Fréttablaðið - 21.02.2014, Side 49
FÖSTUDAGUR 21. febrúar 2014 | LÍFIÐ | 33
Justin Timberlake kemur til Íslands
Eft ir marga mánuði af slúðursögum er það loksins staðfest að einn ástsælasti og vinsælasti tónlistarmaður heims í dag,
Justin Timberlake, er á leið til Íslands. Um er að ræða stærstu tónleika sem fram hafa farið hér á landi í langan tíma.
● Justin Timberlake er fæddur í Memphis, Tenn-
essee, í Bandaríkjunum 31. janúar árið 1981.
● Hann kom fyrst fram í
sviðsljósið ellefu
ára í sjónvarps-
þáttunum
Star Search
og þar á eftir
í þáttunum The
Mickey Mouse Club en
þar kynntist hann væntanlegri
kærustu sinni til þriggja ára,
Britney Spears.
● Timberlake er giftur leikkonunni Jessicu Biel en
þau giftu sig í október árið 2012.
● Árið 1995 varð strákasveitin ´N Sync til og var
Timberlake lykilmaður í þeirri sveit. Súkkulaði-
strákarnir hafa selt yfir 50 milljónir platna á ferli
sínum en þeir lögðu upp laupana árið 2002. Þó
komu þeir saman á VMA-hátíðinni í fyrra.
● Justin Timberlake hefur gefið út fjórar breiðskífur:
Justified árið 2002, FutureSex/LoveSounds
árið 2006, The 20/20 Experience og The 20/20
Experience– 2 of 2 sem báðar komu út árið 2013.
● Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á
meðal níu Grammy-verðlauna og fernra
Emmy-verðlauna.
● Fyrir utan tónlistina hefur hann leikið í fjölda
kvikmynda en er líklega þekktastur fyrir leik
sinn í myndunum The Social Network, Friends
With Benefits, Bad Teacher og Love Guru.
STAÐREYNDIR UM JUSTIN
TIMBERLAKE
● Tónleikarnir fara fram sunnudaginn
24. ágúst, daginn eftir Menningar-
nótt.
● Þetta verður í fyrsta sinn sem Justin
Timberlake kemur fram á Íslandi.
● Tónleikarnir áttu í upphafi að vera
í júní en sökum mikillar velgengni
var þeim alltaf frestað. Ástæðan er
sú að Justin Timberlake vill enda
þennan hluta tónleikaferðalagsins á
Íslandi.
● Tónleikarnir eru hluti af The 20/20
Experience World Tour en tónleika-
ferðin hófst 6. nóvember 2013 í
New York og heimsækir Timberlake
um 100 tónleikastaði út um allan
heim á ferðalagi sínu.
● Knattspyrnuhöllin Kórinn sem
stendur við Vallakór 12, 203 Kópa-
vogi, mun hýsa þennan stórfenglega
viðburð.
● Miðasala hefst fimmtudaginn 6. mars
klukkan 10.00 á Miði.is. en 16.000
miðar verða í boði á þremur verð-
svæðum. Miðaverð og fyrirkomulag
miðasölu verður tilkynnt í smáatriðum
á allra næstu dögum.
● Meðlimir í The Tennessee Kids
(#TNKids) sem er glænýr aðdáenda-
klúbbur Justins Timberlake fá
tækifæri til að kaupa miða í sérstakri
forsölu þriðjudaginn 4. mars. Talið
er að tvö íslensk fyrirtæki verði með
forsölu daginn fyrir almennu miða-
söluna. Þá er talið að eingöngu verði
hægt að kaupa tíu miða í einu.
STAÐREYNDIR UM TÓNLEIKANA Í KÓRNUM
ford.is
Ford Fiesta.
„Besti smábíllinn“
Beinskiptur frá 2.450.000 kr.
Sjálfskiptur frá 2.790.000 kr.
Ford Fiesta, bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. CO2 99 g/km. Ford Fiesta, EcoBoost bensín 100 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km.
CO2 114 g/km. Tökum allar tegundir bíla uppí nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16
Ekki enn sannfærð/ur? Hér eru fleiri staðreyndir um Ford Fiesta:
Hiti er í framsætum og 3,5 tommu upplýsingaskjár í mælaborði. Farangursrýmið er einstaklega rúmt (290 lítra). CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur.
Ford MyKey, brekkuaðstoð og EasyFuel er staðalbúnaður. Öryggispúðarnir eru óvenju margir eða 7 talsins, þar af einn fyrir hné ökumanns. Sérstakt hitaelement er í miðstöð og er hann því mjög fljótur
að hitna sem er afar hentugt á köldum vetrarmorgnum!
Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn árið 2013 af
sérfræðingum eins vinsælasta bílablaðs heims, Auto
Express.
Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni
fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 120.000 kr.
öllum Ford Fiesta í febrúar. Nýttu tækifærið.
Komdu og prófaðu þennan snilldar bíl.
➜ Svona mun Kórinn líta út þegar Justin Timberlake stígur á svið
UMGJÖRÐ TÓNLEIKANNA
Eins og sést hér þá verður sviðið þversum, þannig
að umgjörðin er nokkuð svipuð og gamla Laugar-
dalshöllin nema talsvert stærri í sniðum. Þá er
gólfið gjaldsvæði og stúkan, sem er beint á móti
sviðinu skiptist í tvö gjaldsvæði. Ódýrari sæti á
vængjunum og dýrari sæti fyrir miðri stúku.
Kórinn tekur um 19.000 manns en einungis
eru 16.000 miðar í boði og ætti því að fara vel
um áhorfendur. Þá býr Kórinn yfir einkar öflugu
loftræstikerfi svo nóg súrefni verður í boði.
Þrjú bílaplön, á svæði Spretts, við Urðarhvarf
og í Víðidal, verða nýtt undir bíla tónleikagesta og
verða gestir ferjaðir þaðan á tónleikastaðinn með
rútu. Rútur munu ganga stanslaust á tónleikadag
á milli bílaplana og tónleikastaðarins.
Þeir sem búa skammt frá Kórnum eru hvattir
til að ganga á tónleikana. Sér leigubílastöð verður
við Kórinn og þá verður sér svæði fyrir reiðhjól
við Kórinn.
Aðstandendur tónleikanna fengu umferðar-
verkfræðinga til að hanna samgönguhætti í
kringum tónleikana. Umferðinni
verður stjórnað af lögreglu og öðrum
gæslumönnum. Sviðið
Svæði 2
Svæði 1 Svæði 3Svæði 3
Stúka