Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 2. janúar 2014 | SKOÐUN | 23
Ágætu íþróttafréttamenn.
Með þessu bréfi vil ég hvetja
ykkur til þess að breyta
kjöri ykkar á íþróttamanni
ársins, eins og ég hef reynt
að gera áður. Á árunum 1991
og 1992, er ég var ritstjóri
Skinfaxa og meðlimur Sam-
taka íþróttafréttanna, lagði
ég TVISVAR fram tillögu í
samtökunum um að valinn
yrði íþróttakarl ársins og
íþróttakona ársins. Nokkrir
í samtökunum voru sam-
mála mér um að stíga þetta
mikilvæga jafnréttisskref
til hagsbóta fyrir ungar stúlkur og
konur í íþróttum. Allt kom þó fyrir
ekki og voru tillögurnar felldar í
bæði skiptin.
Rökin voru m.a. þau að ekki
mætti hrófla við reglugerð sem gilti
um gamla verðlaunagripinn sem
afhenda skyldi í 50 ár. Ný reglugerð
var sett um val á íþróttamanni ársins
og til viðbótar er valið lið ársins og
þjálfari ársins. Hvers vegna í ósköp-
unum breyttuð þið ekki líka valinu á
íþróttamanni ársins í íþróttakarl árs-
ins og íþróttakonu ársins?
Eiríkur Stefán Ásgeirsson, for-
maður Samtaka íþrótta-
frét t a m a n n a , f lut t i
ágæta ræðu við útnefn-
ingu á íþróttamanni árs-
ins 2013. Hann talaði m.a.
um að íþróttir skipuðu
mikilvægan sess í íslensku
þjóðfélagi og að flestir for-
eldrar væru meðvitaðir
um forvarnagildi íþrótta
og mikilvægi þeirra. Hann
sagði ennfremur að fjöl-
miðlar hefðu mikilvægu
hlutverki að gegna í upp-
byggingu íþrótta hér á
landi og að í þeim birtust
t.d. fyrirmyndirnar, afreks-
fólkið sem ár hvert er heiðrað.
Þetta er einmitt mergur málsins
og orð að sönnu hjá formanninum!
Því er erfitt að skilja hvers vegna
Samtök íþróttafréttamanna hafa
ekki ennþá, eftir 57 ára starf, breytt
kjöri sínu. Spilar þar inn í að sam-
tökin eru skipuð 22 karlmönnum, en
engri konu?
Aðeins fjórar fengið titilinn
Allt frá upphafi, í 57 ár, hafa konur
verið fáar í hópi 10 efstu og aðeins
4 konur hafa hlotið titilinn, en 53
karlar. Konurnar eru; Sigríður Sig-
urðardóttir handknattleikskona
árið 1964, Ragnheiður Runólfs-
dóttir sundkona 1991, Vala Flosa-
dóttir frjálsíþróttakona 2000 og
Lára Margrét Viðarsdóttir knatt-
spyrnukona 2007. Það þýðir m.a.
að ungar stúlkur hafa fengið færri
fyrir myndir í íþróttum en drengir
og er það miður.
Íþróttir og hreyfing eiga að skipa
stóran sess hjá öllum og það er mjög
mikilvægt að sem flestir átti sig á
hvað iðkun íþrótta hefur mikið for-
varnargildi fyrir bæði kynin, okkur
öll og stuðlar að bættri heilsu.
Hreyfing getur forðað okkur frá
fjölmörgum sjúkdómum og aukið
vellíðan og lífslíkur okkar til
muna. Foreldrar hafa sérstaklega
mikilvægu uppeldis hlutverki að
gegna við að hvetja bæði syni og
dætur til að leggja stund á hreyf-
ingu. Fjölmiðlar hafa einnig mikil-
vægu hlutverki að gegna. Það eruð
einmitt þið íþróttafréttamenn
sem m.a. kynnið fyrir börnum og
unglingum, drengjum og stúlkum
hverjar þessar fyrirmyndir eru. Því
miður hefur ekki verið jafnvægi í
umfjöllun ykkar um íþróttir karla
og kvenna. Drengir fá fleiri fyrir-
myndir til að líkja eftir. Er það svo
að þeir 22 karlar sem skipa Sam-
tök íþróttafréttamanna hafi meiri
áhuga á íþróttum karla en kvenna?
Fleiri fyrirmyndir
Kenningar um félagslegt nám sýna
að afrek eru ekki einungis gena-
bundin, heldur einnig lærð hegðun.
Börn og unglingar fylgjast með
fyrirmyndum, oftar af eigin kyni,
fá áhuga á að líkja eftir þeim og
æfa sig. Fleiri atriði þurfa þó einnig
að vera til staðar til þess að afrek
verði unnið, eins og gott atgervi,
stuðningur og fleira.
Konur og karlar keppa ekki
hvert við annað í íþróttum, nema
í undan tekningartilvikum. Þess
vegna er það með öllu óeðlilegt að
í mikil verðasta íþróttakjöri hér á
landi skuli kynin þurfa að keppa
við hvort annað. Það er ekki rétt
að bera konur og karla saman inn-
byrðis, þar sem atgervi þeirra er
frá náttúrunnar hendi ólíkt.
Þess vegna vil ég enn og aftur
skora á Samtök íþróttafréttamanna
að breyta vali sínu og velja íþrótta-
konu ársins og íþróttakarl ársins.
Og ekki eftir 50 ár, heldur á næsta
ári, 2014! Ef við getum verið sam-
mála um að mikilvægt sé að hvetja
bæði drengi og stúlkur til að vera
í íþróttum þá skiptir miklu að
breyta valinu. Með því að velja eina
íþróttakonu úr hópi 10 bestu og einn
íþróttakarl úr hópi 10 bestu fá bæði
stúlkur og drengir fleiri fyrirmynd-
ir til þess að líkja eftir. Í 53 ár hafa
drengir fengið sína fyrirmynd, en
stúlkur í 4 ár!
Það var árið 1998 sem ég tók
fyrst við formennsku íþróttaráðs
í Kópavogi. Þá strax samþykkti
íþróttaráð Kópavogs að velja
íþróttakonu Kópavogs og íþrótta-
karl Kópavogs fyrst sveitarfélaga
hér á landi. Sérsambönd ÍSÍ fylgdu
svo í kjölfarið.
Verið velkomin á Íþróttahátíð
Kópavogs sem fram fer í Salnum 9.
janúar kl. 17.00. Þar fá bæði drengir
og stúlkur í Kópavogi að sjá fleiri
fyrirmyndir í íþróttum. Íþrótta-
kona Kópavogs og íþróttakarl Kópa-
vogs verða valin.
Opið bréf til fyrrum félaga í Samtökum íþróttafréttamanna
Innflutningur Mjólkur-
samsölunnar á írsku
smjöri fyrir hátíðarnar
hefur vakið athygli og
umtal. Aðstæður á mark-
aði fyrir mjólkurvörur á
Íslandi eru enda með öðru
sniði en gildir um flestan
annan verslunarvarning.
Opinber nefnd, verðlags-
nefnd búvara, ákvarðar
verð á mjólk og mjólkur-
vörum bæði til bænda og
á heildsölustigi. Bændur
semja við ríkisvaldið
um framleiðslustyrki og fram-
leiðslumagn. Framleiðendum
sem vilja vera utan þessa kerfis
er gert lífið leitt með margvísleg-
um hætti. Á innfluttar mjólkur-
vörur eru lagðir tollar sem eru
svo háir að allajafna tekur ekki
að flytja inn annað en lúxusosta
sem keyptir eru í litlu magni til
mikilla hátíðabrigða.
Efnahags- og framfarastofn-
unin, OECD, safnar upplýsingum
um verð landbúnaðarafurða hjá
aðildarlöndum sínum og vinnur
úr. Mat OECD er að verð á mjólk
til bænda sé 51% hærra en væri
ef ofangreindar tollahömlur
á viðskipti með mjólkurvörur
væru ekki til staðar. Áhrif tolla
á verð varnings sem unninn er
úr hrámjólk eru ekki tilgreind í
opinberum gögnum frá OECD en
má nálgast með óbeinum hætti.
Heimsmarkaðsverð á smjöri
hefur hækkað talsvert á árinu
2013 og er nú um 475 krónur (3
evrur) á kíló. Á innri markaði
Evrópusambandsins er sambæri-
legt verð um 635 krónur (4 evrur)
á kíló. Heildsöluverð íslensks
smjörs er 624 krónur á kíló (án
virðisaukaskatts). Mjólkursam-
salan flutti talsvert af smjöri út
á fyrrihluta árs 2013. MS virðist
því hafa flutt út smjör þegar lítið
fékkst fyrir smjörið en flytur nú
inn smjör þegar verð á þeirri
vöru erlendis er hátt!
Velt yfir á neytendur
Til viðbótar við það verð
sem MS greiðir erlend-
um seljanda smjörs þarf
MS, eins og aðrir inn-
flytendur landbúnaðarafurða,
að greiða innflutningstolla. Sam-
kvæmt tollskrá eru tollar sem
Mjólkursamsalan þarf að greiða
hvorki meira né minna en 680
til 850 krónur á hvert kíló auk
flutningskostnaðar sem væntan-
lega er á bilinu 50 til 100 krónur
á kíló þegar allt er talið. (Heim-
ilt er að flytja inn lítilræði á
lækkuðum tollum en ekki verð-
ur séð að Mjólkursamsalan hafi
sótt um tollkvóta vegna smjörs
vegna seinni hluta ársins 2013).
Kostnaðarverð Mjólkursamsöl-
unnar vegna hvers innflutts kílós
af smjöri er því lauslega reikn-
að 1.350 til 1.550 krónur. Heild-
söluverð íslensks smjörs sem
Mjólkur samsalan framleiðir sjálf
er 624 krónur. Það er því aug-
ljóst að Mjólkursamsalan tapar
að minnsta kosti 626 krónum á
hverju kílói af smjöri sem hún
flytur inn frá Írlandi!
MS er í þeirri aðstöðu að þurfa
lítt að velta fyrir sér hvort ein-
stakar aðgerðir á borð við inn-
flutning smjörs frá Írlandi séu
ábatasamar. Tapi verður velt yfir
á neytendur við næstu eða þar-
næstu verðlagsákvörðun. Þess
vegna verður engin skynsemi í
framleiðslu landbúnaðarafurða
á Íslandi fyrr en eðlilegt sam-
keppnisaðhald fæst erlendis frá.
Til þess þarf að fjarlægja tolla og
aðrar aðflutningshindranir.
Margur er
smjörs voðinn
ÍÞRÓTTIR
Una María
Óskarsdóttir
uppeldis-, menntu-
nar- og lýðheilsu-
fræðingur og for-
maður íþrótta ráðs
Kópavogs
➜ Konur og karlar keppa
ekki hvert við annað í
íþróttum, nema í undan-
tekningartilvikum.
➜ Það er því augljóst
að Mjólkursamsalan
tapar að minnsta
kosti 626 krónum á
hverju kílói af smjöri
sem hún fl ytur inn frá
Írlandi.
LANDBÚNAÐUR
Þórólfur Matth-
íasson
hagfræðiprófessor
Save the Children á Íslandi
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN
– VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
PHOTOSHOP EXPERT
ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ
Um námskeiðið
Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina
námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu
hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfirgripsmikið þar sem mikið er
lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu,
prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa og
myndblöndun.
Fyrir hverja
Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna
myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær
óendanlegum möguleikum þessa flotta verkfæris. Námið er
undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna:
Adobe Certified Expert.
Inntökuskilyrði
Þeir sem ætla í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í
Photoshop og undirstöðuþekkingu á Windows umhverfinu.
Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem námsgögn eru á ensku.
Næsta námskeið
Hefst: 13. janúar og lýkur 12. febrúar.
Kennt er á mánudögum og miðvikudögum 18.00 - 22.00
Kennarinn
Sigurður Jónsson, lærði
ljósmyndun í School Of Visual
Arts Í New York og öðlaðist
meistararéttindi í ljósmyndun
árið 1989. Hann hefur haldið
námskeið í stafrænni mynd-
vinnslu fyrir Ljósmyndarafélag
Íslands, Listaháskóla Íslands,
Margmiðlunarskólann,
Iðnskólann Í Reykjavík og nú í
7 ár hjá NTV.