Fréttablaðið - 05.03.2014, Side 14

Fréttablaðið - 05.03.2014, Side 14
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæð- ismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. Húsnæðismálin eru mikilvægt úrlausn- arefni. Nauðsynlegt er að Kópavogur stígi inn og fjölgi búsetuúrræðum fyrir ungt fólk sem og félagslegum íbúðum. Þróunin á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins er ekki ásættanleg þar sem lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir eru að kaupa upp hundruð íbúða. Ungt fólk má sín lítils í slíkri sam- keppni. Það er mjög brýnt að ganga strax í þessi mál. Það þarf að endurreisa með einum eða öðrum hætti húsnæðiskerfi sem núverandi ríkisstjórnarflokkar brutu niður á sínum tíma. Andstaða núverandi bæjar- stjóra við öflugan leigumarkað hefur komið fram, en mikilvægt er að þau sjónarmið verði ekki ráðandi í Kópavogi eftir kosning- ar í vor. Íþrótta- og tómstundamál eru meðal þess sem sveitarfélagið á að standa myndarlega að. Það þarf að bæta og skipuleggja íþrótta- og tómstundastarfið með hagsmuni iðkenda í huga, sérstaklega þeirra sem yngri eru. Öflugt íþróttabandalag í Kópavogi tel ég að geti orðið íþróttastarfinu til mikils fram- dráttar. Íþróttir og tómstundir snúa ekki einvörð- ungu að börnum og unglingum. Þar koma allir aldurshópar við sögu. Eldri borgarar í Kópavogi hafa verið virkir á þeim vettvangi og er það vel. Til að nýta enn betur þekkingu þeirra og reynslu tel ég að koma eigi á fót öldungaráði í bænum. Eldri borgarar myndu þar vera umsagnaraðilar og ráðgjafar um hvaðeina sem lýtur að aðstæðum þessa hóps í Kópavogi. Það þarf svo sannarlega að bæta þjónustu við þennan hóp íbúa í bænum. Undirstaða undir allar góðar hugmyndir fyrir betri Kópavog til framtíðar er að ná tökum á fjármálum Kópavogsbæjar sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa skilið eftir í afar slæmu ástandi. Skuldir Kópavogsbæjar nema nú um 40 milljörðum sem er afleitur árangur. Nýtt fólk sem hefur gefið kost á sér á lista jafnaðarmanna í Kópavogi er tilbúið til að gera Kópavog að betri bæ. Betri Kópavogur STJÓRNMÁL Pétur Hrafn Sigurðsson oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi ➜ Þróunin á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins er ekki ásættanleg þar sem lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir eru að kaupa upp hundruð íbúða. Ungt fólk má sín lítils í slíkri samkeppni. Karlaborgin Reykjavík Kvennabaráttan virtist litlu hafa skilað þegar forystumenn fram- boðanna í Reykjavík mættu í Stóru málin á Stöð 2 í fyrrakvöld. VG er eini flokkurinn sem er með konu í fyrsta sætinu, Sóleyju Tómasdóttur, og Líf Magneudóttir skipar annað sætið. Það kom í hlut Lífar að halda uppi merki kvenna í stjórnmálum í þessum þætti. Ágætri konu varð að orði að Reykjavík væri sannkölluð karlaborg þegar hún settist fyrir framan tækið að horfa á þáttinn. Flokkarnir í borginni hafa ekki tekið mikið mark á áskorun kvenna úr öllum stjórnmála- flokkum og þremur stærstu kvenna- hreyfingunum sem hvöttu til þess í upphafi árs að konur yrðu valdar í forystusæti. Svandís vill rannsókn Svandís Svavarsdóttir, formaður þing- flokks Vinstri grænna, vill rannsókn á styrkveitingum forsætisráðuneytisins til ýmissa verkefna á sviði húsfrið- unar og menningartengdra verkefna. Á Alþingi kom fram í svari for- sætisráðuneytisins við fyrirspurn frá Brynhildi Pétursdóttur, Bjartri framtíð, að ráðuneytið hafi úthlutað án auglýsinga rúmum 200 millj- ónum króna frá því Sigmundur Davíð Gunn- laugsson varð forsætisráðherra og rúmur helmingur fjárins hafi farið til að styrkja ýmis verkefni í kjördæmi forsætisráðherrans. Svandís vill að forsætisnefnd Alþingis óski eftir rannsókn og skýrslu frá Ríkisendur- skoðun um málið og er óskin borin fram fyrir hönd allra þingflokka stjórnarandstöðunnar. Stjórnar- andstaðan metur það svo að svar forsætisráðuneytisins um hvernig peningunum var varið leiði í ljós óljósa stjórnsýslu og ógagnsæi við úthlutun opinbers fjár og því telja þingflokkarnir tilefni til að óska eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar að málinu. johanna@frettabladid.is H ernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu vekur upp óþægi- legar minningar frá síðustu öld; um valdapólitíkina, þjóðrembuna og yfirganginn sem orsökuðu tvær heimsstyrjaldir með tilheyrandi hörmungum og mörg minni stríð. Tal rússneskra ráðamanna um að þeir séu bara að vernda hagsmuni Rússa á Krímskaga er endur- ómur af röksemdum Hitlers fyrir innlimun Súdetahéraðanna og Austurríkis í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Hafi saga tuttugustu aldar kennt okkur eitthvað, er það að til eru aðrar leiðir til að vernda réttindi þjóðernisminnihluta en tilfærsla landamæra með hern- aðaraðgerðum. Það tók reyndar langan tíma að læra það. Ef tog- streita er á milli þjóðernishópa á Krímskaga er óskandi að hægt sé að finna á henni lausnir svipaðar þeim sem fundust á Norður- Írlandi eða í Bosníu, bara án blóðsúthellinganna sem á undan gengu. Það hlýtur núna að vera verkefni Vesturlanda, sem hafa brugðizt hart við yfirgangi Rússa, að leita leiða til að leysa málið með friðsamlegum hætti. Vandinn er að rússnesk stjórnvöld sjá málið alls ekki í þessu ljósi, þótt yfirskinið sé að standa vörð um réttindi þjóðernis- minnihluta. Það hefur komið æ skýrar í ljós í valdatíð Vladímírs Pútíns að hann sýtir mjög missi heimsveldis Rússa þegar Berl- ínarmúrinn féll og Sovétríkin liðuðust í sundur. Hann og fylgis- menn hans hafa átt bágt með að þola að fyrrverandi fylgiríki og Sovétlýðveldi, til dæmis Tékkland, Pólland og Eystrasaltsríkin, fylli nú hóp vestrænna lýðræðisríkja, hafi gengið í Evrópusam- bandið og NATO og njóti hagsældar sem rússneskur almenningur gerir ekki. Stjórn Pútíns hefur alls ekki kunnað að meta tilburði Úkraínu til að fara sömu leið. Úkraína sótti um aðild að NATO, en dró umsóknina til baka, undir miklum þrýstingi frá Rússum, eftir að Janúkovítsj var kjörinn forseti fyrir fjórum árum. Úkraína hugð- ist sömuleiðis gera samstarfssamning við Evrópusambandið, en hætti við hann vegna þrýstings og gylliboða frá Rússum. Það var upphafið að mótmælunum, sem framkölluðu að lokum stjórnar- skipti í landinu. Nágrannaríki Rússlands geta alls ekki búið við þá ógn, að í hvert sinn sem hagsmunum rússnesks minnihluta er í hættu stefnt, að mati ráðamanna í Moskvu, sé hótað hernaðaríhlutun. Þess vegna verður umheimurinn að gera Pútín ljóst að hann muni ekki komast upp með þetta; að afleiðingarnar verði alvarlegar fyrir Rússa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði rétt í því að kalla rússneska sendiherrann í Reykjavík á sinn fund og koma á framfæri mótmælum við framferði Rússa í Úkraínu. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir utanríkisráðherra og aðra þá sem móta – eða telja sig móta – utanríkisstefnu Íslands hvort Rússland, sem ber æ fleiri einkenni einræðisríkis og beitir nágrannanna ofríki og ofbeldi, sé heppilegur bandamaður til að nudda sér utan í, til dæmis í norðurslóðamálum eða viðskiptum. Á því hlýtur að leika djúpstæður vafi eftir atburði síðustu daga. Rússar hafa lítið lært af sögu 20. aldarinnar: Einræði, ofríki og ofbeldi Pútíns Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is HALLDÓR MOTTUMARS.IS 908 1001 Hraustir menn HLÝÐA HREYSTIKALLINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.