Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Hönnun. Snyrtibuddan. Steinunn Vala Sig fúsdóttir. Fataskápurinn og Kron Kron. Matur og Fatahönnun. Spjörunum Úr og Bloggarinn. 2 • LÍFIÐ 21. FEBRÚAR 2014 HVERJIR HVAR? ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Daníel Rúnarsson Lífi ð www.visir.is/lifid DIY-Boards Pinterest.com/diyboards/ Með 261.503 fylgjendur er þessi síða með eitt stærsta samansafn af hlutum sem hægt er að föndra sjálfur á Pinterest. Allt frá kertastjökum til stóla og rúmgafla. Sá sem er sniðugur í höndunum ætti að kanna allar hugmyndirnar sem er að finna þarna fyrir framtíðarverkefni. „Þetta er útskriftarlínan mín frá síðasta vori úr Listahá- skólanum en tvisvar á ári fara nokkrir sérvaldir nem- endur úr skólanum til Kaup- mannhafnar og sýna á tísku- vikunni. Þá taka nemend- urnir þátt í hönnunarkeppni á vegum Designers Nest ásamt nemendum frá ell- efu skólum á Norðurlönd- unum. Þar vaknaði einhver áhugi á línunni minni hjá að- ilum frá Salt & Vinegar Ma- gazine,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður þegar hann er spurður út í ís- lenska tískuþáttinn sem birt- ist í skoska tískutímaritinu í vikunni. Flíkurnar vöktu athygli fyrir að vera allar hvítar. „Ég vissi að mig lang- aði að vinna með hvíta litinn því hann táknar nýtt upp- haf og ég var með eins konar endurfæðingarhugmyndir því ég er örlítið „Sci fi“-nörd í mér,“ segir hann hlæjandi. Ásgrímur segist hafa skoð- að myndir af albínóum, og þá sérstaklega dýrum, og notað sem innblástur ásamt því að blanda saman hvítum tónum úr alls konar efnum. „Ég bætti inn í línuna vöfðum hálmstráum til að hafa ein- hvers konar andstæður svo að línan yrði ekki of hrein og vélræn.“ Ásgrímur Már stefnir á að gera nýja fata- línu með haustinu en hann deilir lokaðri vinnustofu með sjö öðrum upprennandi hönn- uðum í miðbænum. Hægt er að skoða hönnun hans nánar á asiceland.com. HÖNNUN NÝTT UPPHAF FYRIR UPPRENN- ANDI ÍSLENSKAN FATAHÖNNUÐ Útskriftarlína Ásgríms Más Friðrikssonar fatahönnuðar rataði í skoska tískutímaritið Salt & Vinegar Magazine. Það var margt um manninn á frumsýningu Fyrirgefðu ehf. um síðustu helgi. Verkið er skrifað af Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, en leikstjórnin var einnig í hennar höndum. Á frumsýningunni mátti sjá Þor- vald Kristinsson höfund, Maríu Ellingsen leikkonu, Egil Ólafsson tónlistarmann og Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra. Þá mátti einnig sjá Brynju Þor- geirsdóttur fjölmiðlakonu, Tyrfing Tyrfingsson leik- skáld, Jón Viðar Eggerts- son og Hlín Agnarsdótt- ur gagnrýnendur. „Við erum fullar tilhlökkunar að opna verslun í miðbænum á ný, í húsi sem er í anda merkisins. Við söknum miðbæjarins gríð- arlega mikið og það er búið að vera markmið okkar að opna verslun þar aftur, alveg síðan við misstum húsnæðið á Laugavegin- um fyrir tæplega tveimur árum,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdótt- ir, framkvæmdastjóri hjá Ígló og Indí. Nýja verslunin verður opnuð á Skólavörðustíg 4 um helgina og er undirbúningur í fullum gangi. Verslunin í Kringlunni heldur áfram að dafna en einnig eru vörur frá Ígló og Indí seldar í tólf verslunum víðs vegar um landið. „Við ætluðum okkur aldrei að yf- irgefa miðbæinn en okkur bauðst ekki húsnæði sem hentaði fyrr en núna. Staðsetningin skiptir svo miklu máli. Skólavörðustígur- inn er í mikilli uppbyggingu og nú er kominn þéttur og góður kjarni verslunarfólks á þessu svæði sem er að sinna sínum verslunum einstaklega vel.“ Áfram verður lögð rík áhersla á barnahornið og hlýleikann í nýju versluninni og allt annað sem viðkemur Ígló og Indí heiminum. BARNAFATATÍSKAN LIFNAR VIÐ Í MIÐBÆNUM Hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Ígló og Indí opnar nýja verslun um helgina í hjarta miðborgarinnar. Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Ígló og Indí. Miroslava Duma Instagram.com/miraduma Rússneska tískufyrirmyndin og götu- tískustjarnan Miroslava Duma er mjög virk á Instagram þar sem hún birtir myndir af sér í fallegum fötum á meðan hún flakkar á milli tískuvikna í heimin- um. Eitthvað fyrir þá sem hafa gaman af götutísku og fögrum klæðum. Ásgrímur Már Friðriksson FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.