Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 46
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 30 Örn Úlfar Sævarsson @ornulfar Hvernig á maður að geta unnið í Skrafli þegar andstæðingur- inn má nota orð eins og ‚bankarot‘ en ég get ekki notað ‚ísexi‘. #arg #ordaleikur Dagur B. Eggertsson @Dagurb Landbúnaðar- stefnan getur orðið verulega atvinnuskapandi. Margir fá væntanlega vinnu við að leita að geitaosti á gestum Listahátíðar í vor. TÍST VIKUNNAR Margrét Erla Maack @mokkilitli er ennþá með fleiri followera en @sigmund- urdavid. Hann hefur ekkert gert á twitter síðan 5. des. Steinþór Helgi @StationHelgi Tillaga að ára- mótaskaupi: Endursýna viðtal Gísla Marteins við SDG #sunnudagur Svandís Svavarsdóttir @svasva Illugi segir frá því hvernig hann mótmælti mannréttinda- brotum gegn hinsegin fólki í Rússlandi. #not #alþingi Björn Bragi @bjornbragi Sigurvegarinn í Ísland Got Talent ætti að fá í verð- laun að eiga sigurvegarann í Biggest Loser. Þá gæti þáttur- inn heitið Talent Got Loser. Bragi Valdimar @BragiValdimar Hvar fær maður svona yfirdrifin skautaglit- klæði fyrir fullvaxna? #olruv Unnur Eggertsdóttir @UnnurEggerts Ég held að við Kevin Spacey gæt- um verið svoldið flott par. Ólafur Arnalds @OlafurArnalds I think I just managed to get a sunburn from standing in the shadows for too long … Australia! Stefán Hilmarsson @stefanhilmars Óneitanlega svekkjandi að sjá fulltrúa Zimbabwe fara hraðar niður skíðabrekku en fulltrúa Íslands … #olruv ➜ Tískuvikan í New York er nýafstaðin og var greinilegt hvaða förðun- artrend verða áberandi næsta haust og vetur - djörf augnmálning og áberandi varalitir. Heitustu förðunartrendin á tískuvikunni í New York AL TU ZA RR A N IC O LE M IL LE R RE BE CC A M IN KO FF RO D AR TE „Ég var að skoða gömul ballett- myndbönd á YouTube þegar það poppaði upp auglýsing frá Ball- ettskóla Guðbjargar Björgvins þar sem voru auglýstir tímar í fullorðinsballett. Ég trúði varla mínum eigin augum, ég var svo glöð,“ segir Maria Polgáry, nem- andi í fullorðinsballett í Ball- ettskóla Guðbjargar Björgvins. Maria fór í prufutíma, og hefur sótt tíma tvisvar í viku í tvö eða þrjú ár. „Ég var búin að leita svo lengi að skóla sem kenndi fullorð- insballett, án árangurs, að ég gafst upp fyrir nokkrum árum. Ég var þrítug, og hugsaði sem svo að ég ætti aldrei eftir að finna neinn sem vildi kenna mér ballett af því að ég væri allt of gömul.“ Maria æfði handbolta þegar hún var lítil. „Ég æfði handbolta í fimm eða sex ár. Á táningsaldri dansaði ég líka hipphopp og smá salsa. Síðan prufaði ég ballettinn þegar ég var sextán ára, og hann smellpassaði fyrir mig. Það er besti dansinn fyrir mig. En mér fannst kennarinn ekki skemmti- legur, svo ég hætti. Ég saknaði þess samt að dansa ballett í mörg, mörg ár. Það er eitthvað í eðli ball- ettsins sem höfðar sterkt til mín. Hreyfingarnar eru svo fallegar og harmónískar, fullkomin blanda af aga og frelsi. Það er eitthvað rosalega fallegt við þetta,“ segir Maria. Guðbjörg Björgvinsdóttir ball- ettkennari hefur boðið upp á ball- ett fyrir fullorðna í mörg ár. „Í gegnum árin hafa mestmegnis konur komið á námskeiðin. Einn og einn karlmaður hefur slæðst með. Aldur þátttakenda hefur verið frá tvítugu og upp í konur á sjötugsaldri. Þetta er bæði fyrir algjöra byrjendur, og einnig fyrir aðra sem hafa verið í ballett áður og vilja rifja upp sporin og vera í hefðbundnum balletttímum. Það er alltaf töluverður fjöldi sem sækir þessa tíma. Í ballett eru bæði liðk- andi og styrkjandi æfingar.“ Auk Ballettskóla Guðbjargar Björgvins er hægt að æfa klass- ískan ballett fyrir fullorðna í Ball- ettskóla Sigríðar Ármann. Einnig er boðið upp á svokallað Ballet Fit- ness í Hreyfingu og í Ballettskóla Eddu Scheving. ugla@frettabladid.is Hélt að enginn vildi kenna þrítugri konu ballett Maria Polgáry trúði vart sínum eigin augum þegar hún sá auglýsingu frá Ball- ettskóla Guðbjargar Björgvins um balletttíma fyrir fullorðna byrjendur. REYNSLUBOLTI Guðbjörg hefur áratuga- langa reynslu af því að kenna ballett. Hér er hún ásamt Mariu. BALLETT FYRIR ALLA Maria starfar sem þýðandi og höfðar ballettinn til hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Í Bandaríkjunum er boðið upp á tíma þar sem pílatesi er blandað saman við ballett. Fræga fólkið hefur hópast í þessa tíma. Til dæmis: • Zooey Deschanel • Ginnifer Goodwin • Kelly Ripa • Christina Ricci • Sarah Michelle Gellar • Madonna ➜ Frægt fólk og ballett Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI LÍFIÐ 21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.