Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 6
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VIÐSKIPTI Gangi tillaga stjórnar Íslandsbanka eftir verður 40 pró- sentum af ríflega 23 milljarða hagnaði bankans á síðasta ári varið til greiðslu arðs til hluthafa. Þetta kemur fram í uppgjöri bankans sem birt var í gær. Arðgreiðslan næmi þá tæplega 9.228 milljónum króna og rynni að stærstum hluta (8.766 milljónir króna) til þrotabús Glitnis banka, sem á 95 prósent í Íslandsbanka. Afgangurinn rynni til ríkisins sem á fimm pró- senta hlut, eða 461,4 milljónir króna. Í uppgjörinu koma einnig fram upplýsingar um launakjör stjórnar og æðstu stjórn- enda. Árslaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, fóru úr 31,5 milljónum króna í 36,4 millj- ónir milli 2012 og 2013. Hækkunin nemur 15,6 prósentum og samsvar- ar því að mánaðarlaun hafi farið úr rúmum 2,6 milljónum króna í rúmar 3 milljónir á mánuði. Hækkunin er hins vegar heldur meiri ef tekið er tillit til árangurstengdra greiðslna upp á 3,6 milljónir króna. Að laun- um Birnu meðtöldum nema launa- greiðslurnar 40 milljónum króna og hækkuðu um 27 prósent milli ára. Árið 2012 voru engar árangurs- tengdar greiðslur, hvorki til banka- stjóra né til sjö framkvæmdastjóra bankans. Heildargreiðslur til þeirra fóru úr 171,7 milljónum 2012 í 198,9 milljónir 2013. Eru þá taldar með árangurstengdar greiðslur upp á 18,2 milljónir króna og aukning milli ára nemur 15,8 prósentum. Að árangurstengdu greiðslunum frátöldum er hlutfallsleg launa- greiðsluaukning til fram- kvæmdastjór- anna 5,2 prósent og laun þeirra voru að jafnaði tæpar 2,2 milljónir króna á mánuði í fyrra. Fram kemur í uppgjörinu að árangurstengdar launagreiðslur bankans byggi á reglum Fjár- málaeftirlitsins, sem setji slíkum greiðslum þröngan ramma. olikr@frettabladid.is BIRNA EINARSDÓTTIR Stjórnin leggur til 9,2 milljarða arðgreiðslu Íslandsbanki hagnaðist um 23,1 milljarð króna á síðasta ári. Hagnaður dregst saman um 1,5 prósent milli ára. Laun bankastjóra Íslandsbanka hækkuðu um 15,6 prósent milli 2012 og 2013. Greiðslur til sjö framkvæmdastjóra jukust um 5,2 prósent. Íslandsbanki hagnaðist um 23,1 milljarð króna á árinu 2013 samkvæmt upp- gjöri sem birt var í gærmorgun. Afkoman er rétt undir afkomu fyrra árs, þegar hagnaðurinn nam 23,4 milljörðum. „Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 14,7 prósent á árinu samanborið við 17,2 prósent árið 2012,“ segir í uppgjörs- tilkynningu. Minni arðsemi er fyrst og fremst sögð skýrast af hækkun eigin fjár sem nemi 14,4 prósentum milli ára. „Skattar og gjöld greidd til ríkis og stofnana námu samtals 12,4 milljörðum króna á árinu, samanborið við 9,2 milljarða króna 2012, sem er hækkun um 34 prósent á milli ára.“ Haft er eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að 2013 hafi verið gott ár hjá bankanum. Auknar álögur á bankann dragi hins vegar úr hagnaði. Hún bendir á að greiddur hafi verið bankaskattur upp á 2,3 milljarða króna á árinu. Auknar álögur sagðar draga úr hagnaði Liður 2012 2013 Breyting Vaxtatekjur 32.940 28.430 -13,7% Rekstrarhagn. 47.649 42.597 -10,6% Hagn. f. skatt 26.432 30.008 13,5% Hagnaður 23.418 23.069 -1,5% Eignir 823.375 866.009 5,2% *Stærðir eru í milljónum króna. ÚR ÁRSUPPGJÖRI ÍSLANDSBANKA FYRIR 2013* Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. BORGARMÁL Framboðslistakosn- ingar vegna borgarstjórnarkosn- inganna í Reykjavík standa yfir hjá Pírötum. Hægt er að taka þátt í prófkjörinu þangað til í lok dags þann 22. febrúar. Úrslit verða til- kynnt daginn eftir. Tveir vilja fyrsta sætið, þeir Þórgnýr Thoroddsen og Halldór Auðar Svansson. Tvær konur bjóða sig fram í fyrsta til annað sætið, þær eru Arndís Einarsdóttir og Þórlaug Ágústsdóttir. Samkvæmt lögum Pírata í Reykjavík hafa þeir kosningarétt sem höfðu verið skráðir 23. janú- ar síðastliðinn eða fyrr, hvort sem er í Pírata í Reykjavík eða móður- félagið. Kosningin er rafræn. Raðað er eftir sætum sem frambjóðendur segjast falast eftir. Röðun kjós- enda á lista er ekki endanleg fyrr en kosningu lýkur. Fram til þess tíma geta kjósendur alltaf endur- raðað eins og þeim sýnist, það er ef þeim snýst hugur um hvernig þeir vilja hafa listann. - jme Píratar velja frambjóðendur til borgarstjórnarkosninga rafrænt á netinu: Tveir berjast um fyrsta sætið UNDIRBÚA FRAMBOÐ Píratar eru þessa dagana að velja á framboðslista í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosning- arnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 1. Hvaða leikrit Þjóðleikhússins verð- ur í beinni útsendingu á RÚV? 2. Hvað fá margir hælisleitendur þjón- ustu hjá Reykjavíkurborg? 3. Hvaða íslenskum stílista var boðið að starfa á sýningu Kenzo? SVÖR: SAMGÖNGUR Framhald verður á til- raunaverkefni þar sem hótelgestum gefst kostur á að nýta sér þjónustu Strætó bs. Í mars í fyrra sömdu Hilt- on Reykjavík Nordica og Reykjavík Natura við Strætó um kaup á far- miðakortum fyrir gesti sína. „Við lítum á þetta sem hluta af þjónustunni,“ segir Ingólfur Haraldsson, hót- elstjóri á Hilt- on. Um leið lagði hótelið af skutlþjónustu. Nú segir Ingólfur þjónustuna aukna, enda hafi hótelið ekki getað boðið upp á þá tíðni ferða sem Strætó geri. „Og gestir nýta sér þetta töluvert vel.“ Ingólfur segir kostnað hótels- ins vegna ferða gesta líkast til svipaðan og áður. „En þetta er líka hluti af því að vinna eftir grænum stöðlum og vistvænum. Þar leika almenningssamgöngur hlutverk.“ Um leið batni nýting strætisvagna utan háannaferðatíma heimafólks. Heilt yfir segir Ingólfur verk- efnið hafa gefist vel, enda ferða- fólk utan úr heimi alvant því að nýta almenningssamgöngur. Eina umkvörtunarefnið sé að strætó byrji ekki að ganga fyrr en á hádegi á sunnudögum. „Og það held ég að hljóti að vera eins- dæmi í almenningssamgöngum í heiminum,“ segir hann. „En þetta snýr náttúrlega að fleirum en gest- um okkar, svo sem fólki sem mæta þarf í vinnu á sunnudögum.“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, upp- lýsingafulltrúi Strætó, segir tilraun- ina hafa mælst vel fyrir. „Með vor- inu ætlum við í aukna kynningu á þessu og fá fleiri hótel með,“ segir hann. - óká Strætó stefnir að fleiri samningum við hótel um kaup á farmiðakortum: Eini gallinn er sunnudagsakstur INGÓLFUR HARALDSSON SVÍÞJÓÐ Sífellt fleiri karlar fædd- ir utan Svíþjóðar aðhyllast stefnu Svíþjóðardemókratanna. Niður- stöður nýrrar könnunar sænsku hagstofunnar sýna að 7,3 prósent þeirra fylgja flokknum. Sví- þjóðardemókratar vilja draga úr straumi innflytjenda um 90 prósent. Sænska ríkisútvarpið hefur það eftir manni af írönskum uppruna að þótt hann sé innflytjandi þýði það ekki að hann vilji fleiri inn- flytjendur til Svíþjóðar. - ibs Innflytjendur í Svíþjóð: Styðja Svíþjóð- ardemókrata VEISTU SVARIÐ? 1. Englar alheimsins. 2. Fimmtíu. 3. Huldu Halldóru Tryggvadóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.