Fréttablaðið - 11.02.2014, Side 22
11. FEBRÚAR 2014 ÞRIÐJUDAGUR6 ● 112 Ekki hika – hringdu til öryggis
Vegna styrkingar krónunnar
býður Arctic Trucks nú hina
áreiðanlegu og eyðslugrönnu
FXNytro M-TX sleða með 100
þúsund króna afslætti!
www.yamaha.is
Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900
María Theodórsdóttir er neyðarvörður
hjá Neyðarlínunni 112. Hún segir
mikilvægt að innhringjendur gefi
hnitmiðaðar og skýrar upplýsingar.
„Góðar upplýsingar skipta sköpum og flýta
fyrir tafarlausri aðstoð,“ segir María sem
flokkar mikilvægar upplýsingar frá inn-
hringjendum í fjögur H.
„H-in fjögur eru Hvar, Hver, Hvað og
Hvenær. Hvar er mikilvægast að vita því án
heimilisfangs eða staðsetningar er erfitt að
senda aðstoð af stað. Því næst þarf að koma
fram hvað er í gangi og meta hvort um lífs-
ógn sé að ræða eða hvort aðstoðin þoli bið en
góð meðvitund og eðlileg öndun eru fyrstu
vísbendingar í því samhengi.“
Að sögn Maríu þarf jafnframt greinar-
góðar upplýsingar um hinn veika eða slas-
aða frá innhringjendum.
„Til dæmis er brýnt að vita aldur og
kyn þess sem þarfnast hjálpar því þá vita
sjúkraflutningamenn við hverju þeir mega
búast. Undirbúningur á leiðinni og fyrstu
inngrip þeirra á vettvangi geta verið mis-
munandi eftir því hvort nítján ára stúlka
eða sextugur karlmaður er í hjartastoppi.
Því er aðkallandi að innhringjendur vinni
með okkur og svari mikilvægum spurning-
um eftir bestu getu.“
María segir innhringjendur stundum í
miklu uppnámi og eiga erfitt með að koma
upplýsingum frá sér.
„Við þurfum að ná tengingu við innhringj-
endur og gerum það með því að fá nöfn
þeirra. Með því verður auðveldara að ná til
þeirra sem eru í uppnámi, fá mikilvægar
upplýsingar og það hjálpar okkur að hjálpa
þeim. Eins getur verið gagnlegt að fá upp-
lýsingar um hvernig þeir tengjast atburði
eða einstaklingi í neyð og hvort þeir þekki
sjúkrasögu hans.“
Mikilvægt sé að innhringjendur haldi
ró sinni og gefi skýrar og hnitmiðaðar upp-
lýsingar.
„Dæmi um greinargott símtal gæti verið:
„Mig vantar sjúkrabíl á Sólskinsgötu 2, íbúð
202, vegna fimmtugs manns í hjartastoppi.“
Með því kæmi fram staðsetning, aldur, kyn
og ástand í einni setningu og við gætum sent
aðstoð strax,“ segir María sem í starfi neyð-
arvarðar reynir að hafa greinargóðar upp-
lýsingar til reiðu á innan við 90 sekúndum.
Mikilvægt sé þó að innhringjandi slíti ekki
símtali við neyðarvörð fyrr en hann hefur
fengið nægar upplýsingar eða leiðbeint inn-
hringjanda þar til aðstoð berst.
„Sumum þykir dýrmætur tími fara í
samtal við neyðarvörð á ögurstundu en
við getum sent aðstoðina af stað þótt inn-
hringjandi sé enn að gefa upplýsingar í
síma. Við viljum svo vera með innhringj-
anda í símanum þar til aðstoð berst, séu að-
stæður þess eðlis, því þá getum við fylgst
með atburðarás og verið innhringjanda
innan handar með leiðbeiningar. Dæmi
um slíka aðstoð eru leiðbeiningar um end-
urlífgun, vegna aðskotahlutar í hálsi, fæð-
ingar og fleira.“
Hægt er að senda SMS í 112 ef símasam-
band er lélegt eða lítið eftir á rafhlöðu. Því
miður er ekki hægt að senda SMS úr símum
með erlend SIM-kort.
„SMS var upphaflega hugsað fyrir mál-
lausa og heyrnarskerta en nýtist einnig
þeim sem geta ekki tjáð sig í síma vegna til
dæmis ofbeldis þar sem þeir óttast frekari
skaða. Það þýðir þó ekki að senda eingöngu
ákallið „Hjálp!“; við þurfum sömu upplýs-
ingar um Hvar, Hver, Hvað og Hvenær. Við
sendum svo alltaf SMS til baka en stundum
getur orðið um eintal að ræða sé símasam-
band slæmt og skiptir þá máli að senda eins
ítarlegar upplýsingar og kostur er til Neyð-
arlínunnar,“ segir María.
Hvernig talar þú við neyðarvörð 112?
María Theodórsdóttir er neyðarvörður hjá Neyðarlínunni 112. MYND/GVA
Við leit og björgun skiptir hver
mínúta gífurlega miklu máli og
hefur í því sambandi mikla þýð-
ingu ef hægt er að staðsetja þann
sem leitað er að með einföldum
hætti. Landhelgisgæslan hefur
um tíma tekið þátt í þróun og próf-
un tækjabúnaðar sem mun nýtast
við slíkar aðstæður. Skilyrði fyrir
notkuninni er að sá týndi sé með
kveikt á GSM-síma.
Um er að ræða færanlega GSM-
móðurstöð með fylgibúnaði sem
staðsett er í þyrlu. Með búnaðin-
um verður hægt að staðsetja þann
týnda með töluverðri nákvæmni
á skömmum tíma. Flogið er með
stöðina um leitarsvæðið og búin
til GSM-þjónusta til þess að vekja
símann og hefur hann sjálfkrafa
samband við GSM-kerfið um borð
í þyrlunni. Síminn er þannig mið-
aður út og eru þá björgunaraðilar
komnir með staðsetningu.
Í neyðartilvikum má koma upp
bráðabirgða-GSM-þjónustu á leit-
arsvæðinu. GSM-handtæki sem
lendir í dreifigeisla móðurstöðv-
arinnar skráir sig inn á hana sjálf-
virkt og án aðkomu þess sem ber
tækið á sér.
Hugmyndina fékk Óskar Val-
týsson, fjarskiptastjóri hjá Lands-
virkjun, þegar hann fylgdist með
umfangsmikilli leit fyrir nokkrum
árum. Segir hann verkefnið hafa
verið í þróun og vinnslu í rúmlega
tvö ár og eru Landhelgisgæslan
og Landsvirkjun bakhjarlar þess.
Hugbúnaðarfyrirtækið Rögg ehf.
hefur borið hita og þunga af þróun
kerfisins en tryggingafélögin VÍS,
TM og Vörður styrkja verkefnið.
Tækjabúnaður sem
flýtir leit og björgun
GSM-móðurstöðin er inni í þyrlunni
en loftnet er fest upp á meðan á leit
stendur.