Fréttablaðið - 05.03.2014, Síða 2
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
VERSLUN Eigandi verslunarinnar
Antikmuna á Klapparstíg hefur
ákveðið að loka versluninni eftir
40 ára rekstur í miðborginni.
Versluninni verður lokað eftir
næstu mánaðamót, um svipað leyti
og Fríðu frænku. Eftir verða tvær
antikverslanir í miðborginni, eftir
því sem Fréttablaðið kemst næst.
„Þegar maður stendur á kross-
götum er bæði ákveðin eftirvænt-
ing í því að takast á við eitthvað
nýtt, en um leið söknuður eftir
þessu gamla. Ég er búinn að vera
hérna í rúmlega tuttugu ár,“ segir
Ari Magnússon, eigandi Antik-
muna.
Ari segir húsnæðið einfaldlega
of dýrt miðað við veltu verslun-
arinnar. „Það koma alltaf tísku-
sveiflur í þessum bransa, það var
til dæmis mjög mikið um að vera á
tíunda áratugnum,“ segir Ari.
„Það komu til mín ungar
athafnakonur sem leist svo vel á
þennan stað og langar til að vera
með verslun með hönnun fyrir túr-
istana. Mér leist svo ljómandi vel
á þetta að ég ákvað að leigja þeim
húsnæðið,“ segir Ari.
Antikmunir tóku til starfa á
Laufásveginum árið 1974, en móðir
Ara tók við rekstrinum tveimur
árum síðar. Verslunin var svo flutt
á Klapparstíginn árið 1992, en þá
hafði Ari hætt á sjó og tekið við
rekstrinum af móður sinni.
„Við verðum með opið áfram
fram í fyrstu vikuna í apríl,“ segir
Ari. Hann segir mikið til af fal-
legum munum og allt verði selt á
útsölu áður en versluninni verði
lokað. Útsalan hefst á fimmtudag.
Hann segir árin í miðborginni
hafa verið góð, en segir fram-
kvæmdir þar hafa sett skugga á
þann tíma. „Það hefur verið mjög
erfitt fyrir reksturinn þegar fram-
kvæmdir sem hafa verið í gangi
hér hafa dregist úr hömlu.“
Ari er þó ekki alveg hættur í
antikvörunum, því hann ætlar að
koma sér upp aðstöðu til að gera
við og verðmeta fyrir þá sem hafa
áhuga á slíkri þjónustu.
Antikmunir er ekki eina antik-
verslunin í miðborginni sem fer
að loka dyrunum í síðasta skipti.
Verslunin Fríða frænka skellir í
lás um mánaðamótin, segir Anna
Ringsted, eigandi verslunarinnar.
„Ég ætla að hætta á toppnum,
mig langar til að breyta til. Það
fylgir þessu brjálæðislega mikil
vinna, og ég ákvað að hætta áður
en ég fengi nóg,“ segir Anna.
Hún segir reksturinn blómlegan
og vistina í miðborginni hafa verið
góða. Nú ætlar hún hins vegar að
söðla um og stefnir á að opna vef-
verslun með antikmuni með haust-
inu. brjann@frettabladid.is
Antikbúðirnar tínast
burt úr miðborginni
Tvær af fjórum antikverslunum í miðborginni ætla að loka um næstu mánaða-
mót. Antikmunir hætta eftir 40 ára rekstur. Eigandinn segir of dýrt að reka versl-
anir eins og þessa í miðbænum. Fríða frænka hættir á toppnum segir eigandinn.
HÆTTIR Viðskiptavinir geta kíkt í Antikmuni út fyrstu vikuna í apríl en eftir það
verður versluninni lokað eftir rúmlega 20 ár við Klapparstíginn, segir Ari Magnús-
son, eigandi verslunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þórólfur, kostar þetta ekki gras
af seðlum?
„Jú, en við græðum helling.“
Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur-
borgar, segir stefna í kalskemmdir á túnum
vegna viðvarandi klaka í borginni. Viðbúið sé
að sá þurfi fræjum í sárin.
STJÓRNSÝSLA Íslykill númer 100
þúsund var gefinn út af Þjóðskrá
Íslands í gær. Fyrsti Íslykillinn
var afhentur í apríl í fyrra, og tók
því innan við ár fyrir lyklana að
ná þessum áfanga, að því er fram
kemur á vef Þjóðskrár Íslands.
Íslykillinn er sérstakt lykil-
orð á netinu tengt kennitölu sem
notað er við innskráningu á vefn-
um island.is, á vefjum stofnana,
sveitarfélaga, félagasamtaka og
fyrirtækja. Lykilinn má í dag
nota á áttatíu vefsvæðum, og eru
daglegar innskráningar á bilinu
tíu til fimmtán þúsund á hverjum
degi. Upplýsingar um Íslykla og
eigendur þeirra eru dulkóðaðar
og því ekki vitað hver fékk lykil
númer 100 þúsund. - bj
Vinsæl rafræn auðkenni:
100 þúsund Ís-
lyklar afhentir
LÖGREGLUMÁL Breyta þarf reglugerð um sektir við
umferðarlagabrotum þannig að ekki verði lengur
miðað við 35 kílómetra hámarkshraða á klukkustund,
heldur verður miðað við 40 kílómetra hámarkshraða,
eins og hefur til dæmis verið tekinn upp á götum í
Stykkishólmi og Fjarðabyggð að ráðleggingum Vega-
gerðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá
innan ríkisráðuneytinu.
Þangað til breytingin gengur í gegn verður ekki til
heimild í reglugerð til að sekta ökumenn vegna hrað-
akstursbrota á svæðum þar sem hámarkshraðinn er
40 kílómetrar á klukkustund.
Í tilkynningunni segir: „Breyting á sektarreglugerð
er nauðsynleg þar sem að óbreyttu verður ekki hægt
að framfylgja hraðatakmörkuninni „40“ með sektum.“
Eftir sem áður er lögreglu heimilt að beita 15.000
króna sekt vegna ökuhraða sem er ekki í samræmi
við aðstæður, samkvæmt sömu reglugerð.
Önnur ástæða fyrir breytingunni er sú að leiðsögu-
kerfi í bílum annars vegar og hraðaskiltum hins vegar
ber ekki saman um hver hámarkshraðinn er á ákveðn-
um götum á vegum landsins.
Innanríkisráðuneytið auglýsir nú eftir umsögnum
við þessa reglugerðarbreytingu en umsagnarfrestur
rennur út þann 12. mars næstkomandi. Ráðgert er að
breytingin öðlist þegar gildi. - js
Breyta þarf reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum vegna ósamræmis:
Lögreglu skortir sektarheimildir
Þegar maður stendur
á krossgötum er bæði
ákveðin eftirvænting í því
að takast á við eitthvað
nýtt, en um leið söknuður
eftir þessu gamla.
Ari Magnússon,
eigandi Antikmuna
SVÍÞJÓÐ Lögreglan í Svíþjóð þarf
að greiða manni 100 sænskar
krónur í bætur, jafngildi tæpra
1.800 íslenskra króna, vegna poka
með bjór og kartöfluflögum sem
hvarf sporlaust.
Lögreglan yfirheyrði manninn
í Arvika en hann var síðan flutt-
ur til Karlstad eftir handtökuna.
Þegar hann var svo látinn laus
var poki með téðum bjór og flög-
um, sem hann hafði haft með sér,
horfinn, að því er sænskir fjöl-
miðlar greina frá. - ibs
Handtekinn fái greiðslu:
Lögreglan bæti
horfinn bjór
RIO DE JANEIRO K jötkveðjuhátíðinni í Ríó er nú lokið. Á ári hverju falla
til býsnin öll af búningum, fjöðrum og öðrum skrautmunum sem eru
notuð í hátíðahöldunum. Þetta rusl, sem skömmu áður er miðpunktur
athyglinnar í hátíðahöldunum, er skilið eftir á götum úti.
Í borginni er fjöldi fólks sem nýtir sér þetta fyrirkomulag og sankar
að sér þessu rusli til að selja eða nýta að nýju áður en ruslabílarnir
koma og hirða upp af götunum og ýmist selja eða búa til úr því nýja
búninga sem notast að ári liðnu. - js
Eftirhreytur kjötkveðjuhátíðarinnar í Rio de Janeiro:
Gera gott úr fölnuðum fjöðrum
VÍSINDI Veira sem hafði verið
frosin í sífreranum í Síberíu í
um 30 þúsund ár vaknaði eftir
að vísindamenn þíddu hana.
Þeir segja að þrátt fyrir þessa
löngu vist í frystinum sé hann
enn hættulegur amöbum og geti
smitað.
Mönnum er ekki talin stafa
hætta af veirunni, en vísinda-
mennirnir segja í samtali við
BBC að þeir óttist að aðrar
veirur sem hafa verið frosnar
lengi geti valdið hættu.
Sífrerinn í Síberíu er að
minnka, auk þess sem námur og
borholur gætu hleypt gömlum
veirum á borð við bólusóttar-
veiru aftur í umferð.
- bj
30 þúsund ára veira vaknar:
Smitar enn eft-
ir vist í sífrera
KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐ Brasilísk kona situr við hrúgu af búningum, fjöðrum og
munum sem fáeinum stundum áður voru miðpunktur athyglinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐ MÆLINGAR Innanríkisráðuneytið leggur til breytingar á
reglugerð þannig að miðað verði við 40 kílómetra hámarks-
hraða í stað 35 kílómetra hraða eins og víða er í þéttbýli.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LANDBÚNAÐUR Íslensk yfirvöld
þurfa að bæta opinbert eftirlit
með framleiðslu alifuglakjöts til
að tryggja að það samræmist EES-
reglum um matvælaöryggi, sam-
kvæmt Eftirlitsstofnun EFTA,
ESA.
Úttekt ESA sem birt var í gær
leiðir í ljós annmarka á opinberu
eftir liti hér á landi. Eftirlit í slát-
urhúsum er á höndum starfsmanna
sem hafi ófullnægjandi þjálfun, án
þess að opinberir dýralæknar séu
viðstaddir. Þar að auki hafi starfs-
leyfi verið veitt án þess að skilyrði
EES væru að fullu uppfyllt.
Meðal annars var bent á ann-
marka á hönnun og viðhaldi bygg-
inga og búnaðar sem og verk-
ferlum við þrif. Einnig þykir
örverufræðieftirlit með alifugla-
kjöti og öðrum alifuglaafurðum
hafa verið ófullnægjandi og innra
eftirlit matvælaframleiðenda með
eigin framleiðslu sé ófullnægj-
andi.
Matvælastofnun hefur tekið
athugasemdum sem fram komu í
skýrslunni til greina og sett fram
aðgerðaráætlun til að bregðast við
tilmælum ESA. - þj
Eftirlitsstofnun EFTA gerir fjölþættar athugasemdir í nýrri úttekt:
Ónægt eftirlit með alifuglarækt
HÆNSNABÚ Íslensk yfirvöld þurfa að
bæta eftirlit með alifuglarækt að mati
ESA. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
SPURNING DAGSINS
meiri orku
Orkulausnir henta þeim sem glíma
við orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda.
Hentar vel þeim sem vilja byggja upp orku
vegna vefjagigtar eða eftir veikindi.
Hefst 11. mars - 8 vikur