Fréttablaðið - 11.02.2014, Side 12

Fréttablaðið - 11.02.2014, Side 12
11. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Skólastarf í leik-, grunn- og framhalds- skólum hefur þurft að þola óvæginn nið- urskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í „góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórnvöld halda alltaf fastar og fastar um pyngj- una. Tvö nýleg dæmi benda til þess að stjórnvöld hafi, og hafi lengi haft, rang- ar áherslur í menntamálum. Um daginn lýsti menntamálaráðherra því yfir að hann vildi hækka laun framhaldsskóla- kennara. Í fyrstu fagnaði ég, því það er löngu orðið tímabært. En svo runnu á mig tvær grímur. Til þess að hækka laun þeirra ætlar hann að fækka þeim. Annað dæmið eru leikskólasameining- ar í Reykjavík. Þá fækkaði meirihluti Samfylkingar og Besta flokks störf- um leikskólastjóra í Reykjavík með því að sameina leikskóla. Störf leikskóla- kennara og -stjórnenda eru síður en svo hálaunastörf og með aðgerðunum sendi meirihlutinn köld skilaboð til einnar mikilvægustu starfstéttar samfélags- ins. Þessi afstaða stjórnvalda felur bæði í sér skammsýni og virðingarleysi við fræðslu- og umönnunarstörf. Starf kennarans er margþætt. Fyrir utan að miðla þekkingu og fræðslu taka kennarar líka þátt í að móta og styrkja félagsþroska, færni og velferð nem- enda sinna. Kennsla er mannlegt fag og árangurinn oft illmælanlegur. Það dylst hins vegar engum, sem vill vita, að störf kennara eru ein mikilvægasta atvinnu- grein samfélagsins, sú arðbærasta og sú sem skilar hvað mestri velferð til lengri tíma litið, ef vel er að henni staðið. Með því að fjárfesta í samfélagi velsældar og framfara, þar sem börn fá athygli og menntun við hæfi, þurfum við að lyfta kennarastarfinu upp og veita kennur- um faglegt frelsi. Við þurfum því fleiri menntaða kennara á betri launum. Hve- nær ætla stjórnvöld að átta sig á því? Skammtað úr krepptum hnefa MENNTUN Líf Magneudóttir fulltrúi VG í skóla- og frístundaráði Rvk. ➜ Störf kennara verða sífellt fl óknari og á þá bætast sífellt fl eiri skyldur. Hávær krafa er um árangur og framfarir í skólastarfi en stjórn- völd halda alltaf fastar og fastar um pyngjuna. B orgarleikhússtjórinn er orðinn útvarpsstjóri og þjóðleikhússtjórinn hættir í haust. Það eru því breytingar framundan í báðum stóru leikhúsunum og eðlilega er fólk farið að velta því fyrir sér hverj- ir væru heppilegir kandídatar í djobbin. Ýmsir eru nefndir, en það sem mesta athygli vekur er að þeir sem til greina þykja koma þurfa helst að hafa menntun í menningar- stjórnun, minna virðist skipta að þeir hafi listrænan metnað eða hafi sýnt að þeim sé annt um endurnýjun og framþróun íslensks leikhússlífs. Á hinu bráðskemmtilega vefriti Reykvélinni fóru fyrir skemmstu fram umræður um hverjir myndu hreppa hnossin og þar var ríkjandi þessi til- hneiging til að útiloka alla sem ekki hafa MBA-gráðu, þótt þátttakendur haldi því raunar fram að það hafi verið paródía á umræðuna almennt. Karl Ágúst Þorbergsson skrifar góðan pistil á Reykvélina í tilefni umræðnanna og segir meðal annars: „Mér finnst hins vegar athyglisvert að umræða innan geirans, á meðal listafólksins, snýst meira um markaðsfræði og kortagesti en hvaða listrænu möguleikar felast í þessum lausu stöðum.“ Það er virkilega umhugsunarvekjandi. Þessi umræða er svo sem ekki bundin við leikhússtjóra- stöðurnar. Hvað eftir annað á undanförnum árum hefur listafólk beitt sér fyrir umræðum og málþingum um það hversu miklu hinar skapandi greinar skili til þjóðarbúsins í beinhörðum peningum. Umræða um listrænt gildi og þá ögrun sem í listinni á að felast hefur eiginlega alveg horfið í skuggann. Vissulega skýrist þessi umræða að stórum hluta af því hve þrengt hefur verið að skapandi greinum í fjár- framlögum ríkisins, en skýringarinnar er ekki eingöngu að leita þar. Hin mjög svo niðrandi og skilningssljóa skoðun að listir séu dútl og hobbí sem almennilegt vinnandi fólk eigi að líta niður á virðist hafa skotið rótum í hugskoti listamann- anna sjálfra og þeim virðist meira í mun að sanna að þeir séu að skaffa peninga en að þeir séu að skapa góða list. Það er frekar óhugnanleg þróun. Ef listamennirnir sjálfir hætta að trúa á gildi listarinnar sem byltandi afls í samfélaginu erum við virkilega búin að selja Satan sál okkar. Auðvitað er engan veginn þar með sagt að hugsunin um arðbærni drepi sjálfkrafa listrænan metnað, en þessi braut er samt ansi hættuleg. Það ætti að vera hægt að búa til blöndu sem virkar með hæfilegum hlutföllum af metnaði og gróðafíkn, en það eru samt voðalitlir sénsar teknir almennt í íslenskum leikhúsum, bókaútgáfu og svo framvegis, og hagnaðarvonin virðist æði oft taka völdin. Reyndar virðist mælikvarðinn á gildi íslenskra rithöfunda algjörlega vera farinn að snúast um framgang þeirra erlendis, en það er önnur og þó náskyld Ella. Listin sem markaðsvara fyrst og fremst virðist vera boðorð nútímans og engin teikn eru á lofti um að sú mantra sé á förum. Væri ekki ráð að nota þessa óvenjulegu stöðu í íslensku leikhúslífi til að starta umræðum og málþingum um hlutverk leikhúsanna, fram- tíðarstefnu og áherslur? Og í framhaldi af því að ráða leik- hússtjóra sem hafa skýra stefnu í þeim málum. Skiptir listrænn metnaður engu máli? Listin 2 – gróði 14 Fimm ára gamalt mjöl Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, svaraði fyrirspurn Marðar Árnasonar, þing- manns Samfylkingarinnar, um hvala- mjöl og hvalabjór Brugghúss Steðja ehf. í gær. Ráðherra hafði frestað réttaráhrifum ákvörðunar Heilbrigðis- eftirlits Vesturlands um sölustöðvun og innköllun hvalabjórsins þar sem „óvissa“ ríkti um lagagrundvöll hennar. Meðfylgjandi svari ráð- herrans eru umsagnir Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um málið. Báðar stofnanirnar telja að rétt hafi verið staðið að málum og ekki hafi verið rétt að fresta réttaráhrifum ákvörðun- arinnar. Það sem vekur mesta athygli í umsögnunum er að Matvæla- stofnun segir mjölið sem notað var í hvalabjórinn annaðhvort vera frá árinu 2009 eða 2010 og að stofnunin sinni engu eftirliti með framleiðslu og notkun mjölsins. Huggulegt? Teprur Alþingismennirnir okkar verða varla sakaðir um tepruskap eftir gærdaginn en þá lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um fegrunar- og lýtaaðgerðir á kynfærum kvenna. Þar var spurt meðal annars hversu margar lýtaaðgerðir væru gerðar árlega á kynfærum kvenna og hversu margar þeirra á skapabörmum. Einnig hversu margar aðgerðir væru til þrengingar á leggöngum og hversu margar hvíttunaraðgerðir í kringum endaþarm og kynfæri. Það er líklegast óumdeilt að þróun þessara mála er uggvænleg, sér í lagi ef svar heil- brigðisráðherra leiðir í ljós mikla fjölgun á þessu sviði. Það er hins vegar óneitanlega tilhlökkunarefni þegar svar við fyrirspurninni liggur fyrir að fylgjast með umræðu um málið meðal þingmanna á hinu háa Alþingi. fanney@ frettabladid.is Löður er með á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.