniðugur.
Svo má ekki
setja sjálfsmyndir þar
sem sést að maður er
ber að ofan, nema
maður sé við
Miðjarðar hafið, í
gylltu baði, í rúminu
með Ryan Gosling
eða heiti Ásdís Rán.
Læk eru góð ef
maður fer vel með
þau, en þau eru ekki
góð ef maður spreðar
þeim út um allt eins
og garðúði, eða svona
sprautari, bara pff pff
pff út um allt.
Heim
Segja frá
eigin hnyttnu
tilsvörum. Ef
niðurlag
frásagnarinnar
er „og þá sagði
ég …“ er
spaklegast að
hætta strax.