Fréttablaðið - 11.02.2014, Page 20
11. FEBRÚAR 2014 ÞRIÐJUDAGUR4 ● 112 Ekki hika – hringdu til öryggis
Aðstæður að vetrarlagi geta
verið virkilega erfiðar og því
mikilvægt að búnaður sé góður
og ferðamenn hafi kunnáttu til
að nota hann.
Helsti búnaður göngu-
manns
• Fatnaður, innsta lag úr ull eða
góðum gerviefnum, miðlag úr
flís/ull og ysta lag úr vind- og
vatnsheldu efni.
• Góðir gönguskór.
• Bakpoki með nesti, aukafatn-
aði, fjarskiptatækjum og neyð-
arskýli.
• Ísöxi, mannbroddar, snjóflóða-
ýlir, snjóflóðastöng og skófla.
• Kort, áttaviti og GPS-tæki.
• Sjúkrabúnaður.
Helsti búnaður
vélsleðamanns
• Góður nærfatnaður (ull/gervi-
efni), millilag úr flís eða ull og
sleðagalli eða vatns- og vind-
heldur fatnaður yst.
• Góður skófatnaður, hjálmur,
brynja og hnéspelkur.
• Snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng,
skófla og snjóflóðabakpoki.
• Áttaviti, landakort og GPS-
tæki.
• Jöklasprungukort sé ferðast
um jökla.
• Fjarskiptatæki, sími, talstöð
eða annað.
• Svefnpoki, varpoki eða neyð-
arskýli.
• Rekstrarvörur fyrir sleðann,
dráttartóg og helstu verkfæri.
• Sprungubjörgunarbúnaður sé
ferðast um jökla.
Helsti búnaður jeppamanns
• Fatnaður, innsta lag úr ull eða
góðum gerviefnum, miðlag úr
flís/ull og ysta lag úr vind- og
vatnsheldu efni.
• Fjarskiptatæki, GPS-tæki,
landakort, jöklasprungukort og
sjúkrabúnaður.
• Tappasett, góð skófla, teygju-
spotti, viðgerðar- og aukahluta-
sett.
• Vöðlur, kastlína, járnkarl, viftu-
reim, olíur.
• Sprungubjörgunarbúnaður sé
ferðast um jökla.
• Góður félagsskapur á öðrum
jeppa.
Finna má ítarlegri og fleiri tegundir
búnaðarlista á safetravel.is.
Búnaðarlistinn þinn
Hin heilaga þrenning, það er snjóflóðaýlir, stöng og skófla á alltaf að vera
með sé farið til fjalla að vetrarlagi.
Áður en lagt er í ferðalag, sérstaklega að vetri
til, er gott ráð að kanna aðstæður með því að
skoða vef Vegagerðarinnar. Þar má kynna
sér færð og veður á þeirri leið sem fara á um.
Ef vegfarandi er í vafa um aðstæður er ekki
síður gott ráð að hringja í síma 1777 og fá nýj-
ustu upplýsingar og ráðleggingar.
Upplýsingaþjónustan sem svarar í síma
1777 er opin á veturna frá kl. 6.30 til 22.00.
Margháttaðar upplýsingar er að finna á
vefnum. Færðarkortið segir til um ástandið
á vegakerfinu, er hálka, hálkublettir, er skaf-
renningur eða þæfingur eða þungfært? Eða
er einfaldlega ófært? Fyrir þá sem mikinn
áhuga hafa á ástandinu má þarna kafa dýpra
og kanna umferðina á vegunum, vindhraðann
og hitastigið. Og enn má kafa dýpra í vefinn
og sjá þar líka vindátt, daggarmark og fleira
nokkra sólarhringa aftur í tímann. Þá er líka
hægt að skoða ástandið eins og það lítur út
í vefmyndavélum Vegagerðarinnar en þær
er nú að finna á um 109 stöðum á landinu og
mun þeim stöðum fjölga um 10-15 í ár.
Vegasjá gefur einnig færi á að sjá í einni
sviphendingu til dæmis hvort vindasamt sé,
því ef hviður eru miklar sést það strax í sjánni.
Þar má einnig komast inn á vefmyndavélarnar.
Snjómokstursreglur Vegagerðarinnar eru
viðamiklar og er allar að finna á vef Vega-
gerðarinnar. En heppilegt getur verið að
kynna sér þær vel áður en lagt er af stað til
að vita hversu lengi þjónustan varir fram á
kvöldið til dæmis, eða hvort þjónusta sé þann
dag sem leggja á í ferðalag. Þær upplýsingar
fást einnig í síma 1777.
Ef búið er að loka má hringja í símsvara til
að fá upplýsingar í síma 1779 fyrir íslenskan
símsvara og 1778 fyrir símsvara þar sem upp-
lýsingarnar eru lesnar á ensku.
Gleymist þetta en snjallsími er með í för
má fá stóran hluta þessara upplýsinga á far-
símavef Vegagerðarinnar sem er að finna á
slóðinni vegagerdin.is. Einnig má benda á
vedur.is, belgingur.is og veðurappið.
Upplýsingar um færð og veður
Jón Albert Jónsson lenti í
hrakningum á Öxnadalsheiði í
desember en með góðri hjálp
björgunarsveita komst hann
yfir heiðina og náði meira að
segja flugi í Keflavík.
Hinn 3. desember 2013 var Jón Al-
bert Jónsson að huga að suðurferð
en hann hafði þá dvalið í nokkrar
vikur með fjölskyldu sinni á Akur-
eyri. Stefnan var sett á Keflavík
þar sem hann átti flug klukkan 9
að morgni.
„Ég ætlaði að fara af stað klukk-
an 2 um nóttina. Ég fylgdist vel
með vef Vegagerðarinnar og vissi
að spáin var fremur leiðinleg en
færðin virtist þó í lagi. Þegar ég
sá að veðrið var farið að versna um
kvöldið ákvað ég að fara fyrr af
stað og lagði í hann klukkan hálf
tólf,“ segir Jón Albert sem er sjó-
maður og starfar fyrir erlent fyr-
irtæki víða um heiminn og í tvo
mánuði í senn.
Jón Albert hefur haft það fyrir
sið að leigja bílaleigubíl til að kom-
ast suður enda gefur það honum
aukalegan tíma með fjölskyldunni
sem hann þyrfti annars að eyða í
bið í Reykjavík.
„Um leið og ég kom út úr
bænum var komið leiðindaveð-
ur og skóf mjög hratt í. Þegar ég
var rúmlega hálfnaður upp Bakka-
selsbrekku fann ég að ég var við
það að festa mig. Til að verða ekki
fyrir á veginum tók ég ákvörðun
um að fara út í kant og þar kolfesti
ég mig,“ lýsir Jón Albert sem var á
fjórhjóladrifnum fólksbíl.
Nú var illt í efni en þó vildi svo
vel til að Jón Albert var vel búinn
eins og hann er raunar ávallt enda
vanur útivistarmaður. „Ég hringdi
í 112 og þeir höfðu upplýsingar
um að björgunarsveitin í Varma-
hlíð væri að aðstoða fólk hinu-
megin á heiðinni. Ég hef líklega
beðið eftir þeim í einn og hálfan
tíma en það fór ekki illa um mig
enda gat ég haft bílinn í gangi.
Þá komu þeir með bíl í eftirdragi
yfir heiðina, skiluðu honum niður
af heiðinni og komu svo að hjálpa
mér,“ segir Jón Albert sem er afar
þakklátur björgunarsveitarmönn-
unum sem gerðu sér lítið fyrir og
komu honum alla leið yfir heiðina.
„Þeir höfðu fréttir af því að færð-
in væri í lagi hinumegin við heið-
ina og hengdu mig því aftan í hjá
sér og drógu mig yfir,“ segir Jón
Albert sem sjálfur sat við stýrið í
þá rúmu tvo tíma sem ferðalagið
tók. „Bíllinn dinglaði bara aftan í
þeim enda var snjórinn svo mikill
að björgunarsveitin hafði fest sig
þrisvar meðan þeir voru að draga
mig upp úr.“
Jón Albert þakkaði björgunar-
sveitarmönnunum kærlega fyrir
alla hjálpina enda þótti honum
ekkert sjálfsagt að þeir nenntu að
þvæla honum alla þessa leið bara
til að hann næði flugi í tæka tíð.
Eftir að af heiðinni var komið gekk
ferðalagið ágætlega utan þess að
hjólaskálar og vélarrúm bílsins
voru full af snjó og því þurfti Jón
Albert að stoppa á leiðinni til að ná
sem mestu burt.
„Hjálpin og þjónustan sem ég
fékk var alveg frábær. Ég á 112
og björgunarsveitunum mikið að
þakka enda ekki nema fjögur ár
síðan þyrla þurfti að sækja mig
inn í Glerárdal eftir að ég hrygg-
brotnaði í vélsleðaslysi,“ segir Jón
Albert sem rétt náði fluginu sínu
til Noregs.
Á 112 mikið að þakka
Jón Albert er mikill útivistarmaður og stundar til að mynda vélsleðasportið af miklum móð. Hér er hann á góðri stundu með syni sínum.