Fréttablaðið - 17.02.2014, Page 54

Fréttablaðið - 17.02.2014, Page 54
17. febrúar 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Traustur vinur með Upplyftingu, því traustur vinur getur gert kraftaverk.“ Björn Ingi Halldórsson, hönnuður vefjanna Vinur.is og Makaleit.is. MÁNUDAGSLAGIÐ „Brettin sem listaverkin okkar prýða eru komin í sölu,“ segir listamaðurinn Margeir Dire Sigurðsson en hann ásamt Georg Óskari Giannakou dakis mynda saman listamanna- tvíeykið Góms. Þeir hönnuðu listaverk sem prýðir snjóbretti sem íþróttavörumerkið Head hefur sett í sölu. Head er þekkt merki í íþróttaheiminum og þá sérstaklega í vetraríþróttaheim- inum. Svissneska snjóbrettadívan Sina Candrian notar bretti sem verk Góms prýðir á Vetraról- ympíuleikunum í Sotsjí. „Það er gaman að sjá svona virtan snjó- brettakeppanda nota bretti með okkar listaverki,“ segir Margeir léttur í lundu. Þeir félagar eru æskuvinir og hafa unnið saman í mynd- list í allmörg ár. Fyrir utan brettalistaverk vinnur Margeir hörðum höndum við að skreyta veggina sem umlykja hjarta- garðinn á milli Laugavegs og Hverfisgötu. „Ég er einnig að vinna í því að opna eigið gall- erí og verslun sem mun heita 33, enda stendur sú aðstaða við Laugaveg 33,“ útskýrir Margeir. Þá er Georg Óskar með sýningu í Reykjavík Art Gallery, við Skúlagötu 30. - glp Íslensk listaverk prýða snjóbretti í Sotsjí Tveir Íslendingar hönnuðu listaverk á snjóbretti frá íþróttavörufyrirtækinu Head. SAMVINNA Margeir Dire Sigurðsson og Georg Óskar Giannakoudakis, ásamt Míu Margeirsdóttur, vinna vel saman og skipa listamannatvíeykið Góms. MYND/EINKASAFN Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, konan á bak við hönnunarmerkið Gyðja Collection, hlýtur heiðursverðlaun á virtu verðlaunahátíðinni Expy Awards í New York sem fer fram í byrjun apríl. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi störf sín við að deila reynslu sinni og þekk- ingu til annarra, meðal annars með námskeiðunum Konum til athafna, Empower Women og upp úr bók- unum tveimur sem hún skrifaði ásamt fleiri sérfræðingum úr við- skiptalífinu hvaðanæva úr heim- inum, The Next Big Thing og The Success Secret. Þá mun margverð- launaði rithöfundurinn Brian Tracy einnig fá heiðursverðlaun. Sigrún Lilja fór af stað með nám- skeiðin Konur til athafna fyrir rúmu ári og í kjölfarið fer hún af stað með alþjóðleg samtök þar sem stefnt er að því að hvetja konur til athafna úti í heimi, þá r sérstaklega hugsað um að sníða það að þörfum kvenna í þriðja heims löndunum. Hug- sjón Sigrúnar Lilju með Konum til athafna er að hvetja konur til dáða, að vera óhræddar við að láta til sín taka og fylgja draumum sínum eftir, hverjir svo sem þeir eru. Aðspurð segist Sigrún vera mjög upp með sér yfir verðlaununum. „Sérstaklega fyrir þær sakir að ég er talin með í hópi svona mikils metinna einstaklinga. Ég stefni að sjálfsögðu á að mæta til að taka á móti verðlaunastyttunni en vegna mikilla anna hjá Gyðju Collection á þessum tíma er ekki enn öruggt að ég muni sjá mér fært að mæta,“ segir Sigrún Lilja. - lkg Hlýtur heiðursverðlaun Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, konan á bak við Gyðju Collection, nýtur mikillar velgengni erlendis. SIGURSÆL Sigrún Lilja fékk verðlaun í Los Angeles árið 2011. MYND/EINKASAFN ➜ Sigrún Lilja hafði áður fengið tvenn verðlaun í Los Angeles, árin 2011 og 2012. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeist- ara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerk- inu María Ke Fisherman á tísku- sýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merk- ið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tón- leikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þann- ig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeistur- um til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarð- anir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskipt- um á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förð- un í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hár- greiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hár- greiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrj- aði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég flutt- ist hingað. Ég er með bandarísk- an ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunám- ið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hár- greiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls stað- ar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla mennt- un og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“ ugla@frettabladid.is Spillir ekki að byrja á New York Fashion Week Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá María Ke Fisherman, en Tinna Empera Arlexdóttir var yfi rförðunarmeistari á fyrstu tískusýningu merkisins í New York. Merkið er spænskt og hefur fengið verðlaun hjá Vogue og Style. FRÁBÆR LÍFSREYNSLA Tinna Empera Arlexdóttir ásamt samstarfskonu á New York Fasion Week. MYND/ÚR EINKASAFNI. STUTT Í STÓRU STUNDINA Fyrirsæta í sminki á New York Fashion Week. MYND/ÚR EINKASAFNI. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu. Tinna Empera Arlexdóttir ➜ Svissneska snjóbrettadívan Sina Candrian notar bretti sem verk Góms prýðir á Vetrar- ólympíuleikunum í Sotsjí.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.