Fréttablaðið - 05.03.2014, Page 8

Fréttablaðið - 05.03.2014, Page 8
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ÖRYGGISMÁL Aðeins ein viðbragðs- áætlun hefur verið unnin vegna gróðurelda á Íslandi. Búnaði til slökkvistarfa jafnt sem þjálfun slökkviliða er ábótavant. Þrátt fyrir vitundarvakningu um þá hættu sem af gróðureldum stafar eru hendur sveitarfélaga bundn- ar vegna fjárskorts. „Nei, þessi áætlun er sú eina en nokkrar eru á teikniborð- inu,“ segir Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislög- reglustjóra, spurður hver staða þessara mála sé, en árið 2011 var unnin ítarleg áhættuskoðun af embætti Ríkislögreglustjóra. Víðir vísar þar til viðbragðs- áætlunar vegna gróðurelda í Skorradal, sem segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða vegna gróðurelda. Markmið hennar er að tryggja skipulögð viðbrögð vegna elds, koma í veg fyrir eða takmarka tjón á gróðri og eignum og að þolendum slíkra hamfara berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Víðir segir að gerð viðbragðs- áætlunarinnar í Skorradal hafi varpað ljósi á ýmis vandamál sem nýtist í framhaldinu. Hann segir að þéttbýl sumar- húsasvæði þar sem er mikill gróður verði að ganga fyrir. „Þetta eru þau svæði sem við höfum langmestar áhyggjur af og verða skoðuð kerfisbundið,“ segir Víðir. „Við erum frekar illa stödd, mundi ég segja,“ bætir hann við spurður um hver stað- an sé almennt. „Bæði vegna þess að búnaður og þjálfun slökkvi- liðanna hafa ekki miðast við að takast á við stóra atburði tengda gróðureldum. Það er enn þá langt í það að við séum vel í stakk búin til að takast á við þetta, með vel búnum og þjálfuðum mannskap.“ Víðir bætir við að vissulega hafi eitt og annað verið gert, en heildstæð nálgun sé framtíðar- mál. „Þetta er bara gríðarlega dýrt, t.d. sérhæfður búnaður eins og léttari bílar sem komast frekar um þessi svæði. Sveitarfélögin hafa ekki haft neina burði í slíkar fjárfestingar, sérstaklega ekki á undanförnum árum,“ segir Víðir. svavar@frettabladid.is Aðeins ein áætlun er til vegna gróðurelda Búnaði og þjálfun slökkviliða er ábótavant með tilliti til gróðurelda. Sveitarfélög hafa enga burði til að bregðast við sífellt meiri hættu á miklum gróðureldum. Aðgerða er þörf strax var mat innan fjögurra lögregluumdæma árið 2011. Hætta á gróðureldum eykst ár frá ári, en þangað til Mýraeldar brunnu árið 2006 var almennt ekki hugsað um að sérstök vá stafaði frá sinu-, kjarr- og skógareldum á Íslandi. Í skýrslu vegna áhættuskoðunar Al- manna varna kemur þetta skýrt fram. „Eftir elda á Mýrum 2006 varð ljóst að undirbúa þarf betur viðbrögð við sinueldum og afla betri upplýsinga um helstu áhættusvæði, sérstaklega vegna vaxandi sumarbústaðabyggða víða um land og oft með erfiðu að- gengi. Landnýting hefur einnig breyst, kjarrgróður hefur vaxið og skógi verið plantað og með hlýnandi veðurfari hefur áhættan aukist til muna. Talið er líklegt að svæði fari stækkandi þar sem mikill eldsmatur er fyrir hendi og búast má við auknum sinueldum með miklum umhverfisáhrifum og tjóni í framtíðinni.“ Vegna þessa töldu forsvarsmenn í mörgum lögregluumdæmum að mikil eða gífurleg hætta stafaði af gróður- eldum og aðgerðir þyrfti strax. Þetta á t.d. við um höfuðborgarsvæðið, Borgarfjörð og Dali og Árnessýslu. ➜ Lengi grandalaus gagnvart hættunni Frá því var greint í fréttum Bylgjunnar í gær að Veðurstofa Íslands, í sam- vinnu við Mannvirkjastofnun, er að þróa aðferð til að mæla raka í gróðri til að geta varað við hættu á gróðureldum í þurrkatíð, eins og verið hefur suðvestanlands að undanförnu. Hafa tveir rakaskynjarar verið settir upp; á Þingvöllum og í Húsafelli. Framtíðarsýn Veðurstofunnar er að hægt sé að gefa út viðvaranir um gróðurelda í framtíðinni. Veðurstofan setur upp rakamæla SLÖKKVI- STARF Barist er við fjölda gróðurelda á ári, en nefnt er að slökkviliðin eiga ekki einu sinni fatnað sem hentar í slík störf. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Við erum frekar illa stödd mundi ég segja Víðir Reynisson, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra Kanarí með Guðna ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 6 80 86 3 /2 01 4 VITA er lífiðVITA Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Gott fólk 60+ Verð frá 149.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í íbúð á Walkirias. *Verð án Vildarpunkta 159.900 kr. 25. mars – uppselt ÍÍS L E N S K A S IA IS V IT 68 08 6 3/ 20 14 ÍÍS L E N S K A S IA .I S V IT 6 80 86 3 /2 01 4 Aukaferð 1. apríl í 12 nætur NÝTT Loksins á Íslandi! Nicotinell með Spearmint bragði - auðveldar þér að hætta reykingum Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.