Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 1
Í meira en fimmtíu ár hefur barna-vöruframleiðandinn NUK lagt ríka áherslu á að leita nýrra leiða til að gera lífið sem auðveldast fyrir foreldra og aðstoða þá við að efla þroska barna þeirra. Í rannsókþar se
ar hver á annarri og eru lagaðar að hverju þroska-stigi barna, frá fæðingu til leikskólaaldurs. „Það er fátteins viðkvæ t
HEITAR LAUGARÍtarleg grein um íslenskar sundlaugar birtist fyrir nokkrum
dögum á vefsíðu norska blaðsins Aftenposten og er þeim mikið
hrósað. Vetrarævintýri á Íslandi með öllum sínum heitu laugum
er sagt frábært. Blaðið segir að 52 þúsund Norðmenn hafi heim-
sótt Ísland á síðasta ári.
ÞAÐ BESTA FYRIR BÖRNINAuður Hafþórsdóttir hjá Halldóri Jónssyni ehf. segir alla þá þekk-ingu sem starfsfólk NUK hefur aflað sér miða að því að veita foreldrum gleði og börnum þeirra heilbrigða framtíð.MYND/GVA
FREESTYLE
Þessi nýju
snuð frá
AÐEINS ÞAÐ BESTAHALLDÓR JÓNSSON EHF. KYNNIR Í meira en 100 löndum um allan heim
hafa NUK-vörur verið partur af lífi barns á hverjum degi í margar kynslóðir.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
Minnum á afmælisleikinn www.facebook.com/Parisartizkan Afmælisveisla og glaðningar laugardaginn 8.mars. 11:00-16:00
Hlökkum til að sjá þig
www.visir.is Sími: 512 5000 |
Miðvikudagur 5. mars 2014 | 22. tölublað | 10. árgangur
LEIGUFÉLAG AÐ
SKANDINAVÍSKRI
FYRIRMYND
➜ Sjóðir á vegum fjármálafyrirtækisins GAMMA hyggjast byggja um 850
íbúðir á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjú árin.
➜ Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, vill að liðkað sé til fyrir nýbyggingum á stærri einingum með minni íbúðum til hagræðingar fyrir leigjendur.
SÍÐA 6-7
TAKTU GRÆNU
SKREFIN
MEÐ OKKUR!
Viðskiptajöfnuður aldrei hærri
Viðskiptajöfnuður Íslands hefur aldrei mælst hærri á einu ári en í fyrra. Það á við hvort sem litið er á jöfnuðinn með eða án innlánsstofnana í slitameðferð. Þá er útkoman mun vænlegri en búist var við.
Frá þessu var greint í Morgunkorni Íslands-banka í gær og þar vísað í bráðabirgðatölur sem Seðlabanki Íslands birti í fyrradag um greiðslujöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.
Afgangur mældist á undirliggjandi viðskipta-jöfnuði á öllum fjórðungum í fyrra, sem hefur aldrei gerst áður. Í heildina var viðskiptaafgang-urinn 110,9 milljarðar króna eða 6,2 prósent af vergri landsframleiðslu. Það er mun betri niður-staða en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í nýjustu spá sinni.
- skó
Langtímafjármö t ð
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Miðvikudagur
14
2 SÉRBLÖÐ
Markaðurinn | Fólk
Sími: 512 5000
5. mars 2014
54. tölublað 14. árgangur
600 íbúðir á Hlíðarenda
Brátt verður hafist handa við að
byggja nýtt íbúðahverfi á Hlíðarenda.
Fyrstu íbúarnir flytja inn 2016. Þar
verða um 600 íbúðir, en talið er að
uppbygging hverfisins muni kosta allt
að 30 milljörðum króna. 4
Átök í Úkraínu Pútín Rússlands-
forseti segir beitingu vopnavalds á
Krímskaga vera þrautaúrræði. Banda-
ríkjamenn hafa heitið stjórnvöldum í
Úkraínu aðstoð. 6
SKOÐUN Baldur Þórhalls-
son fer yfir Evrópustefnu
stjórnmálaflokkanna. 15
MENNING Dúndrað í gler-
þakið. Hallfríður Ólafsdóttir
hljómsveitarstjóri. 16
LÍFIÐ Björk og Patti Smith
og fleiri á stórtónleikum í
Hörpu 18. mars. 24
SPORT Karlalandsliðið í
knattspyrnu ætlar sér sigur
í Wales í kvöld. 26
FRÉTTIR
MARKAÐURINN
Samfestingur
Kr. 3.990.-
Jakkaföt
frá kr. 19.980.-
NEXT • KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200
Endurnýjuð orka
Næsta námskeið, 7. mars. Tvær vikur
Sími 512-8040
KVIKMYNDIR Daði Einarsson hjá
fyrirtækinu Reykjavik Visual
Effects (RVX) átti stóran þátt í
tæknivinnslu kvikmyndarinnar
Gravity sem
var sigurveg-
ari Óskarsverð-
launanna í ár.
„Ég vann
náið með leik-
stjóra myndar-
innar, Alfonso
Cuarón, við að
vinna úr hand-
ritinu og stýrði
hópi sem animeraði myndina
frá upphafi til enda,“ segir Daði
Einarsson, listrænn stjórnandi
hjá RVX. Gravity hlaut sjö verð-
laun, meðal annars fyrir leik-
stjórn, tæknibrellur, tónlist og
kvikmyndatöku.
glp / sjá síðu 30
Daði Einarsson hjá RVX:
Ánægður með
Óskarsverðlaun
DAÐI
EINARSSON
Bolungarvík 0° NA 3
Akureyri 0° N 3
Egilsstaðir 3° NA 7
Kirkjubæjarkl. 2° SV 10
Reykjavík 2° V 6
HVESSIR S-TIL Fremur hæg breytileg
átt í fyrstu en gengur í stífa suðvestanátt
syðra síðdegis og bætir í ofankomu.
Úrkomulaust N-til. 4
Stofna leigufélag að
norrænni fyrirmynd
Sjóðir á vegum GAMMA hafa búið til
Leigufélag Íslands sem á nú um 350
íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en ætlar
sér að fjölga þeim um 850 íbúðir á
næstu þremur árum.
ÖRYGGISMÁL Aðeins ein viðbragðs-
áætlun hefur verið unnin um
skipulag og stjórnun aðgerða
vegna gróðurelda á Íslandi auk
þess sem búnaði til slökkvi-
starfa og þjálfun slökkviliða er
ábótavant. Þrátt fyrir vitundar-
vakningu um þá hættu sem af
gróðureldum stafar eru hendur
sveitarfélaga bundnar vegna
fjárskorts.
„Nei, þessi áætlun er sú eina
en nokkrar eru á teikniborð-
inu,“ segir Víðir Reynisson hjá
almannavarnadeild Ríkislög-
reglustjóra, spurður hver staða
þessara mála sé, en árið 2011
var unnin ítarleg áhættuskoðun
af embætti Ríkislögreglustjóra.
Víðir segir að þéttbýl sumar-
húsasvæði þar sem er mikill
gróður verði að ganga fyrir. „Við
erum frekar illa stödd, mundi
ég segja,“ bætir hann við spurð-
ur um hver staðan sé almennt.
„Bæði vegna þess að búnaður og
þjálfun slökkviliðanna hafa ekki
miðast við að takast á við stóra
atburði tengda gróðureldum. Það
er enn þá langt í það að við séum
vel í stakk búin til að takast á við
þetta, með vel búnum og þjálfuð-
um mannskap.“ - shá /sjá síðu 8.
Búnaði og þjálfun slökkviliða er ábótavant með tilliti til gróðurelda:
Ein áætlun vegna gróðurelda
STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
segir ekki loku fyrir það skot-
ið að kosið verði um áframhald
viðræðna við Evrópusambandið
á þessu kjörtímabili. Til að svo
verði þurfi hins vegar fyrst að
koma í gegn breytingum á stjórn-
arskránni svo hægt sé að kalla til
bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu,
en ekki ráðgefandi eins og hingað
til hefur tíðkast.
„Ef menn eru að tala um
umsókn að aðild að ESB þyrfti að
vera til staðar heimild til að halda
raunverulega þjóðaratkvæða-
greiðslu, bindandi þjóðaratkvæða-
greiðslu, ekki bara svona könnun,
eða ráðgefandi,“ segir Sigmundur
í samtali við Fréttablaðið.
Í kosningabaráttunni lagði
Framsóknarflokkurinn áherslu
á að skýrt verði í stjórnarskrá
hvernig hægt verði að kalla eftir
þjóðaratkvæðagreiðslu og stjórn-
arskrárnefnd sem nú er að störf-
um hefur það verkefni meðal ann-
ars á sinni könnu.
Sigmundur segir að til þess
gæti komið að stjórnarskránni
yrði breytt á þessu kjörtímabili,
en til þess að þjóðaratkvæða-
greiðsla um ESB-málið kæmi til
greina „þyrfti að vera til staðar
heimild til að halda raunverulega
þjóðaratkvæðagreiðslu, bindandi
þjóðaratkvæðagreiðslu“.
Hann bætir við: „Eins og sakir
standa þá er ekki hægt að halda
bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu,
eingöngu ráðgefandi og um leið
kemur fram í stjórnarskrá að
[þingmenn] séu ekki bundnir af
neinu nema sannfæringu sinni.“
Forsætisráðherra var í við-
tali í Kastljósi í gærkvöldi þar
sem hann sagði meðal annars
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í
stjórnarmyndunarviðræðunum
síðasta vor ekki sett fram kröfu
um þjóðaratkvæðisgreiðslu um
ESB-mál og að framámenn innan
ESB hefðu krafist þess að Ísland
myndi skýra stöðu sína gagnvart
aðildarviðræðunum.
- þj, js / sjá síðu 12
Opnar á þjóðaratkvæði ef
stjórnarskrá verður breytt
Forsætisráðherra útilokar ekki að ákvörðun um framhald ESB-viðræðnanna verði lögð í hendur þjóðarinnar.
Til þess að svo verði, þurfi hins vegar að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Spurður að því hversu þungt það vegi í huga hans að 45.000 manns hafi
óskað eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort aðildarviðræðum
verði fram haldið segir Sigmundur:
„Ég hef mikinn skilning á því að fólk vilji hafa sem mest val og sé hlynnt
þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég hef sjálfur barist fyrir því að fólk fengi að af-
greiða mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, […] þegar
til hennar kemur, þarf að vera þess eðlis að það sé hægt að framfylgja
niðurstöðunni.“
Skilur að fólk vilji sem mest val
LITIÐ UPP MILLI LEIKJA Reykjavíkurskákmótið, hið fimmtugasta í röðinni, hófst í Hörpu í gær. Á meðal keppenda á
mótinu eru 27 stórmeistarar og þrjátíu alþjóðlegir meistarar og því ljóst að baráttan verður afar hörð. Þessi keppandi leit stutt-
lega af skákborðinu á meðan andstæðingurinn var niðursokkinn í að meta stöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN