Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 4
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 300 tegundir steinda, eða þar um bil, hafa fundist á Íslandi. Meira en 4.000 tegundir steinda eru þekktar í heiminum öllum. Ef einhver steinn er merkisberi Íslands í heimi steinda er það silfurberg, tært afbrigði af kristölluðum kalksteini og er mjög fágætt utan Íslands. UMHVERFISMÁL „Mann grunar að allt þetta ferli sé undirlægjuhátt- ur við utanaðkomandi yfirvöld,“ segir Vigfús Andrésson í Berja- nesi austan Holtsóss um fyrirhug- aða lengingu varnargarðs vestan Markarfljóts. Vigfús er einn þeirra íbúa aust- an Markarfljóts sem mótmælt hafa áformaðri 250 metra lengingu varnargarðsins. Beina á fljótinu lengra til austurs til að freista þess að minnka sandburð í Land- eyjahöfn svo halda megi höfninni oftar opinni fyrir farþegasiglingar til og frá Vestmannaeyjum. Vigfús gagnrýnir að sveitarstjórn Rang- árþings eystra kalli röksemdir og ótta íbúanna misskilning. „Það sem íbúarnir vilja, ekki síst þeir sem eiga heimili og lönd að fljótinu, er að sveitarstjórnin segi það skýrt og skorinort að því aðeins verði leyft að lengja þessa leiðigarða ef varnargarður að austanverðu verður byggður að minnsta kosti jafnhliða,“ segir Vigfús sem undirstrikar að menn óttist um lönd sín og mannvirki ef Markarfljót flæðir til austurs inn í Holtsós. „Afleiðingarnar gætu orðið geigvænlegar. En kannski vega líf og limir íbúanna austan Markar- fljóts minna en aðrir hagsmunir. Það er ljótt að segja þetta, en hvað á manni að detta í hug? Það er eng- inn Eyfellingur á móti því að sam- göngur batni til Eyja en röng stað- setning hafnarinnar er rót þessa vanda,“ segir Vigfús Andrésson. - gar Bóndi í Berjanesi við Holtsós gagnrýnir sveitarstjórn vegna lengingar varnargarðs við Markarfljót: Segir annað ráða för en líf og limi íbúa MARKARFLJÓT Íbúar austan fljóts- ins vilja líka fá varnargarð ef lengja á varnargarð á vesturbakkanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VELFERÐARMÁL „Það alvarleg- asta sem ég hef lent í var að vera laminn. Það var áður en ég hóf hormónameðferðina,“ segir Örn Danival Kristjánsson, fram- haldsskólanemi og varaformað- ur Trans-Íslands. Tilefnið var að hann notaði karlaklósett á skemmtistað, sem ofbeldismenn- irnir sögðu hann ekki eiga rétt á. Í könnun sem Samtökin ´78 létu gera og sagt var frá í Frétta- blaðinu í vikunni kom í ljós að mikill meirihluti hinsegin fólks mætir fordómum í daglegu lífi. „Ég var í röð á leið á klósettið og einhverjir voru að bögga mig á meðan. Síðar þegar ég kom út af skemmtistaðnum beið sami hópur stráka og var með stæla. Það endaði með því að einn þeirra kýldi mig niður og annar sparkaði í mig,“ segir Örn, en þar með var ofbeldinu ekki lokið. „Í leigubílnum á leiðinni heim var ég í svo miklu uppnámi að ég sagði leigubílstjóranum frá því sem hafði gerst, en þá byrj- aði hann með fordóma. Hann sagði mér að mamma hans ynni á sjúkrahúsi í Svíþjóð og hann væri sammála henni um að transfólk væri geðsjúklingar. Þá komst ég í enn meira uppnám,“ segir hann. Örn leitaði sér ekki aðstoðar, hvorki hjá bráðadeild né lög- reglunni. Hann segist hafa verið hræddur við ofbeldismennina og taldi að afskipti lögreglu gætu haft frekari afleiðingar í för með sér. Atvikið hafði skýrar afleiðing- ar fyrir Örn. „Nú eru komin tvö ár síðan og ég nota ekki ennþá almennings- salerni. Fólk efast ekki um að ég sé karlmaður í dag, en þetta situr svo í mér að ég get það ekki,“ útskýrir Örn og viðurkennir að það geti verið afar óþægilegt eftir heilan dag í skólanum. Einar Valur Einarsson kannast vel við áreitni á skemmtistöðum bæjarins. „Það gerist aðallega á djamm- inu. Maður þarf að forðast að labba of neðarlega á Laugavegin- um, þar lendir maður alltaf í ein- hverju,“ segir hann. Einar segir þá sem bera það með sér að vera samkynhneigðir lenda frekar í atvikum sem þess- um. „Hommar sem eru með meira bein í nefinu, sem sýna með lík- amstjáningu að þeir eru sterkir, lenda síður í þessu,“ segir Einar og segist þekkja strák sem hafi verið laminn af fimm fullorðn- um körlum fyrir það eitt að líta út fyrir að vera samkynhneigður. Einar og Örn segja þá sem beita ofbeldi oftast vera jafnaldra stráka. „Vanalega eru þetta strákar sem vilja sýnast karlmannlegri. Þeir eru að sýna sig hver fyrir öðrum og reyna að vera kúl,“ segir Einar. Þeir segja hins vegar alls kyns fólk sýna fordóma með orðum eða athöfnum. Þá séu fordómar ekki bundnir við gagnkynhneigða. „Það eru líka fordómar gagn- vart transfólki innan Samtakanna ´78. Sumum finnst transfólk ekki eiga þar heima,“ útskýrir Örn. Hann bendir þó fólki sem upp- lifir fordóma á að leita til sam- takanna og þiggja ráðgjöf. „Verið sterk, þið eruð ekki ein,“ segir hann að lokum. eva@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Grjóthálsi 7-11 110 Reykjavík Sími 412 80 00 Fax 412 80 01 olgerdin@olgerdin.is www.olgerdin.is Skrifstofur Ölgerðarinnar eru lokaðar frá kl. 12 í dag, 21. febrúar, vegna útfarar Ólafs Kr. Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Hinsegin fólki ekki óhætt í miðborginni eftir myrkur Ný könnun leiðir í ljós að hinsegin fólk upplifir mikla fordóma. Tveir framhaldsskólanemar segja áreitnina sér- staklega mikla á skemmtistöðum, en finnast alls staðar. Þeir sem bera það með sér að vera hinsegin eiga frekar á hættu að vera áreittir. Stöðug ógn um að mæta fordómum og áreitni hefur áhrif á líf þeirra beggja. MÆTA FORDÓMUM Af ótta við áreitni fara Einar og Örn ekki of neðarlega á Lauga- veginn þegar þeir skemmta sér í miðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. Vanalega eru þetta strákar sem vilja sýnast karlmannlegri. Þeir eru að sýna sig hver fyrir öðrum og reyna að vera kúl Einar Valur Einarsson HEILBRIGÐISMÁL Fjöldi þeirra sem greinast með inflúensu fer nú hratt vaxandi. Alls hafa 52 tilfelli greinst undanfarnar vikur. Þetta kemur fram á vef land- læknis. Þar segir að veikin sé seinna á ferðinni nú í vetur en síð- astliðin þrjú ár og hafi farið hægt af stað. Hún virðist hins vegar breiðast ört út um þessar mundir en í síðustu viku greindust sautján með inflúensu. Embætti landlæknis minnir á að hægt er að minnka líkur á því að fá inflúensu eða smita aðra til dæmis með bólusetningu eða því að þvo sér oft um hendurnar. - bá Flensan breiðir hratt úr sér: Fleiri greinast með inflúensu Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur 10-18 m/s NV-til og við SA-ströndina. HELGARVEÐRIÐ Það dregur talsvert úr vindi á landinu til morguns en síst þó á Vestfjörðum. Skýjað og snjókoma með köflum um norðan- og austanvert landið en léttir smám saman til sunnan- og suðvestantil með líkur á norðurljósasýningu. 0° 15 m/s 2° 18 m/s 3° 13 m/s 5° 12 m/s Á morgun 10-18 m/s N- og NV-til, annars 5-13. Gildistími korta er um hádegi -1° -2° -3° -1° -2° Alicante Basel Berlín 20° 10° 8° Billund Frankfurt Friedrichshafen 8° 12° 7° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 6° 6° 20° London Mallorca New York 10° 20° 11° Orlando Ósló París 27° 3° 10° San Francisco Stokkhólmur 16° 3° 4° 13 m/s 3° 20 m/s 0° 10 m/s 3° 15 m/s 0° 10 m/s 1 15 m/s -4° 15 m/s 3° 0° 2° 0° 0° FLUG Þota frá British Airways á leiðinni frá London til Los Angeles lenti á Keflavíkurflugvelli á átt- unda tímanum í gær vegna veik- inda farþega. Vélin er af gerðinni Airbus A380, sem er stærsta farþegaflug- vél heims. Að sögn lögreglu reyndist ástand konunnar sem um ræðir ekki eins alvarlegt og óttast var í fyrstu en hún var flutt til skoðun- ar á Landspítalann. Maður konunnar og sonur urðu eftir hér á landi, en vélin hélt ferð- inni áfram á tíunda tímanum. - þj Þota frá British Airways: Veikur farþegi skilinn eftir til aðhlynningar NEYÐARLENDING Þotan lenti í Keflavík með veikan farþega. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.