Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 40
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 TÓNNINN GEFINN Kjartan Guðmundsson Hvað skyldi nú gerast í tónlistarheiminum á þessu glænýja ári? Eflaust margt og mikið eins og endranær, en fljótt á litið stendur upp úr sú stað- reynd að klaufarnir verða mjög líklega áberandi. Einhverjir myndu jafnvel ganga svo langt að tala um hefnd klunnanna í þessu sambandi, enda leitun að meiri aulabárðum en U2 og Guns n‘ Roses. Báðar hafa sveitirnar boðað útkomu nýrra breiðskífa á árinu. U2-strákarnir voru víst þaulsetnir í stúdíóinu fyrir jólin, sveittir við að leggja lokahönd á plötu sem kemur líklega út í apríl og gæti hugsanlega heit- ið Songs of Ascent eða 10 Reasons to Exist. Upptökustjórarnir Danger Mouse, Will.i.am, David Guetta, og RedOne munu víst allir leggja hönd á plóg, en skemmst er að minnast þess að þeir Bono, Edge, Adam og Larry sýndu af sér fádæma klaufaskap árið 1997 þegar þeir ætluðu að vera töff og hefja tónleika í Osló á PopMart-hljómleikaferðalagi sínu með því að ganga inn á sviðið út úr risastórri, vélknúinni sítrónu (eins og laginu, munið þið?) Ekki fór betur en svo að tæknin stríddi drengjunum örlítið, sítrónan opnaðist ekki og áhorfendur þurftu að bíða í óratíma þangað til rótararnir þröngvuðu lokinu upp og meðlimirnir klöngruð- ust út við illan leik. Ekkert sérstaklega töff, en þó hátíð miðað við aulagang- inn í Axl Rose og félögum á tónleikum í sömu borg fyrir fjórum árum. Guns n‘ Roses hafa lofað nýrri plötu á árinu, en að sjálfsögðu er best að fara varlega í að treysta á nokkuð í þeim efnum eftir Chinese Democracy- ævintýrið ógurlega. Í Osló, snemmsumars 2010, hugðist Axl ljúka tónleikum með stæl og þóknast áhorfendum með því umvefja sig þjóðfána þeirra og hlaupa um sviðið. En Axl er auðvitað klaufi og klæddi sig því í sænska fánann en ekki þann norska. Vandræðaleg mistök, en við hverju bjuggust frændur okkar Norðmenn svo sem af þessum aulum? Ár klaufanna „Þetta ár hefur verið alveg frá- bært,“ segir Snæbjörn Ragnars- son, bassaleikari Skálmaldar. Þeir léku eins og flestir vita með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á þrennum tón- leikum í Eldborgarsal í Hörpu í lok nóvember en uppselt var á alla tón- leikana. Tónleikarnir voru teknir upp og gefnir út þann 18. desember í 4.700 eintökum en á hádegi á Þorláks- messu var hvergi hægt að kaupa eintak af tónleikaupptökunni. „Þetta er alveg lyginni líkast og við erum mjög þakklátir fyrir viðtökurnar,“ segir Snæbjörn Ragnarsson. Í tilefni útgáfunnar settust með- limir Skálmaldar niður fyrir framan Skífuna í Kringlunni og árituðu plötuna. „Við sátum í tvær klukkustundir fyrir framan Skíf- una og árituðum á fullu. Við höfum örugglega talað við svona þrjú til fjögur hundruð manns, þetta var lyginni líkast,“ útskýrir Snæbjörn. Röðin sem varð til við áritunina var gríðar lega löng og sögðust starfs- menn Skífunnar sjaldan hafa séð annað eins mannhaf í kringum áritun. Aðspurður um samstarfið við Sinfóníuna segir Snæbjörn allt hafa gengið rosalega vel. „Haraldur Sveinbjörnsson kann sitt fag, hann talar bæði rokktungumálið og klass- íska tungumálið. Hann vann virki- lega gott starf í útsetningunum og það var einnig frábært að vinna með Bernharði Wilkinsyni, stjórn- anda Sinfóníunnar.“ Fyrir utan Sinfóníusamstarfið hefur árið verið gott hjá Skálmaldar mönnum. „Ætli við séum ekki búnir að spila á svona áttatíu til hundrað tónleikum á árinu.“ Sveitin fór á Evróputúr í október og nóvember og einnig í tón- leikaferðalag um Ísland. Þá fengu þeir afhenta gullplötu fyrir plötuna Börn Loka fyrir skömmu. „Við förum svo á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu á árinu þegar sagan Baldur verður sett upp þar. Ég get lítið sagt um það eins og er en það kemur í ljós á næstunni, það verður allavega rokkað í Borgar- leikhúsinu,“ bætir Snæbjörn við. Baldur er fyrsta breiðskífa Skálm- aldar. Skálmöld stefnir á að gefa út plötu fyrir næstu jól. „Við ætlum að halda áfram að vera duglegir á næsta ári og ég yrði virkilega hissa ef það kæmi ekki út plata frá okkur fyrir næstu jól.“ gunnarleo@frettabladid.is Sigur Skálmaldar Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Skálmöld og var lokahnykkurinn á árinu að platan Skálmöld og Sinfó seldist upp á örfáum dögum, 4.700 eintök á 4 dögum. ÖLLU TJALDAÐ TIL Alls voru um 300 manns á sviðinu þegar mest var. MYND/LALLI SIG LAGALISTINN TÓNLISTINN 24.12.2013 ➜ 01.01.2013 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 1 Baggalútur Mamma þarf að djamma 2 Kaleo Kaleo 3 Drangar Drangar 4 Skálmöld og Sinfó Skálmöld og Sinfó 5 Sigríður Thorlacius Jólakveðja 6 Ýmsir Pottþétt 61 7 Björgvin Halldórsson Duet III 8 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk 9 Mammút Komdu til mín svarta systir 10 Emilíana Torrini Tookah 1 Of Monsters And Men Silhouettes 2 Kaleo Automobile 3 Avicii Hey Brother 4 Nýdönsk / John Grant Sweet World 5 Gary Barlow Let Me Go 6 A Great Big World / Christina Aguilera ................... Say Something 7 Ellie Goulding How Long Will I Love You 8 Bastille Of The Night 9 Calvin Harris / Hurts Under Control 10 Baggalútur Allt Þetta er alveg lyginni líkast og við erum mjög þakklátir fyrir viðtökurnar. Snæbjörn Ragnarsson FRUMKVÖÐULL Í 30 ÁR kramhusid.is 551·5103&551·7860 Komdu!Byrjum 6. janúar SKRÁNING STENDUR YFIR í Kramhúsið » Yoga » Leikfimi » Pilates DANSNÁMSKEIÐ beyoncé · bollywood afró · house dans burlesque · tangó húlla · magadans zumba balkan contemporary FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ fyrir 3ja til 16 ára Dans og skapandi hreyfing tónlistarleikhús · breikdans popping · yoga · afró FRUMKVÖÐULL Í 30 ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.