Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 4
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
LEIÐRÉTT
Ranglega kom fram á mynd með frétt
um niðurstöður skoðanakönnunar
Fréttablaðsins og Stöðvar 2 að Píratar
fengju þrjá þingmenn miðað við
stuðning í könnuninni. Rétt er að þeir
fengju sex þingmenn, eins og kom fram
í texta fréttar í blaðinu.
39 umsóknir bárust land-lækni um gögn til
vísindarannsókna úr gagnagrunnum
embættisins.
Þetta er svipaður fjöldi og í fyrra,
þegar 36 umsóknir bárust.
Heimild: Landlæknisembættið
SKIPULAG Fyrirhuguð byggð á
Hlíðarenda verður fjölbreytt. Gert
er ráð fyrir allt 560 íbúðum fyrir
almenning, þar verða líka byggð-
ar 40 námsmannaíbúðir og allt að
200 einstaklingsíbúðir fyrir náms-
menn.
Um helmingur íbúðanna verður
tveggja herbergja, og um tuttugu
prósent þriggja herbergja.
„Markmiðið er að skapa fjöl-
breytni í stærð og gerð íbúða fyrir
ungt fólk,“ segir Brynjar Harðar-
son, framkvæmdastjóri Vals-
manna.
Útfærsla deiliskipulags Hlíðar-
enda er byggð á vinningstillögu
Graeme Massie í samkeppni um
nýtt skipulag fyrir Vatnsmýrina
frá árinu 2008.
Fjölbreytni ríkir í byggingar-
stílnum, engin tvö eins útlítandi
hús verða hlið við hlið og gert
er ráð fyrir stórum innigörðum.
Jafnframt eru húsin misjafnlega
há, frá þremur upp í fimm hæðir.
Verslun og þjónusta verða á jarð-
hæð við breiðgötur. Við húsagötur
verða neðstu íbúðirnar hálfri hæð
yfir götu til að tryggja næði.
Bílageymslur fyrir íbúa verða
undir húsum og innigörðum. Bíla-
geymslur atvinnuhúsnæðis verða
fyrir aftan það, til að auðvelda
lestun og losun og koma í veg fyrir
truflun af völdum starfseminnar.
Samhliða því sem íbúðahverfið
rís verður ráðist í breytingar á
íþróttasvæði Vals að Hlíðarenda,
með tilfærstu á gervigrasi, fjölg-
un æfingavalla og byggingu knatt-
húss í hálfri stærð.
johanna @frettabladid.is
600 íbúða byggð á Hlíðarenda
Hafist verður handa við að byggja íbúðahverfi á Hlíðarenda næsta haust. Fyrstu íbúarnir flytja inn 2016. Um 40
íbúðir af 600 verða fyrir námsfólk. Talið er að uppbygging hverfisins muni kosta allt að 30 milljörðum króna.
Hlíðarendi er erfðafestuland sem Knattspyrnufélagið Valur hefur átt frá árinu
1939. Árið 2002 samdi Valur við Reykjavíkurborg um breytta landnotkun. Hluta-
félagið Valsmenn, sem stofnað var árið 1999 til að styðja uppbygginguna hjá
Val, keypti landið 2005 og gekk
kaupverðið til byggingar á nýju
íþróttahúsi. Valsmenn telja að
ekki hafi gengið sem skyldi að
hefja uppbyggingu á Hlíðarenda
til að fá inn tekjur. Þeir segja að
það sé einkum vegna endur-
tekinna breytinga og frestana
vegna skipulagsmála.
Valsmenn hf. eru að 40 pró-
sentum í eigu Vals, 60 prósent
skiptast milli 400 einstaklinga
sem lagt hafa fram hlutafé frá
50 þúsund krónum og upp í eina milljón króna.
Sérstakt félag, Hlíðarfótur, hefur verið stofnað um framkvæmdirnar á
Hlíðarenda. Valsmenn eru hluthafar í því auk fjárfesta.
➜ Erfðafestuland Vals að Hlíðarenda
„Mér er sagt að ég hafi einhvern tíma misst út úr mér að
með Hlíðarendaverkefninu stæðum við frammi fyrir því að
byggja síðasta hlutann af Hlíðunum eða fyrsta hlutann af
Vatnsmýrinni. Við erum klárlega að sjá fyrsta hlutann af
Vatnsmýrinni byggjast hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson, for-
seti borgarstjórnar.
Hann sagði að á Hlíðarenda kæmi saman í eitt mikilvægi
þess að samþykkja nýtt aðalskipulag, loka þriðju flugbraut-
inni og loks mikilvægi þess að byggja litlar eða miðlungs-
stórar íbúðir fyrir venjulegt fólk.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna sagðist
hlakka til að sjá hverfið verða að veruleika og sagðist sann-
færður um að uppbygging þess væri eitthvað sem flokkarnir
í Reykjavík gætu sameinast um.
„Ég er sannfærður um að þetta skipulag mun stuðla að
iðandi mannlífi á svæðinu. Menn hafa borið gæfu til að
hafa þetta margbreytilega byggð, bæði í húsagerð og stærð
íbúðanna,“ sagði Kjartan.
➜ Erum að byggja fyrsta hluta Vatnsmýrar
DÝR FRAMKVÆMD Svona gæti ein af breiðgötunum á Hlíðarenda litið út. Upp-
byggingin á Hlíðarenda er ein sú umfangsmesta sem ráðist hefur verið í. Jarðvegs-
framkvæmdir munu einar og sér kosta í kringum þrjá milljarða. Gatnagerðargjöld
sem byggingaraðilar þurfa að greiða munu nema að lágmarki 800 milljónum. Talið
er að framkvæmdin í heild muni kosta á bilinu 25 til 30 milljarða.
FRÉTTABLAÐIÐ/ALARK ARKITEKTAR
➜ Engin tvö eins útlítandi
hús verða hlið við hlið og
gert er ráð fyrir stórum inni-
görðum.
FULLBYGGT Svona á Hlíðarendahverfið að líta út
þegar það verður fullbyggt árið 2020.
SKIPULAGSMÁL Félagið Fylkir sem
á eignina Arnarholt á Kjalarnesi
hefur sótt um leyfi til að breyta
byggingunum í heilsuhótel. Í Arn-
arholti var um árabil endurhæf-
ing fyrir geðsjúka á vegum ríkis-
ins og Reykjavíkurborgar.
Fram kom í Morgunblaðinu
fyrir tæpu ári að Fylkir hefði þá
keypt Arnarholt sem að mestu
hefði staðið autt frá árinu 2005.
Kaupverðið hafi verið 120 millj-
ónir króna fyrir húsakostinn sem
sé um 4.800 fermetrar. - gar
Nýtt hlutverk geðdeildar:
Arnarholt verði
að heilsuhóteli
Rangt var farið með nafn Árna
Gunnars sonar, framkvæmdastjóra
Flugfélags Íslands, í blaðinu í gær.
ÍSRAEL Barack Obama, forseti
Bandaríkjanna, segir að Benjamin
Netanjahú, forsætisráðherra Ísra-
els, þurfi að taka „erfiðar ákvarð-
anir“ til að ljúka friðarviðræðum
við Palestínumenn.
Obama vonast til að friðarsamn-
ingur verði gerður fyrir 29. apríl
næstkomandi en lítið hefur þokast
áfram í friðarviðræðunum síðan í
júlí síðastliðnum þegar þær hófust
eftir þriggja ára hlé.
„Það er enn mögulegt að búa
til tvö ríki, gyðingaríkið Ísrael
og Palestínuríki þar sem fólk
lifir í sátt og samlyndi við frið og
öryggi,“ sagði Obama.
„En það er erfitt að framkvæma
það. Báðir aðilar þurfa að gera
málamiðlanir.“
Netanjahú, sem heimsótti forset-
ann í Hvíta húsinu í gær, sagði að
Ísraelar byggjust við því að hann
stæði fastur á sínu og að Palestínu-
menn hefðu ekki lagt sitt af mörk-
um upp á síðkastið til að draga úr
spennunni á svæðinu.
-fb
Barack Obama ræddi við forsætisráðherra Ísraels um framhald friðarviðræðna við Palestínumenn:
Segir erfiðar ákvarðanir bíða Netanjahús
RÆDDU
MÁLIN Obama
og Netanjahú
ræddu saman
í Hvíta húsinu
í gær.
MYND/AP
VIÐSKIPTI Rekstrarafgangur
Strætó á árinu 2013 nam 496
milljónum króna, sem er um 201
milljón meira en árið á undan.
Í tilkynningu um ársreikning
Strætó bs. kemur fram að rekst-
urinn hafi í meginatriðum verið í
samræmi við áætlanir.
Á árinu jókst handbært fé um
84 milljónir króna og nam í lok
árs um 904 milljónum króna. Þeir
peningar verða m.a. notaðir til að
fjárfesta í nýjum strætisvögnum
og rafrænni greiðslumiðlun. - fb
Ársreikningur Strætó bs.:
496 milljónir í
rekstrarafgang
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –
Í S L E N S K U R
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Föstudagur
Stíf SV-átt syðra.
SUÐVESTLÆGAR ÁTTIR Heldur umhleypingasamt veður þessa dagana með fremur
stífum suðvestlægum áttum og úrkomu með köflum í allflestum landshlutum en síst
þó um norðanvert landið. Hiti yfirleitt í kringum frostmark.
0°
3
m/s
1°
4
m/s
2°
6
m/s
4°
14
m/s
Á morgun
8-15 m/s hvassast NA-til.
Gildistími korta er um hádegi
2°
0°
0°
-3°
-2°
Alicante
Basel
Berlín
21°
13°
12°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
9°
13°
9°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
7°
7°
18°
London
Mallorca
New York
13°
21°
XX°
Orlando
Ósló
París
26°
4°
12°
San Francisco
Stokkhólmur
16°
4°
2°
10
m/s
4°
8
m/s
3°
7
m/s
2°
6
m/s
0°
3
m/s
1°
4
m/s
-4°
7
m/s
2°
0°
1°
0°
0°