Fréttablaðið - 02.01.2014, Page 40

Fréttablaðið - 02.01.2014, Page 40
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 TÓNNINN GEFINN Kjartan Guðmundsson Hvað skyldi nú gerast í tónlistarheiminum á þessu glænýja ári? Eflaust margt og mikið eins og endranær, en fljótt á litið stendur upp úr sú stað- reynd að klaufarnir verða mjög líklega áberandi. Einhverjir myndu jafnvel ganga svo langt að tala um hefnd klunnanna í þessu sambandi, enda leitun að meiri aulabárðum en U2 og Guns n‘ Roses. Báðar hafa sveitirnar boðað útkomu nýrra breiðskífa á árinu. U2-strákarnir voru víst þaulsetnir í stúdíóinu fyrir jólin, sveittir við að leggja lokahönd á plötu sem kemur líklega út í apríl og gæti hugsanlega heit- ið Songs of Ascent eða 10 Reasons to Exist. Upptökustjórarnir Danger Mouse, Will.i.am, David Guetta, og RedOne munu víst allir leggja hönd á plóg, en skemmst er að minnast þess að þeir Bono, Edge, Adam og Larry sýndu af sér fádæma klaufaskap árið 1997 þegar þeir ætluðu að vera töff og hefja tónleika í Osló á PopMart-hljómleikaferðalagi sínu með því að ganga inn á sviðið út úr risastórri, vélknúinni sítrónu (eins og laginu, munið þið?) Ekki fór betur en svo að tæknin stríddi drengjunum örlítið, sítrónan opnaðist ekki og áhorfendur þurftu að bíða í óratíma þangað til rótararnir þröngvuðu lokinu upp og meðlimirnir klöngruð- ust út við illan leik. Ekkert sérstaklega töff, en þó hátíð miðað við aulagang- inn í Axl Rose og félögum á tónleikum í sömu borg fyrir fjórum árum. Guns n‘ Roses hafa lofað nýrri plötu á árinu, en að sjálfsögðu er best að fara varlega í að treysta á nokkuð í þeim efnum eftir Chinese Democracy- ævintýrið ógurlega. Í Osló, snemmsumars 2010, hugðist Axl ljúka tónleikum með stæl og þóknast áhorfendum með því umvefja sig þjóðfána þeirra og hlaupa um sviðið. En Axl er auðvitað klaufi og klæddi sig því í sænska fánann en ekki þann norska. Vandræðaleg mistök, en við hverju bjuggust frændur okkar Norðmenn svo sem af þessum aulum? Ár klaufanna „Þetta ár hefur verið alveg frá- bært,“ segir Snæbjörn Ragnars- son, bassaleikari Skálmaldar. Þeir léku eins og flestir vita með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á þrennum tón- leikum í Eldborgarsal í Hörpu í lok nóvember en uppselt var á alla tón- leikana. Tónleikarnir voru teknir upp og gefnir út þann 18. desember í 4.700 eintökum en á hádegi á Þorláks- messu var hvergi hægt að kaupa eintak af tónleikaupptökunni. „Þetta er alveg lyginni líkast og við erum mjög þakklátir fyrir viðtökurnar,“ segir Snæbjörn Ragnarsson. Í tilefni útgáfunnar settust með- limir Skálmaldar niður fyrir framan Skífuna í Kringlunni og árituðu plötuna. „Við sátum í tvær klukkustundir fyrir framan Skíf- una og árituðum á fullu. Við höfum örugglega talað við svona þrjú til fjögur hundruð manns, þetta var lyginni líkast,“ útskýrir Snæbjörn. Röðin sem varð til við áritunina var gríðar lega löng og sögðust starfs- menn Skífunnar sjaldan hafa séð annað eins mannhaf í kringum áritun. Aðspurður um samstarfið við Sinfóníuna segir Snæbjörn allt hafa gengið rosalega vel. „Haraldur Sveinbjörnsson kann sitt fag, hann talar bæði rokktungumálið og klass- íska tungumálið. Hann vann virki- lega gott starf í útsetningunum og það var einnig frábært að vinna með Bernharði Wilkinsyni, stjórn- anda Sinfóníunnar.“ Fyrir utan Sinfóníusamstarfið hefur árið verið gott hjá Skálmaldar mönnum. „Ætli við séum ekki búnir að spila á svona áttatíu til hundrað tónleikum á árinu.“ Sveitin fór á Evróputúr í október og nóvember og einnig í tón- leikaferðalag um Ísland. Þá fengu þeir afhenta gullplötu fyrir plötuna Börn Loka fyrir skömmu. „Við förum svo á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu á árinu þegar sagan Baldur verður sett upp þar. Ég get lítið sagt um það eins og er en það kemur í ljós á næstunni, það verður allavega rokkað í Borgar- leikhúsinu,“ bætir Snæbjörn við. Baldur er fyrsta breiðskífa Skálm- aldar. Skálmöld stefnir á að gefa út plötu fyrir næstu jól. „Við ætlum að halda áfram að vera duglegir á næsta ári og ég yrði virkilega hissa ef það kæmi ekki út plata frá okkur fyrir næstu jól.“ gunnarleo@frettabladid.is Sigur Skálmaldar Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Skálmöld og var lokahnykkurinn á árinu að platan Skálmöld og Sinfó seldist upp á örfáum dögum, 4.700 eintök á 4 dögum. ÖLLU TJALDAÐ TIL Alls voru um 300 manns á sviðinu þegar mest var. MYND/LALLI SIG LAGALISTINN TÓNLISTINN 24.12.2013 ➜ 01.01.2013 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 1 Baggalútur Mamma þarf að djamma 2 Kaleo Kaleo 3 Drangar Drangar 4 Skálmöld og Sinfó Skálmöld og Sinfó 5 Sigríður Thorlacius Jólakveðja 6 Ýmsir Pottþétt 61 7 Björgvin Halldórsson Duet III 8 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk 9 Mammút Komdu til mín svarta systir 10 Emilíana Torrini Tookah 1 Of Monsters And Men Silhouettes 2 Kaleo Automobile 3 Avicii Hey Brother 4 Nýdönsk / John Grant Sweet World 5 Gary Barlow Let Me Go 6 A Great Big World / Christina Aguilera ................... Say Something 7 Ellie Goulding How Long Will I Love You 8 Bastille Of The Night 9 Calvin Harris / Hurts Under Control 10 Baggalútur Allt Þetta er alveg lyginni líkast og við erum mjög þakklátir fyrir viðtökurnar. Snæbjörn Ragnarsson FRUMKVÖÐULL Í 30 ÁR kramhusid.is 551·5103&551·7860 Komdu!Byrjum 6. janúar SKRÁNING STENDUR YFIR í Kramhúsið » Yoga » Leikfimi » Pilates DANSNÁMSKEIÐ beyoncé · bollywood afró · house dans burlesque · tangó húlla · magadans zumba balkan contemporary FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ fyrir 3ja til 16 ára Dans og skapandi hreyfing tónlistarleikhús · breikdans popping · yoga · afró FRUMKVÖÐULL Í 30 ÁR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.