Fréttablaðið - 23.01.2014, Page 32

Fréttablaðið - 23.01.2014, Page 32
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 23. janúar 2014 FIMMTUDAGUR INNRÉTTINGIN Innrétting bílsins hefur tekið framförum en á ennþá nokkuð í land í samanburði við lúxusjeppana. STÓRT SKOTT Einn af stærstu kostum Land Cruiser er gríðarstórt farangursrýmið og þar slær hann flestum við. 3,0 L. DÍSILVÉL, 190 HESTÖFL Fjórhjóladrif Eyðsla 8,2 l./100 km í bl. akstri Mengun 217 g/km CO2 Hröðun 11,7 sek. Hámarkshraði 175 km/klst Verð 9.920.000 kr. Umboð Toyota á Íslandi ● Torfærugeta ● Stærð ● Búnaður ● Lítið afl ● Aksturseiginleikar ● Lágstemmd innrétting TOYOTA LAND CRUISER 150 TOYOTA LAND CRUISER 150 Finnur Thorlacius reynsluekur L itlar breytingar hafa orðið á Íslandsbílnum en þó allar góðar og áfram má búast við að Land Cruiser höfði mjög til landans. Það vekur alltaf at- hygli er breytingar verða á þeim jeppa sem Íslendingar hafa tekið hvað mestu ástfóstri við, Toyota Land Cruiser. Hann kemur nú and- litslyftur af árgerð 2014 en það skal strax áréttað að breytingarnar eru hvorki mjög sýnilegar né miklar. Ógn og býsn eru til af Land Crui- ser á Íslandi og helgast það af tvennu: Hann hefur selst feikilega vel í gegnum árin og hann endist von úr viti. Ef til vill er það hans helsti kostur og ástæða þess að Íslendingar hafa kosið hann um- fram jeppa í lúxusflokki sem eru þó á sambærilegu verði. Annar mjög stór kostur við Land Cruiser er að hann er enn byggður á grind og því hægt að breyta honum, hækka og setja undir stærri dekk. Það á við um fáa jeppa í dag en er okkur Íslendingum mikilvægt. Þannig hefur það verið öll þau 62 ár sem Land Cruiser hefur verið framleiddur, en fáar bílgerðir eiga lengri og farsælli sögu en sam- tals hefur Land Cruiser selst í yfir fimm milljónum eintaka. Lítil útlitsbreyting Að utanverðu er það helst fram- endinn sem breyst hefur á bílnum og bæði grillið og framljósin hafa stækkað og standa þau eftirtekt- arvert langt út úr bílnum. Fram- stuðarinn er líka heilmikið breytt- ur. Mesta breytingin er þó fólg- in í nýrri og flottari innréttingu þó svo hún ná ekki fegurð innréttinga lúxusjeppanna. Innrétting bílsins, sem hefur fengið nokkra yfirhaln- ingu, er enn þá frekar látlaus og sterkleg og á ansi langt í keppinaut- ana hvað fríðleika varðar. Allt er frekar klossað og nútíminn virðist ekki enn genginn í garð hjá hönn- uðum hennar. Allt það nauðsyn- legast er þó að finna þar, allt svín- virkar og virðist sem fyrr jafn vel smíðað. Sætin er góð og auðvelt að finna góða akstursstöðu og útsýnið úr bílnum er alveg frábært. Rými í aftursæti er líka mjög gott og sætin þar ágæt. Farangursrýmið í bílnum er einn af stærstu kostum hans og hann flytur heil ósköp ef aftursæt- in er lögð niður. Það kom hressilega á óvart hvað hljómkerfi bílsins er gott með sína níu hátalara og gott var að stjórna því á stórum upplýs- ingaskjánum. Þar er einnig að finna mjög fínt upplýsingakerfi bílsins sem heitir nú Toyota Touch 2. Ekki mikið afl Sama 3,0 lítra dísilvélin er í bílnum, 190 hestafla, sem fæst bæði með 6-gíra beinskiptingu og 5-þrepa sjálfskiptingu. Bílinn má einnig fá með 4,0 lítra og sex strokka bens- ínvél sem er 249 hestöfl. Dísilvél- in sem flestir velja mengar nú 9% minna en áður þótt hestaflatalan sé sú sama. Bíllinn er á 17 tommu ál- felgum og VX útgáfan á 18 tommu álfelgum. Land Cruiser er vel búinn bíll tæknilega og drifbúnaðurinn mjög góður sem fyrr. Fyrir vikið er hann mjög seigur torfærubíll eins og Íslendingar þekkja svo vel. Þar á hann sér vart jafningja þó svo bílar Land Rover séu harðir samkeppnis- aðilar þar. Bíllinn er með sítengdu fjórhjóladrifi, stöðugleikastýr- ingu, góðri spólvörn og vökvastýrð- um hemlum. Allt virkar þetta með miklum sóma og því verður einkar fyrirhafnarlítið að aka bílnum þó svo færðin sé erfið. Í Land Cruiser eru nú komnar fjórar myndavél- ar sem gefa ökumanni fullkomna yfirsýn yfir umhverfi bílsins sem oft kemur sér vel á svo stórum bíl. Bíllinn er líka með stöðugleikastýr- ingu fyrir aftanívagna sem skynj- ar hvort eftirvagninn sveigist til og lagar bíllinn sig eftir því. Þetta kerfi á eftir koma mörgum vel hér á landi þar sem títt er að eigendur bílsins noti hann til dráttar. Ágætur í akstri en ekki fi mur Akstur Land Cruiser er ánægju- legur þótt fyrir því finnist hversu stór og þungur bíllinn er. Hann er enn með nokkuð groddalegar hreyfingar, en engu að síður finn- ur ökumaður fyrir miklu öryggi við akstur hans. Land Cruiser á langt í land í fimi í samanburði við margan jeppann, en hann er einfaldlega ekki hugsaður sem sportjeppi, hann er frekar traust vinnutæki, alger þjarkur sem skilar fólki á áfangastað hvern- ig sem færðin er án þess að bila á leiðinni. Það kunna Íslending- ar að meta og þess vegna selst hann svo vel. Vélin telst langt því frá öflug fyrir svo stóran bíl en góð sjálfskiptingin í bílnum hjálp- ar þó til. Það er erfitt að flýta sér mjög á þessum bíl en hugg- un harmi gegn að vita að maður kemst ávallt á áfangastað. Eitt af því sem alltaf hefur talist til mik- illa kosta Land Cruiser er hversu góður bíllinn er í endursölu og hann heldur virði sínu ótrúlega vel og selst á háu verði þó svo um eldri gerðir hans sé að ræða. Bíll- inn er jú ódrepandi og því eru svo margir enn þá á götunum og safna enn þá háum tölum á akst- ursmælinn. Land Cruiser er því alltaf góð kaup, en sannarlega ekki bíll sem höfðar til þeirra sem kjósa akstursgetu umfram annað. Verð Land Cruiser í sinni ódýrustu útgáfu er 9.920.000 og þar slær hann við flestum öðrum jeppum en Land Rover Dis covery kostar um 1.400.000 krónum meira og Audi Q7 ríflega þrem- ur milljónum meira. Verðlækk- un á nýjum BMW X5 gerir það að verkum að hann stendur Land Cruiser næst í verði og er nú um hálfri milljón dýrari. TRAUSTUR ÞJARKUR SEM FYRR Litlar breytingar en þó allar góðar og áfram má búast við að Land Cruiser höfði mjög til landans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.