Fréttablaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 42
2. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34
Leikarinn Cuba Gooding Jr. er 46
ára í dag.
Helstu myndir: Jerry Maguire, Men of Honor
og What Dreams May Come.
AFMÆLISBARN DAGSINS
Sjónvarpsþáttaraðirnar Game of Thrones,
Breaking Bad og The Walking Dead eru
þær þáttaraðir sem var oftast halað niður
ólöglega á síðasta ári samkvæmt Torrent-
Freak.
Þetta er annað árið í röð sem Game of
Thrones hlýtur þennan vafasama heiður
en lokaþætti nýjustu seríunnar var stolið
5,9 milljón sinnum árið 2013. Í öðru sæti
er Breaking Bad en einum þætti af serí-
unni var stolið 4,2 milljón sinnum. Einum
þætti af The Walking Dead var halað
niður ólöglega 3,6 milljón sinnum.
Game of Thrones setti annað met í stuld
fyrr á árinu. Meira en 170 þúsund manns
deildu lokaþættinum samtímis í júní og
rúmlega milljón manns höluðu þættinum
niður á einum degi.
Samkvæmt TorrentFreak hala flestir
niður þáttum fyrstu vikuna eftir að þætt-
irnir eru sýndir í sjónvarpi.
Aðrir þættir sem komust á þennan vafa-
sama lista eru The Big Bang Theory, Dex-
ter, How I Met Your Mother, Suits, Home-
land, Vikings og Arrow.
- lkg
Game of Thrones oft ast stolið árið 2013
Game of Thrones, Breaking Bad og The Walking Dead eru þær þáttaraðir sem var stolið oft ast á síðasta ári.
VINSÆLL Þjófar elska Game of Thrones.
Jeffrey Ian Pollack fannst látinn
á Hermosa-ströndinni í Kali-
forníu. Pollack var aðeins 54 ára
gamall.
Leikstjórinn var lengi vel sam-
starfsfélagi Benny Medina og
saman mynduðu þeir umboðs-
skrifstofuna Handprint Enter-
tainment. Meðal skjólstæðinga
þeirra voru Mariah Carey,
Jennifer Lopez og Tyra Banks.
Jeffrey leikstýrði körfubolta-
dramanu Above the Rim árið
1994, grínmyndinni Booty Call
árið 1997 og grínmyndinni Lost
and Found árið 1999.
- lkg
Fannst látinn á strönd
Leikstjórinn Jeff rey Pollack er látinn, 54 ára gamall.
MIKILL HLAUPARI Pollack hljóp mikið
á ströndinni þar sem hann fannst.
Það má með sanni segja að kvik-
myndin The Secret Life of Walter
Mitty sé ein stærsta kvikmynd
sem tekin hefur verið upp hér á
landi. Fréttablaðið náði tali af
leikstjóra og aðalleikara mynd-
arinnar, Ben Stiller, sem fór
heldur betur fögrum orðum um
land okkar og þjóð.
„Ég elska Ísland og hlakka
mikið til að koma þangað aftur.
Mér þótti mjög leiðinlegt að geta
ekki verið viðstaddur forsýn-
inguna,“ segir Stiller en hann
kom hingað til lands nokkrum
sinnum en dvaldi þó lengst á
landinu í um níu til tíu vikur
þegar tökur voru í gangi.
Fjöldi íslenskra leikara kemur
fram í myndinni en með stærsta
hlutverkið fer Ólafur Darri
Ólafsson.
„Hann er frábær leikari, rödd-
in hans er náttúrulega einstök
eins og kemur vel fram í mynd-
inni. Darri túlkaði hlutverkið sitt
frábærlega,“ útskýrir Stiller sem
er greinilega ánægður með fram-
lag Íslendinganna í myndinni.
Fjölmargir leikarar komu til
skoðunar í hin ýmsu hlutverk í
myndinni og komu margir leik-
arar í áheyrnarprufur. Myndin
var unnin í samstarfi við íslenska
framleiðslufyrirtækið True-
north.
Að leikstýra og leika aðal-
hlutverkið í svona stórri mynd
hlýtur að taka sinn toll. „Þetta er
mikil áskorun en maður undir-
býr sig bara sérstaklega vel.
Maður vill geta verið á tveimur
stöðum í einu en það er erfitt,“
bætir Stiller við og segist eiga í
erfiðleikum með gera upp á milli
þess að leika og leikstýra. Hann
leikstýrði og lék aðalhlutverkið í
myndum á borð við Zoolander og
Tropic Thunder.
Í myndinni sýnir Stiller listir
sínar á hjólabretti. „Ég var mikið
á hjólabretti þegar ég var yngri í
New York þannig að ég er ágætur
á hjólabrettið.“ Ben Stiller taldi
upp margt sem honum fannst
standa upp úr í ferð sinni til
Íslands, en eitt af því sem að
honum þótti standa upp úr var
köfun í Silfru á Þingvöllum.
„Það var ótrúlega gaman að að
kafa, ofboðslega margt fallegt
að sjá,“ segir Stiller og bætir við
að honum hafi þótt norðurljós-
in mjög flott. Þá fannst honum
Grundarfjörður og Seyðis fjörður
eftirminnilegir staðir.
Hann fékk að kynnast ýmiss
konar veðráttu á meðan hann
dvaldi á Íslandi. „Við þurftum
að stoppa tökur einn dag út af
miklum stormi sem kom þegar
við vorum á Höfn í Hornafirði en
það var samt fallegt.“ Fjölskylda
Stillers kom einnig hingað til
lands. „Fjölskyldan mín heillað-
ist af landinu eins og ég.“
Undanfarið hefur hann verið á
miklu ferðalagi um Evrópu við að
kynna myndina en er nú að vinna
að Night At The Museum 3.
gunnarleo@frettabladid.is
Fjölskyldan heillaðist
af landinu eins og ég
Ben Stiller leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Secret Life Of
Walter Mitty. Hann dáist af landi og þjóð og segir Ísland ríkt af góðum leikurum.
BIÐ AÐ HEILSA Ben Stiller hélt flotta ræðu við upphaf forsýningar-
innar sem fram fór í Smárabíó þann 12. desember síðastliðinn.
VINIRNIR SAMAN Gunnar Helgason og Ben Stiller eru hér í góðum gír.
LUNKINN Á BRETTINU Ben æfði sig mikið á hjólabretti þegar
hann var yngri. NORDICPHOTOS/GETTY
Stykkishólmur
Grundarfjörður
Seyðisfjörður
Höfn í Hornafirði
Skálafellsjökull
Kálfafellsdalur
Hellisheiði
Skíðaskálinn Hveradölum
Garður
Snæfellsnes
➜ Tökustaðir á Íslandi
➜ Jeffrey Pollack
15. nóvember 1959 - 23.
desember 2013.
Við
þurftum að
stoppa tökur
einn dag út af
miklum
stormi sem
kom þegar
við vorum á
Höfn í Horna-
firði en það
var samt
fallegt.
PIPIPPAA
RRR
\\\
TTBWBWWW
A
W
A
A
SSÍA
SÍAÍAA
1337
7
133
1337
7
131311337
3333
33
Skíðaskóli um helgar kl. 11–15.
Brettaskóli Bláfjalla og Mint Snow
um helgar kl. 10:30–14:30.
Nýtt í vetur:
Byrjendakennsla fyrir fullorðna
– mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
Skráning og nánari upplýsingar
á skidasvaedi.is
Það er aldrei of seint að byrja!
Gleðilegt nýtt ár
á hreinum bíl
RainX er nú í boði á öllum
þvottastöðvum Löðurs
Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540