Fréttablaðið - 21.02.2014, Qupperneq 24
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Hönnun. Snyrtibuddan. Steinunn Vala Sig fúsdóttir. Fataskápurinn og Kron Kron. Matur og Fatahönnun. Spjörunum Úr og Bloggarinn.
2 • LÍFIÐ 21. FEBRÚAR 2014
HVERJIR
HVAR?
ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is
Umsjón Marín Manda Magnúsdóttir marin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is
Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Daníel Rúnarsson
Lífi ð
www.visir.is/lifid
DIY-Boards
Pinterest.com/diyboards/
Með 261.503 fylgjendur er þessi síða
með eitt stærsta samansafn af hlutum
sem hægt er að föndra sjálfur á Pinterest.
Allt frá kertastjökum til stóla og rúmgafla.
Sá sem er sniðugur í höndunum ætti að
kanna allar hugmyndirnar sem er að
finna þarna fyrir framtíðarverkefni.
„Þetta er útskriftarlínan mín
frá síðasta vori úr Listahá-
skólanum en tvisvar á ári
fara nokkrir sérvaldir nem-
endur úr skólanum til Kaup-
mannhafnar og sýna á tísku-
vikunni. Þá taka nemend-
urnir þátt í hönnunarkeppni
á vegum Designers Nest
ásamt nemendum frá ell-
efu skólum á Norðurlönd-
unum. Þar vaknaði einhver
áhugi á línunni minni hjá að-
ilum frá Salt & Vinegar Ma-
gazine,“ segir Ásgrímur Már
Friðriksson fatahönnuður
þegar hann er spurður út í ís-
lenska tískuþáttinn sem birt-
ist í skoska tískutímaritinu
í vikunni. Flíkurnar vöktu
athygli fyrir að vera allar
hvítar. „Ég vissi að mig lang-
aði að vinna með hvíta litinn
því hann táknar nýtt upp-
haf og ég var með eins konar
endurfæðingarhugmyndir
því ég er örlítið „Sci fi“-nörd
í mér,“ segir hann hlæjandi.
Ásgrímur segist hafa skoð-
að myndir af albínóum, og þá
sérstaklega dýrum, og notað
sem innblástur ásamt því að
blanda saman hvítum tónum
úr alls konar efnum. „Ég
bætti inn í línuna vöfðum
hálmstráum til að hafa ein-
hvers konar andstæður svo
að línan yrði ekki of hrein
og vélræn.“ Ásgrímur Már
stefnir á að gera nýja fata-
línu með haustinu en hann
deilir lokaðri vinnustofu með
sjö öðrum upprennandi hönn-
uðum í miðbænum. Hægt er
að skoða hönnun hans nánar
á asiceland.com.
HÖNNUN NÝTT UPPHAF FYRIR UPPRENN-
ANDI ÍSLENSKAN FATAHÖNNUÐ
Útskriftarlína Ásgríms Más Friðrikssonar fatahönnuðar rataði í skoska tískutímaritið Salt & Vinegar Magazine.
Það var margt um manninn á
frumsýningu Fyrirgefðu ehf. um
síðustu helgi. Verkið er skrifað
af Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur,
en leikstjórnin var einnig
í hennar höndum.
Á frumsýningunni mátti sjá Þor-
vald Kristinsson höfund, Maríu
Ellingsen leikkonu, Egil
Ólafsson tónlistarmann og
Tinnu Gunnlaugsdóttur
Þjóðleikhússtjóra.
Þá mátti einnig sjá Brynju Þor-
geirsdóttur fjölmiðlakonu,
Tyrfing Tyrfingsson leik-
skáld, Jón Viðar Eggerts-
son og Hlín Agnarsdótt-
ur gagnrýnendur.
„Við erum fullar tilhlökkunar að
opna verslun í miðbænum á ný,
í húsi sem er í anda merkisins.
Við söknum miðbæjarins gríð-
arlega mikið og það er búið að
vera markmið okkar að opna
verslun þar aftur, alveg síðan við
misstum húsnæðið á Laugavegin-
um fyrir tæplega tveimur árum,“
segir Guðrún Tinna Ólafsdótt-
ir, framkvæmdastjóri hjá Ígló og
Indí.
Nýja verslunin verður opnuð á
Skólavörðustíg 4 um helgina og
er undirbúningur í fullum gangi.
Verslunin í Kringlunni heldur
áfram að dafna en einnig eru
vörur frá Ígló og Indí seldar í tólf
verslunum víðs vegar um landið.
„Við ætluðum okkur aldrei að yf-
irgefa miðbæinn en okkur bauðst
ekki húsnæði sem hentaði fyrr en
núna. Staðsetningin skiptir svo
miklu máli. Skólavörðustígur-
inn er í mikilli uppbyggingu og
nú er kominn þéttur og góður
kjarni verslunarfólks á þessu
svæði sem er að sinna sínum
verslunum einstaklega vel.“
Áfram verður lögð rík áhersla
á barnahornið og hlýleikann í
nýju versluninni og allt annað
sem viðkemur Ígló og Indí
heiminum.
BARNAFATATÍSKAN
LIFNAR VIÐ Í MIÐBÆNUM
Hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Ígló og Indí opnar nýja verslun
um helgina í hjarta miðborgarinnar.
Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri
Ígló og Indí.
Miroslava Duma
Instagram.com/miraduma
Rússneska tískufyrirmyndin og götu-
tískustjarnan Miroslava Duma er mjög
virk á Instagram þar sem hún birtir
myndir af sér í fallegum fötum á meðan
hún flakkar á milli tískuvikna í heimin-
um. Eitthvað fyrir þá sem hafa gaman
af götutísku og fögrum klæðum.
Ásgrímur Már Friðriksson FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM