Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.02.2014, Blaðsíða 40
21. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 24 Það var margt um manninn þegar lista- maðurinn Ragnar Kjartansson frumsýndi nýjasta verk sitt „Der Klang der Offenbar- ung des Göttlichen“ eða „Kraftbirtingar- hljómur guðdómsins“ í hinu fornfræga og sögulega leikhúsi Volksbühne í Berlín. Fjöldi Íslendinga kom sérstaklega til þess að vera viðstaddur frumflutninginn og alþjóðlega listasenan sýndi viðburðinum mikinn áhuga. Titill verksins vísar í kafla í Heimsljósi Halldórs Laxness, en eins og hann gefur til kynna skipar hljóð stóran sess í verkinu. Kjartan Sveinsson semur tónlistina fyrir verkið sem er skrifað fyrir strengjasveit og kór. Davíð Þór Jónsson fer með hljóm- sveitarstjórn, en það eru sinfóníuhljóm- sveit Babelsberg og kór sem flytja tónlist- ina. Það er óhætt að segja að framsetning verksins sé fremur óhefðbundin þar sem þetta er sviðsverk án leikara, byggt aðeins á leikmynd og tónlist. Upplifunin verður því nokkuð ólík þeirri að fara á leiksýn- ingu eða tónleika. Setið var í hverju sæti þetta opnunar- kvöld og eftirvæntingin var mikil. Ef marka má dynjandi lófatak að sýningu lokinni er auðvelt að fullyrða að áhorfend- ur hafi verið ánægðir með flutninginn og verkið staðið fyllilega undir væntingum. Þríeykið, þeir Ragnar, Kjartan og Davíð Þór, voru mjög ánægðir með móttökurn- ar, enda var þeim gríðarlega fagnað þegar þeir þökkuðu áhorfendum, hljómsveit, kór og sviðsmyndahönnuði fyrir frammistöðu kvöldsins. Að sýningu lokinni brá Ragnar Kjart- ansson sér svo í gervi Rassa Prump og tók nokkur lög með félögum sínum, gestum til mikillar skemmtunar. Texti og myndir: Rut Sigurðardóttir Kraft birtingarhljómur guðdómsins vakti mikla hrifningu í Berlín Nýjasta verk Ragnars Kjartanssonar, Der Klang der Off enbarung des Göttlichen, var frumsýnt í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín á mið- vikudaginn. Verkið er sviðsverk án leikara, tónlistin er eft ir Kjartan Sveinsson og Davíð Þór Jónsson sá um hljómsveitarstjórn. MAMMA MÆTTI Ragnar Kjartansson með móður sinni, Guðrúnu Ásmundsdóttur. FAGNAÐARLÆTI Davíð Þór Jónssyni, Kjartani Sveinssyni og Ragnari Kjartanssyni var vel fagnað að sýningu lokinni. ÞÍNA SKÁL Ragnar Kjartansson skálar með áhorfendum að sýningu lokinni. GALLERÍISTARNIR Ragnar með galleríistum sínum, Berki Arnarsyni hjá i8 og Roland Augustine hjá Luhring Augustine í New York. Rammahús frá BYKO til sölu, stærð 41,1 fm2. Til sýnis við BYKO Breidd, Skemmuvegi 2. Upplýsingar í timbursölu BYKO og á fagsolusvid@byko.is w w w .e xp o. is / E XP O au gl ýs in ga st of a SÝNINGARHÚS TIL SÖLU Í tilefni af vetrarfríi í Reykjavík hefur Íslenski dansflokkurinn ákveðið að bjóða börnum yngri en 13 ára frítt í fylgd fullorðinna á sýninguna Þríleik á Stóra sviði Borgarleikhússins á sunnudag- inn, 23. febrúar, klukkan 20. Þrí- leikur samanstendur af dansverk- unum Tilbrigði, F A R A N G U R og Berserkir. „Okkur langaði til að fá börn á danssýningu og því var tekin þessi ákvörðum um að nýta vetr- arfríið til að bjóða börnum yngri en 13 ára á þessa sýningu,“ segir Alexía Björg Jóhannsdóttir hjá mardaðsdeild Íslenska dans- flokksins. „Boðið gildir fyrir eitt barn í fylgd með einum full- orðnum og gildir bara á þessa sýningu.“ Alexía segir þessa sýningu lík- lega til að höfða til barna, sérstak- lega verkið Berserkir eftir Lene Boel, þar sem blandað er saman breikdansi, nútímadansi og ballett með akróbatísku tvisti. „Krakkar sem fylgjast með So You Think You Can Dance ættu að hrífast af þessu verki og ég hef trú á að þau hrífist líka af hinum verkunum tveimur,“ segir hún. Tilbrigði er eftir Láru Stefáns- dóttur og F A R A N G U R er eftir Grímuverðlaunahafann Valgerði Rúnarsdóttur. - fsb Bjóða börnum á danssýningu Íslenski dansfl okkurinn býður börnum innan 13 ára frítt á sýningu fl okksins á Þríleik á sunnudaginn. EITT AF ÞREMUR Dansverkið F A R A N G U R er eftir Grímuverðlaunahafann Valgerði Rúnarsdóttur. MYND: ÍD MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.