Fréttablaðið - 23.01.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 23.01.2014, Síða 16
„Það er vissulega dálítið keypt af gleraugum á netinu og þetta held ég að sé bara almenn breyting á verslunarháttum landans,“ segir Brynhildur Ingvarsdóttir, for- maður Augnlæknafélags Íslands, spurð hvort hún verði vör við að fólk kaupi gleraugu á netinu í auknum mæli. „En ég vinn mikið með börnum og maður ætti ekki að kaupa gleraugu fyrir börn á net- inu,“ undirstrikar Brynhildur og heldur áfram: „Sjónin er að þroskast hjá börn- um alveg fram til átta ára aldurs, það eru mikilvægustu árin, og maður á alls ekki að kaupa gler- augu handa ungum börnum á net- inu því það skiptir máli að þau séu góð og að þau sitji vel á krökkun- um.“ Brynhildur segir Augnlækna- félagið almennt mæla með því að fólk kaupi sín gleraugu hér heima. „Við eigum mjög vel menntaða augnlækna á Íslandi og eftir að sjóntækjafræðingar fengu starfs- leyfi til að mæla sjón þá er að koma hérna stétt af ungum sjóntækja- fræðingum sem eru vel menntað- ir. Því mælum við með því að fólk sæki til þeirra sem eru fagmennt- aðir.“ Hrafnkell Freyr Magnússon, eig- andi netverslunarinnar Kreppu- gler.is, selur gleraugu sem eru framleidd í Kína. Hann afgreiðir að eigin sögn fleiri hundruð pant- anir á ári. „Þetta er búið að vera mjög stöð- ugt hjá mér en ég hef aftur á móti ekki auglýst síðan ég byrjaði í þessu árið 2009. Þetta var fljótt að stækka og salan hefur verið stöðug síðan,“ segir Hrafnkell. Hann segir flestar vörurnar sambærilegar þeim sem hægt er að kaupa í gleraugnabúðum hér á landi. Þar sé bæði um að ræða ódýrar umgjarðir og gler sem og vandaðri gæðavörur. „Það er hægt að fá hlutfallslega dýrari umgjarðir sem eru sambæri- legar margfalt dýrari umgjörðum hér á landi. Enda eru margir farnir að kaupa gleraugun beint frá Kína.“ Halldór Sigurðsson tækjastjóri kaupir sín gleraugu á netinu og hefur gert í mörg ár. „Ég veit um nokkra sem hafa gert þetta og ég hef boðið fólki aðstoð við að kaupa gleraugu á net- inu. Ein kona fór eftir ráðlegging- um mínum og keypti á netinu, og gleraugun sem hún fékk kostuðu hingað komin 3.177 krónur í stað- inn fyrir einhvern hundrað þúsund kall.“ haraldur@frettabladid.is Þetta er búið að vera mjög stöðugt hjá mér en ég hef aftur á móti ekki auglýst síðan ég byrjaði í þessu árið 2009. Þetta var fljótt að stækka og salan hefur verið stöðug síðan. Hrafnkell Freyr Magnússon 23. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16 Kvartað hefur verið yfir nýju 500 króna gjaldi Íslandspósts fyrir að leita að reikningi í pökkum til Póst- og fjarskiptastofnun- ar. Neytendasamtökin gagnrýna fyrirtækið harðlega fyrir að rjúfa sátt um að veita verðbólgunni við- nám með því að hækka ekki verð. Þeir sem fá pakka senda frá útlöndum þurfa að framvísa reikningi til að sýna fram á verð- mæti sendingarinnar svo hægt sé að afgreiða hana í tollinum. Hingað til hefur Íslandspóstur innheimt 550 króna gjald fyrir tollmeðferð. Innifalið í því verði hefur verið sú þjónusta að opna pakkana, óski viðtakandi þess, til að finna reikning sem sendandinn hefur látið með sendingunni. Með breytingum á gjaldskrá Íslandspósts, sem tóku gildi um áramót, hófst innheimta 500 króna gjalds þurfi starfsmenn að opna pakka til að finna reikn- ing. Þeir sem vilja nýta sér þá þjónustu greiða því 1.050 krónur fyrir afgreiðslu pakkans, í stað 550 króna fyrir áramót. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir ákveðna þætti í starfsemi Íslands pósts heyra undir stofn- unina. Póst- og fjarskiptastofnun hafi borist kvartanir frá neytend- um vegna þessarar nýju gjald- töku, og stofnunin muni fjalla um þær kvartanir og senda frá sér ákvörðun. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir að frá ára- mótum hafi móttakendur um 1,2 prósenta sendinga sem borist hafi kosið að nota sér þessa þjónustu. Það séu um 1.400 bögglar. Tekjur Íslandspósts af gjaldinu nema því um 700 þúsund krónum á tæpum mánuði. Brynjar leggur áherslu á að þessi þjónusta sé valfrjáls. Fólk sem panti vörur á netinu eigi að fá reikning í tölvupósti og sé í lófa lagið að koma afriti til póstsins. Flestir kjósi að vísa fram reikn- ingi en aðrir kjósi að kaupa þjón- ustu af fyrirtækinu. „ Neytendasamtökin hafa áhyggjur af því að með þessu nýja gjaldi sé póstverslun gert enn erfiðara fyrir og gjaldtakan muni hindra samkeppni enn frek- ar,“ segir í frétt Neytendasamtak- anna. Bent er á að Íslandspóstur hafi átt fulltrúa í starfshópi stjórn- valda sem skilaði tillögum um að einfalda póstverslun og virkja þannig samkeppni að utan. - bj Neytendasamtökin gagnrýna harðlega 500 króna gjald Íslandspósts fyrir leit að reikningi í pökkum sem tekið var upp um áramót: Neytendur kvarta yfir gjaldi á pakka hjá Íslandspósti HÆKKAR Þjónusta við þá sem þurfa að fá starfsmenn Íslandspósts til að opna pakka til að ná í reikning hækkaði úr 550 krónum í 1.050 krónur um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÓR Bestu kaup Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, leikara og þáttarstjórnanda á Bylgjunni, eru árskort í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. „Þetta uppgötvaði ég eftir að ég flutti í Laugardalinn og nú fæ ég ótakmarkaðan aðgang fyrir alla fjölskylduna. Og við fáum frítt í tækin líka þannig að þetta getur margborgað sig,“ segir Jóhannes og bætir því við að hann fari nú reglulega í garðinn. „Maður veigrar ekkert fyrir sér að fara í einhverjar stuttar hálftíma heimsóknir rétt til þess að heilsa upp á beljurnar því það kostar ekkert aukalega. Þetta er sérlega hentugt þegar maður býr þarna nálægt,“ segir leikarinn. „Verstu kaupin eru miðar sem ég fjárfesti í til að komast á sýningu á Broadway þegar ég fór til New York. Ég ákvað að splæsa í dýrustu sætin, þó maður geti auðvitað fengið ódýr sæti, og þetta kostaði einhvern þrjátíu til fjörutíu þúsund kall,“ segir Jóhannes og á þá við söngleikinn Spring Awakening. „Hann var ömurlegur og mér hefði þótt hann alveg jafn ömurlegur í ódýrara sæti þannig að þetta var slæm fjárfesting.“ - hg NEYTANDINN: Jóhannes Haukur Jóhannesson Miðar á söngleik verstu kaupin JÓHANNES HAUKUR Borið hefur á skorti á eldri gerð gashylkja fyrir Sodastream-tæki sem Vífilfell hefur, auk annarra, verið með í sölu. „Það hefur verið erfitt að anna eftirspurninni frá því Ísaga fór að fylla á hylkin fyrir okkur seint á síðasta ári,“ segir Stefán Magn- ússon, framkvæmdastjóri mark- aðs- og sölusviðs Vífilfells. Hann segir takmarkað magn af hylkjum í umferð, og marg- ir kannist eflaust við að eiga tóm hylki í geymslu. Sé þeim ekki skilað inn fækki hylkjum í umferð og þá geti reynst erfitt að anna eftirspurninni. - bj Vantar hylki í Sodastream: Erfitt að anna eftirspurninni Fólk kaupi ekki gler- augu á börn á netinu Formaður Augnlæknafélagsins varar fólk við að kaupa barnagleraugu á netinu og mælir með íslenskum sjóntækjafræðingum. Eigandi netverslunar sem selur gler- augu frá Kína afgreiðir fleiri hundruð pantanir á ári og selur allar tegundir. VERSLAÐ Á NET- INU Netverslanir selja oft ódýrari gleraugu en gler- augnaverslanir hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. Samstarfsverkefni þýskra og íslenskra stjórnvalda, Örugg matvæli, hefur nú verið ýtt úr vör. Megintilgangur verkefnis- ins er að auka matvælaöryggi og neytendavernd á Íslandi með því að auka vöktun á óæskileg- um efnum í matvælum. Í fréttatilkynningu frá Matís segir að verkefnið hafi upp- haflega verið hluti af IPA- áætlun vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB. Verkefnið gerir íslenskum yfirvöldum, Mat- vælastofnun og heilbrigðiseftir- liti sveitarfélaganna betur kleift að framfylgja löggjöf um mat- vælaöryggi og neytendavernd, sem hefur nú þegar verið inn- leidd í gegnum EES-samning- inn. Nýtt samstarfsverkefni: Matvælaöryggi verður aukið MATARINNKAUP Með bættum tækja- búnaði verður hægt að framkvæma mun fleiri mælingar varnarefna í mat- vælum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ökumenn sem leggja bílum sínum ólöglega við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavíkurflugvelli eru nú sektaðir. Í frétt á heimasíðu Isavia segir að Bílastæðasjóður Sand- gerðisbæjar hafi um áramótin hafið álagningu stöðubrotsgjalda. Slysahætta hafi oft skapast vegna mikillar fjölgunar farþega um flugstöðina síðustu ár og tafir orðið vegna bifreiða sem lagt er ólöglega. Þetta eigi sérstaklega við um stæði fyrir framan inngang flugstöðvarinnar. Til þess að mæta þörfum öku- manna sem vilja skreppa inn í flugstöðina eru fyrstu 15 mínút- urnar á skammtímastæðum komu- og brottfararmegin við flugstöðina gjaldfrjálsar. Ef þörf er á lengri dvöl inni í flugstöðinni kostar fyrsta klukkustundin á skamm- tímastæðum einungis 150 krónur. Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Sekt fyrir að leggja ólöglega VIÐ FLUGSTÖÐINA Starfsmenn Isavia annast stæðavörslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Könnun óháðu samtakanna Natio- nal Safety Council hefur leitt í ljós að ökumenn sem senda smá- skilaboð úr farsímum sínum við akstur geta verið valdir að að minnsta kosti 700 þúsund slysum á ári. Farsímar komu við sögu í að minnsta kosti fjórðungi umferð- arslysa í Bandaríkjunum árið 2011. Fjöldi slysa sem verða þegar ökumenn senda smáskila- boð kann að vera 13 prósent. Alls tengdust farsímar 1,5 milljónum umferðarslysa. Könnun í Bandaríkjunum: Fjórða hvert slys vegna far- símanotkunar Allar 29 líkamsræktarstöðvar sem Neytendastofa gerði úttekt á í janúar voru með verðmerkingar í lagi. Á heimasíðu Neytendastofu er þessu fagnað, þar sem að í sam- bærilegri könnun árið 2009 voru aðeins 38% stöðva með merk- ingar samkvæmt reglum og árið 2011 þegar síðasta könnun var gerð var hlutfallið 70%. Þessar niðurstöður þykja sýna að reglu- legt verðmerkingareftirlit skilar góðum árangri. - þj Könnun á líkamsrækt: Verðmerkingar eru í góðu lagi Sígarettur eru í dag enn þá óholl- ari en tíðkaðist fyrir hálfri öld. Þetta kemur fram í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið í Banda- ríkjunum gaf út fyrir skemmstu. Þar segir að þrátt fyrir að færri reyki í dag, hafi dauðsföllum vegna reykinga, beinna og óbeinna, ekki fækkað. Orsaka- valdurinn er meðal annars sá að síur á sígarettum hleypa nú fleiri skaðlegum efnum í gegn og auk þess inniheldur tóbakið fleiri krabbameinsvaldandi efni. - þj Ný skýrsla um reykingar: Rettur enn þá óhollari í dag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.