Fréttablaðið - 05.03.2014, Page 6

Fréttablaðið - 05.03.2014, Page 6
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 ÚKRAÍNA John Kerry, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í opin- berri heimsókn sinni til Kænugarðs í gær að Rússar hefðu skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af ástandinu í Úkraínu. Hann sagði hegðunina óásættanlega hjá stór- veldi og G8-ríki eins og Rússlandi. „Engin sönnunargögn styðja röksemdafærslur þeirra,“ sagði Kerry. „Rússar hafa lagt mikið á sig til að búa til ástæðu til að ráð- ast enn lengra inn [í Úkraínu].“ Kerry sagði þjóð sína standa með Úkraínumönnum og hótaði því að Bandaríkjamenn muni grípa til refsiaðgerða ef Rússar draga ekki herlið sitt til baka frá Krímskaga. Talið er að eignafrysting komi þar til greina, auk þess sem Bandaríkin íhuga að sniðganga fund átta helstu iðnríkja heims, sem á að halda í Sotsjí í Rússlandi í júní. Kerry heimsótti einnig Líkneski hinna föllnu í Kænugarði, minnis- varða um þá rúmlega áttatíu mót- mælendur sem féllu í síðasta mán- uði. Barack Obama Bandaríkjafor- seti sagði að menn hafi „sterka trú“ á því að með aðgerðum sínum í Úkraínu hafi Rússar brotið alþjóð- leg lög. „Pútín forseti virðist hafa í sínum röðum mismunandi lögfræð- inga sem búa til mismunandi túlk- anir en ég held að hann sé ekki að gabba neinn,“ sagði Obama. Hann bætti því við að hernaðarí- hlutun Rússa í Úkraínu gæti orðið til þess að fæla þjóðir frá Rúss- landi. Hann telur jafnframt að Úkr- aína gæti bæði orðið vinaþjóð Vest- urlanda og Rússlands á sama tíma. Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, sakaði Vesturlönd um að hafa stutt „uppreisn sem bryti gegn stjórnarskránni“ í Úkraínu. Hann bætti við að Rússland áskilji sér rétt til að beita hervaldi til að vernda þá Rússa sem búa í Úkraínu en vonast til að þess gerist ekki þörf. Þetta voru fyrstu ummæli forsetans síðan fráfarandi for- seti landsins, Viktor Janúkovítsj, hrökklaðist úr embætti þegar mót- mælin náðu hápunkti. Pútín lítur enn á Janúkovítsj sem forseta landsins, þó að bráðabirgðafor- setinn Olexander Túrtsjínov, sem nýtur stuðnings mótmælenda, hafi tekið við embættinu. Pútín sagði vestræn ríki ýta undir stjórnleysi í Úkraínu með því að lýsa yfir stuðningi við mótmæl- endur og varaði við því að ef Vest- urlönd gripu til refsiaðgerða myndu þau fá það í bakið. „Við ætlum ekki að berjast við úkraínsku þjóðina,“ sagði Pútín. Bætti hann við að flutningur 150 þúsund manna herliðs að landa- mærum Úkraínu hafi verið fyrir- fram ákveðinn og tengdist ekkert núverandi ástandi í landinu. Í gær fyrirskipaði hann að herliðið sneri aftur til bækistöðva sinna í Rúss- landi. Við það hækkuðu hlutabréf í heiminum á nýjan leik eftir að þau höfðu tekið stóra dýfu vegna ástandsins á Krímskaga. Rússneskir hermenn, sem höfðu lagt Belbek-loftvarnastöðina á Krímskaga undir sig, skutu við- vörunarskotum út í loftið þegar um þrjú hundruð úkraínskir her- menn, sem áður stjórnuðu stöðinni, kröfðust þess að fá störf sín aftur. Í gærkvöldi skaut rússneski her- inn á loft langdrægri tilraunaeld- flaug frá tilraunasvæði sínu Kap- ustin Yar, skammt frá Kaspíahafi. Bandaríkjamenn voru látnir vita af flauginni, eins og alþjóðasamningar kveða á um. freyr@frettabladid.is 1. Hvað eiga bankar og Íbúðalána- sjóður margar íbúðir? 2. Hvernig vélum vill Atlantic Airways lenda á Reykjavíkurfl ugvelli? 3. Hver er heiðursgestur á Reykja- víkurskákmótinu? SVÖR: 1. 3.400. 2. Airbus 319. 3. Garrí Kasparov. Hágæða múrefni í Múrbúðinni Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Deka Acryl grunnur 1 kg 1.225,- 5 kg 4.590,- Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 8-18 Munið 5% Pallaafsláttinn. Leitið tilboða í meira magn. Látið fagmenn vinna verkin! Serpo 261 trefjamúr Fyrir múrkerfi 25 kg 3.790,- Weber Milligróf múrblanda 25 kg 1.795,- Weberdur 629 gipsmúr 30 kg 2.395,- Weber REP 980 þéttimúr grár 25 kg 3.690,- Weber Gróf Múrblanda 25 kg 1.645,- Deka Latex 5 lítr. 4.690,- Deka Hrað viðgerðarblanda 25 kg 4.175,- Deka Fíber trefja- styrkt múrblanda 25 kg 3.290,- og SKÓLAMÁL Stjórn Foreldrafélags Fjöl- brautaskólans við Ármúla hefur sent foreldrum og forráðamönnum nemenda hvatningu um að styðja vel við bakið á börnum sínum í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríki vegna hugsanlegs verkfalls kennara. Í áskorun foreldrafélagsins er undirstrik- að að samninganefndir kennara og ríkis- ins fundi stíft þessa daga svo ekki liggi fyrir hvort til verkfalls komi 17. mars. Foreldrafélagið kemur síðan á fram- færi skilaboðum frá umboðsmanni barna og samtökunum Heimili og skóla. „Brott- fall nemenda úr framhaldsskólum hefur verið mikið áhyggjuefni hér á landi og er hætt við að langvarandi verkfall verði til þess að fleiri nemendur hætti í skóla og ljúki ekki framhaldsnámi,“ vara þessir aðilar við. „Framhaldsskólanemendur eru hvattir til að missa ekki móðinn og stunda nám af fullum krafti þó hætta sé á verkfalli.“ Þá eru kennarar og annað starfsfólk framhaldskóla hvattir til að undirbúa nemendur eins vel og mögulegt er og gera allt til að koma í veg fyrir að nemendur flosni upp úr námi. - gar Foreldrar og starfsmenn framhaldsskóla fá hvatningu frá umboðsmanni barna og Heimili og skóla: Styðjið framhaldskólanema á óvissutímum Bandaríkin ætla að veita Úkraínu, sem er afar illa stödd fjárhagslega, eins milljarðs dala fjárhagsaðstoð vegna orkumála. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einnig að undirbúa fjárhagsaðstoð sem er hugsuð sem langtímalausn. Fjármálaráðherra Úkraínu telur að landið þurfi á 35 milljörðum dala að halda til að komast í gegnum þetta ár. Á sama tíma hafa Rússar dregið til baka afsláttinn sem þeir höfðu gefið Úkraínumönnum á gasverði. Þurfa 35 milljarða dala í fjárhagsaðstoð Skáldaðar ástæður fyrir afskiptum John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi í Úkraínu. FJÖLBRAUTA- SKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA Verkfall kennara í framhaldsskól- um gæti hafist 17. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GLAÐBEITTIR Í KÆNUGARÐI John Kerry ásamt bráðabirgðaforsetanum Olexander Túrtsjínov og forsætisráðherranum Arsení Jatsenjúk í Kænugarði í gær. MYND/AP © GRAPHIC NEWSHeimild: IISS *Eingöngu flotinn í Svartahafi Myndir: Getty Images Úkraínumenn myndu líklega eiga við ofurefli að etja ef Rússar myndu auka hernaðarumsvif sín enn frekar á Krímskaga. Úkraínski herinn, sem býr við fjárskort, er mun fámennari er hinn rússneski auk þess sem hann hefur yfir miklu færri skriðdrekum, herþotum, herþyrlum og herskipum að ráða. R Ú S S L A N D H E R M E N N S K R I Ð D R E K A R H E R Þ OT U R H E R ÞY R LU R H E R S K I P Ú K R A Í N A Hermenn að störfum 845.000 Hermenn til vara 2.000.000 = 10,000 = 100 = 50 = 50 = 2 Hermenn að störfum 129.950 Hermenn til vara 1.000.000 Herstyrkur Rússlands og Úkraínu borinn saman 250.000 64.750 2.750 1.150 1.571 231 392 139 25* 12 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.