Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 21. febrúar 2014 | LÍFIÐ | 33 Justin Timberlake kemur til Íslands Eft ir marga mánuði af slúðursögum er það loksins staðfest að einn ástsælasti og vinsælasti tónlistarmaður heims í dag, Justin Timberlake, er á leið til Íslands. Um er að ræða stærstu tónleika sem fram hafa farið hér á landi í langan tíma. ● Justin Timberlake er fæddur í Memphis, Tenn- essee, í Bandaríkjunum 31. janúar árið 1981. ● Hann kom fyrst fram í sviðsljósið ellefu ára í sjónvarps- þáttunum Star Search og þar á eftir í þáttunum The Mickey Mouse Club en þar kynntist hann væntanlegri kærustu sinni til þriggja ára, Britney Spears. ● Timberlake er giftur leikkonunni Jessicu Biel en þau giftu sig í október árið 2012. ● Árið 1995 varð strákasveitin ´N Sync til og var Timberlake lykilmaður í þeirri sveit. Súkkulaði- strákarnir hafa selt yfir 50 milljónir platna á ferli sínum en þeir lögðu upp laupana árið 2002. Þó komu þeir saman á VMA-hátíðinni í fyrra. ● Justin Timberlake hefur gefið út fjórar breiðskífur: Justified árið 2002, FutureSex/LoveSounds árið 2006, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience– 2 of 2 sem báðar komu út árið 2013. ● Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal níu Grammy-verðlauna og fernra Emmy-verðlauna. ● Fyrir utan tónlistina hefur hann leikið í fjölda kvikmynda en er líklega þekktastur fyrir leik sinn í myndunum The Social Network, Friends With Benefits, Bad Teacher og Love Guru. STAÐREYNDIR UM JUSTIN TIMBERLAKE ● Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 24. ágúst, daginn eftir Menningar- nótt. ● Þetta verður í fyrsta sinn sem Justin Timberlake kemur fram á Íslandi. ● Tónleikarnir áttu í upphafi að vera í júní en sökum mikillar velgengni var þeim alltaf frestað. Ástæðan er sú að Justin Timberlake vill enda þennan hluta tónleikaferðalagsins á Íslandi. ● Tónleikarnir eru hluti af The 20/20 Experience World Tour en tónleika- ferðin hófst 6. nóvember 2013 í New York og heimsækir Timberlake um 100 tónleikastaði út um allan heim á ferðalagi sínu. ● Knattspyrnuhöllin Kórinn sem stendur við Vallakór 12, 203 Kópa- vogi, mun hýsa þennan stórfenglega viðburð. ● Miðasala hefst fimmtudaginn 6. mars klukkan 10.00 á Miði.is. en 16.000 miðar verða í boði á þremur verð- svæðum. Miðaverð og fyrirkomulag miðasölu verður tilkynnt í smáatriðum á allra næstu dögum. ● Meðlimir í The Tennessee Kids (#TNKids) sem er glænýr aðdáenda- klúbbur Justins Timberlake fá tækifæri til að kaupa miða í sérstakri forsölu þriðjudaginn 4. mars. Talið er að tvö íslensk fyrirtæki verði með forsölu daginn fyrir almennu miða- söluna. Þá er talið að eingöngu verði hægt að kaupa tíu miða í einu. STAÐREYNDIR UM TÓNLEIKANA Í KÓRNUM ford.is Ford Fiesta. „Besti smábíllinn“ Beinskiptur frá 2.450.000 kr. Sjálfskiptur frá 2.790.000 kr. Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta: Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum! Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af sérfræðingum eins vinsælasta bílablaðs heims, Auto Express. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 120.000 kr. öllum Ford Fiesta í febrúar. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu þennan snilldar bíl. ➜ Svona mun Kórinn líta út þegar Justin Timberlake stígur á svið UMGJÖRÐ TÓNLEIKANNA Eins og sést hér þá verður sviðið þversum, þannig að umgjörðin er nokkuð svipuð og gamla Laugar- dalshöllin nema talsvert stærri í sniðum. Þá er gólfið gjaldsvæði og stúkan, sem er beint á móti sviðinu skiptist í tvö gjaldsvæði. Ódýrari sæti á vængjunum og dýrari sæti fyrir miðri stúku. Kórinn tekur um 19.000 manns en einungis eru 16.000 miðar í boði og ætti því að fara vel um áhorfendur. Þá býr Kórinn yfir einkar öflugu loftræstikerfi svo nóg súrefni verður í boði. Þrjú bílaplön, á svæði Spretts, við Urðarhvarf og í Víðidal, verða nýtt undir bíla tónleikagesta og verða gestir ferjaðir þaðan á tónleikastaðinn með rútu. Rútur munu ganga stanslaust á tónleikadag á milli bílaplana og tónleikastaðarins. Þeir sem búa skammt frá Kórnum eru hvattir til að ganga á tónleikana. Sér leigubílastöð verður við Kórinn og þá verður sér svæði fyrir reiðhjól við Kórinn. Aðstandendur tónleikanna fengu umferðar- verkfræðinga til að hanna samgönguhætti í kringum tónleikana. Umferðinni verður stjórnað af lögreglu og öðrum gæslumönnum. Sviðið Svæði 2 Svæði 1 Svæði 3Svæði 3 Stúka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.