Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 54
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 „Besti bitinn í bænum er pönnu- kaka með rjóma og rabarbarasultu á Tíu dropum! Nom, nom, nom.“ Nanna Árnadóttir rithöfundur BESTI BITINN ÁHRIFAMIKIÐ Krakkarnir sem tóku þátt í auglýsingunni voru þrjátíu talsins og stóðu sig eins og hetjur í miklum kulda og roki í Grindavík. MYNDIR/GASSI MÆLI EINDREGIÐ MEÐ HENNI SANNLEIKURINN Í MÁLI HARRYS QUEBERT EFTIR JOËL DICKER „Þú getur ekki hætt“ ELLE Friðrik Rafnsson íslenskaði. D YN A M O R E YK JA VÍ K „Hrikalega skemmtileg lesning. Fyrir alla.“ EGILL HELGASON, KILJUNNI Stöðugar vendingar! Síðustu 100 síðurnar eru rosalegar! – KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, KILJUNNI 1. SÆTI METSÖLULISTI EYMUNDSSO N 13.02.14 til 19.02.14 „Tökurnar gengu eins og í sögu. Það var kalt úti og rok en krakkarnir stóðu sig alveg ótrúlega vel,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi, en sam- tökin voru að ljúka við að vinna umfangs- mikla auglýsingaherferð til að vekja athygli á ömurlegu hlutskipti flóttamanna í heiminum. Unicef, í samvinnu við Íslensku auglýs- ingastofuna og True North, sáu um verk- efnið en um 80 manns komu að verkefninu í sjálfboðavinnu. Kvikmyndatökufólk, leik- myndahönnuðir, búningahönnuðir og tækni- menn gáfu vinnu sína, auk þess að lána kvik- myndatökubúnað. Auglýsingin markar upphaf að átaki Uni- cef sem miðar að því að vekja athygli á ömur- legum aðstæðum flóttabarna víða um heim. Til að skapa réttar aðstæður voru flótta- mannabúðir settar upp við Sólbrekku við Grindavík. Sigríður segir að skemmtileg stemning hafi myndast í hópnum á tökudegi og að andrúmsloftið hafi verið jákvætt þrátt fyrir kuldann. „Allir voru þarna til að leggja góðu málefni lið og samhugurinn var mikill. Ung- mennaráð Unicef tók að sér að hlýja litlu leikurunum og láta þá fá teppi og kuldagalla á milli taka,“ segir Sigríður og bætir við að þetta hafi verið mikil lífsreynsla fyrir krakk- ana sem tóku þátt. „Við fréttum til dæmis af því að einn fimm ára snáðinn hefði nefnt það við foreldra sína þegar hann kom heim um kvöldið hvað hann væri þakklátur fyrir að eiga heimili.“ Leikarinn Ólafur Darri sá um að talsetja auglýsinguna, Emilíana Torrini útsetti og syngur lagið sem hljómar undir og ljósmyndarinn Gassi tók myndirnar sem eru óneitanlega áhrifa- ríkar. alfrun@frettabladid.is Settu upp fl óttamanna- búðir í Grindavík Unicef fékk þrjátíu íslenska krakka til að setja sig í spor fl óttamanna í nýrri aug- lýsingaherferð sem varpar ljósi á ömurlegt hlutskipti fl óttamanna í heiminum. Verkefnið var umfangsmikið og allir gáfu vinnu sína. M YN D /G ASSI SIGRÍÐUR VÍÐIS JÓNSDÓTTIR Við fréttum til dæmis af því að einn fimm ára snáðinn hefði nefnt það við foreldra sína þegar hann kom heim um kvöldið hvað hann væri þakklátur fyrir að eiga heimili. „Við ákváðum að slá saman í eina stóra tónlistarverðlaunahátíð því þá nær hún til fleira fólks,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, verkefna- stjóri Hlustendaverðlaunanna, en fyrsta Hlustendaverðlaunahátíðin fer fram þann 21. mars næstkom- andi. Um er að ræða verðlaunahá- tíð þar sem hlustendur Bylgjunn- ar, FM957 og X-ins 977 fá að skera úr um hverjir vinna verðlaunin. „Við erum ekki með neinar nefndir eða sérfræðinga til að velja sigur- vegarana því hlustendur útvarps- stöðvanna fá að kjósa þá,“ útskýrir Jóhann. Kosning er hafin á vefsíð- um útvarpsstöðvanna. Útvarpsstöðvarnar FM957 og X-ið 977 hafa báðar haldið hlust- endaverðlaunahátíðir en aldrei jafn stórar í sniðum og hátíðina í mars. „Bylgjan hefur aldrei gert þetta áður og því kjörið að gera þetta saman.“ Sveppi og Saga Garðarsdóttir verða kynnar á hátíðinni en hún fer fram í Háskólabíói 21. mars. „Stöð 2 ætlar að vera með beina sjónvarps- útsendingu frá hátíðinni.“ - glp Hlustendaverðlaunin afh ent í fyrsta sinn Útvarpsstöðvar sameinast um að halda veglega tónlistarverðlaunahátíð sem fer fram í Háskólabíói. • Söngvari ársins • Söngkona ársins • Flytjandi ársins • Lag ársins • Plata ársins • Nýliði ársins • Myndband ársins • Erlent lag ársins FLOKKARNIR KYNNIR KVÖLDSINS Saga Garðarsdótt- ir og Sveppi verða kynnar kvöldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.