Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 2
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Ég veit að konurnar sem lögðu okkur lið gerðu það virkilega frá hjartanu. Lilja Sigurðardóttir, forsprakki Hjartahlýju. KRYDDSÍLD Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalands- liðsins í knattspyrnu, var valinn maður ársins 2013 af frétta- stofu Stöðvar 2. Valið var kynnt á gamlársdag. Lagerbäck stýrði íslenska liðinu alla leið í umspil gegn Króa- tíu um sæti á HM í Brasi- líu. Íslenskt landslið í knatt- spyrnu hefur ekki áður verið eins nærri að komast á HM. Formenn stjórnmálaflokkanna voru sáttir við val Stöðvar 2 í Kryddsíldinni. - sáp Útnefning Stöðvar 2: Lars Lagerbäck maður ársins LARS LAGERBÄCK SPURNING DAGSINS SAMFÉLAG Í október setti Prjóna- smiðjan Tína upp atburðinn Hjartahlýja á facebook-síðu sinni. Tilgangurinn var að virkja fólk til að prjóna alls kyns flíkur handa heimilislausum konum á Konukoti. Nýlega fór Lilja Sigurðardóttir, sem hafði umsjón með verkefninu, með fjóra fulla kassa af flíkum í Konukot og var henni tekið fagn- andi. „Við gáfum þessu mánuð og viðbrögðin voru mun betri en ég þorði að vona,“ segir Lilja. „Við fengum helling af fallegum flík- um; húfum, vettlingum, sokkum, peysum, vestum og fleiru. Mér þykir ósköp vænt um þessi góðu viðbrögð.“ Lilja segir konur alls staðar af landinu sem fylgjast með face- book-síðunni hafi lagt sitt af mörkum. „Mig grunar að margar af þeim séu duglegar prjónakonur sem áttu ef til vill eitthvað tilbúið í sínum fórum. En það gladdi þær greinilega mikið að geta lagt sitt af mörkum. Við fengum oft skrif- aðar orðsendingar með þar sem þakkað var fyrir að fá að taka þátt í verkefninu. Maður fann hlýjuna skína í gegn.“ Lilja sagðist hafa búist við einu vettlingapari hér og sokkapari þar en sú var ekki raunin. „Sumir sendu marga hluti, til dæmis sendi ein sex lopapeysur og önnur eflaust um tuttugu húfur. Það er ekki nóg með að flíkurnar séu margar heldur eru þær virkilega vandaðar og fallegar. Ég veit að konurnar sem lögðu okkur lið gerðu það virkilega frá hjartanu og prjónuðu og hekluðu flíkurnar með umhyggju og góðvild.“ Kristín Helga Guðmunds dóttir, verkefnastjóri Konukots, segir mikið þakklæti ríkja í Konukoti. „Hlýhugurinn skilaði sér vel til okkar. Það var auðvitað gott að fá hlýjar flíkur fyrir veturinn en sagan á bakvið flíkurnar er sú sem hlýjar mest og fallegi hugur- inn sem fylgir.“ erlabjorg@frettabladid.is Hjartahlýja sem skilaði sér í verki Lilja Sigurðardóttir fór fyrir verkefninu Hjartahlýju sem gekk út á að prjóna hlýjar flíkur handa konum í Konukoti. Konur alls staðar af landinu tóku þátt í verk- efninu og farið var með fjóra fulla kassa af flíkum í Konukot í nóvember. PRJÓNAFLÍKUR Konur alls staðar af landinu prjónuðu meðal annars vettlinga, húfur, peysur, vesti og trefla handa konum í Konukoti. SUNDKAPPARNIR Alexander Jóhönnuson, Sævar Fylkisson og Fylkir Sævarsson að loknu hinu árlega sjósundi Íslendinga í Sönderborg. MYND/FYLKIR SÆVARSSON DANMÖRK Íslendingar í Sönderborg á Suður-Jótlandi hafa þann sið um hver áramót að stinga sér í sjóinn og synda góðan spöl. Þetta var gert í fjórtánda sinn nú um áramótin og tóku að þessu sinni þrír kappar þátt í sjósundinu. Það voru þeir Alexander Jóhönnuson, Sævar Fylkisson og Fylkir Sævarsson, sem þreyttu sundið og sóttist það vel enda aðstæður með besta móti, að sögn kappanna. Lofthiti var vel yfir frostmarki og sjórinn óvenjuhlýr miðað við árs- tíma, enda búið að vera frostlaust í Danmörku það sem af er vetri. - gb Þrír Íslendingar tóku þátt í áramótasundi á Suður-Jótlandi: Sjórinn óvenjuhlýr þetta árið Davíð, eruð þið að renna á rassinn með þetta? Nei, við brunum áfram með þetta. Davíð Örn Símonarson, framkvæmda- stjóri Zalibunu, hyggur á gerð sleðarenni- brautar niður Kambana en á í ágreiningi við Vegagerðina um hvar gatnamót að starfsstöð félagsins eigi að vera. VEÐUR Búist er við stormi víða um land í kvöld. Óvissustig vegna snjóflóða er á norðanverðum Vest- fjörðum. Hiti verður 0-7 stig. Veðurstofan spáir norðaustan- vindi í kvöld, rigningu eða slyddu norðan og austan til, en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Vegagerðin varaði við hálku um allt land í gær. Flughált var á öllum leiðum í kringum Þingvalla- vatn. Ófært var á Lyngdalsheiði vegna hálku og óveðurs. Einnig var ófært á Vopnafjarðarheiði, Fjarðar- heiði, á Vatnsskarði eystra, og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Vegagerðin og Náttúrustofa Aust- urlands vöruðu vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi í gær. - ue Hálka um allt land í gær: Stormur í kvöld í spákortunum SAMFÉLAG Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum í gær, nýársdag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti orð- urnar. Ingvar E. Sigurðsson fékk riddara- kross fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. „Svona kemur manni alltaf á óvart, ég hef ekki sóst eftir þessu en svo í athöfninni sjálfri þegar mér var veittur þessi heiður þá meðtók ég það og er virkilega þakklátur,“ segir Ingvar. „Við buðum nokkrum í mat og ég mun bera orðuna. Svíarnir kalla svona orður skreytingu, þannig að ég ætla að bera skraut einn dag, það er mjög fínt.“ Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, fékk krossinn fyrir störf í sveitarstjórnarmálum. Hún hélt upp á daginn í faðmi barna og barna- barna. „Mér finnst þetta býsna merkilegt og er mjög stolt. Fjölskyldan er líka ósköp stolt og við ætlum að borða saman og hafa það huggulegt. Það er svo sannar- lega ekki ónýtt að byrja nýtt ár svona.“ - ebg Forsetinn sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag: Hefja nýja árið með orðu í barminum ORÐUHAFAR Ingvar E. Sigurðsson og Svanfríður Jónasdóttir voru meðal þeirra sem fengu fálka- orðu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL SAMFÉLAG „Samstaðan hefur jafnan reynst okkur vel,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti í nýársávarpi sínu, og rifjaði upp ýmis söguleg dæmi um árangur sem náðst hefur vegna samstöðu þjóðarinnar. „Þjóð sem gleymir sér í hringiðu gagnrýni og ágreinings, glatar sínu sögulega minni um mátt samstöðunnar, er komin á hættulegar villigötur,“ sagði forsetinn. Sigrar hafi hins vegar náðst þegar þjóðin stóð saman: Hann nefndi meðal annars stjórnarskrá árið 1874, heimastjórnin 1904, fullveldið 1918 og lýð- veldisstofnun 1944, ásamt útfærslu landhelginnar og loks Icesave-málið þar sem „eindreginn vilji þorra þjóðar færði okkur sigur“. Hann gagnrýndi fjölmiðla fyrir að telja ágreining jafnan meiri frétt en sáttargjörðir. „Í glímunni við afleiðingar bankahrunsins varð ágreiningurinn iðulega svo margþættur, illskeyttur oglangvarandi að lærdómar sögunnar um samstöðuna hurfu að mestu í skuggann,“ sagði forsetinn í ávarpi sínu til þjóðarinnar. „Nú er hins vegar nauðsynlegt, já reyndar brýnt, að hefja þá til vegs á ný, gera að leiðar- ljósi við lausn sem flestra mála, leita sátta og samstöðu í stað þess að kasta æ fleiri sprekum á ófriðarbálið.“ - gb Ólafur Ragnar Grímsson lagði áherslu á samstöðu þjóðar í nýársávarpi: Vill nú hefja sáttamenn til vegs Á RÍKISRÁÐSFUNDI Ólafur Ragnar Grímsson átti að venju fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar á gamlársdag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.