Fréttablaðið - 05.03.2014, Side 16

Fréttablaðið - 05.03.2014, Side 16
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Frændi okkar, ALBERT MAGNÚSSON lést laugardaginn 1. mars á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 8. mars kl. 14.00. Lilja Ólafsdóttir Sigurður Pálmi Randversson Gunnar Randversson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR frá Kollsá, Hrútafirði, Bólstaðarhlíð 41, verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju laugardaginn 8. mars kl. 11.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8. Sætapantanir í síma 822-0329. Erla Karlsdóttir Sigurður Þórólfsson Ásdís Karlsdóttir Eiríkur Bjarnason Steinar Karlsson Björk Magnúsdóttir Margrét Karlsdóttir Sigurður Þórðarson Daníel Karlsson Helga Hreiðarsdóttir Indriði Karlsson Herdís Einarsdóttir Sveinn Karlsson Guðný Þorsteinsdóttir Sigurhans Karlsson Þórey Jónsdóttir Karl Ingi Karlsson Steinunn Matthíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri SNORRI ÞORSTEINSSON frá Hofsósi lést í Árósum laugardaginn 1. mars. Anne Hoffmeyer Pauli Thorsteinsson INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR fyrrverandi kennari lést á heimili sínu að Hrafnistu, Reykjavík, 28. febrúar sl. Ragnar Jónasson Eva Örnólfsdóttir Björn H. Jónasson Guðrún Þóroddsdóttir Móðir okkar, ÞORGERÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. mars kl. 15.00. Gísli Eiríksson Björg Eiríksdóttir Þorleifur Eiríksson Ívar Eiríksson Flosi Eiríksson Elín Eiríksdóttir Elskulegur bróðir okkar, JÓN KRISTINN FRIÐGEIRSSON er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Karlína Friðgeirsdóttir Gunnlaugur Jóhann Friðgeirsson Móðir okkar tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Heiða í Auðsholti, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Ása Einarsdóttir Gunnar Gunnarsson Guðmundur Gils Einarsson Jarþrúður Jónsdóttir Unnsteinn Einarsson Vilborg Einarsdóttir Magnús Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, BALDUR ÞORSTEINN BJARNASON lést 1. mars á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin verður auglýst síðar. F.h. fjöldskyldunnar, Iben Sonne Baldur Þór Baldursson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LILJA SUMARRÓS ÞORLEIFSDÓTTIR frá Naustahvammi, Mýrargötu 18, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 26. febrúar. Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstu- daginn 7. mars nk. kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Þórleifur Ólafsson Stefanía M. Júlíusdóttir Eiríkur Ólafsson Guðrún Þ. Níelsdóttir Guðbjörg K. Ólafsdóttir Hjalti Þórðarson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR dvalarheimilinu Grund, áður Gnoðarvogi 32, lést föstudaginn 28. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 10. mars kl. 13.00. Guðrún R. Axelsdóttir Einar Eiríksson Eiríkur Bergmann Einarsson Aino Freyja Jarvela Áslaug Einarsdóttir og barnabarnabörn. „Ég myndi nú vilja að áhuginn sem fólk sýnir þessu stafaði af því að ég er fær hljómsveitarstjóri, en ekki bara af því að ég er kona,“ eru fyrstu viðbrögð Hall- fríðar Ólafsdóttur, sem á sunnudaginn stjórnaði félögum úr Sinfóníuhljóm- sveitinni fyrst íslenskra kvenna, þegar falast er eftir viðtali um þann merka áfanga í íslenskri tónlistarsögu. Hallfríður hefur verið flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands í sautján ár, auk þess að vera höfundur Maxí- músar músíkúsar og hafa í tæp tíu ár unnið við fræðsluverkefnið sem hann stendur fyrir. Hún lærði flautuleik í Royal Academy of Music í London og tók þar hljómsveitarstjórn sem hliðar- grein. „Þar fékk ég leiðsögn um þetta fag. Síðan hef ég bara haft svo mikið að gera sem flautuleikari en hef af og til verið veifandi höndunum einhvers staðar og hef mikla ástríðu til þess að miðla tónlist. Þó þetta hafi verið litlir hópar sem ég hef verið að stjórna þá hef ég oft verið að vinna mjög flók- in verkefni. Við höfum verið að spila nútímatónlist á Norrænum músíkdög- um, Myrkum músíkdögum og víðar og það er alltaf gaman að gera eitthvað sem maður finnur að maður ræður við, það örvar mann til dáða. En ég hef ekki lagt neina ofuráherslu á að koma mér á framfæri sem hljómsveitarstjóra enda haft nóg að gera við að ala upp börnin, sinna fræðsluverkefninu með Maxímús og spila í Sinfóníuhljómsveitinni. Þetta tækifæri kom hins vegar á mjög hent- ugum tíma. Ég get alveg hugsað mér að fara að sinna þessum hluta tónlistarinn- ar meira og var þess vegna mjög fljót að bjóða mig fram í þetta verkefni fyrir tónleika Kítón.“ Hallfríður segir mjög marga gera sér grein fyrir því að tónlist kvenna fái minni athygli en karla en það séu líka margir sem neiti að horfast í augu við þá staðreynd. „Það er til dæmis mjög auð- velt að afgreiða málið með því að þetta sé ekki eins góð tónlist en við vitum nú flest að það er ekki málið. Kallarnir sem ráða mestu um tónlistarumfjöll- un muna flestir fyrst eftir strákunum og strákarnir eru líka duglegri við að koma sjálfum sér á framfæri. Við konur erum varkárari með það, viljum ekki troða öðrum um tær og erum stundum of hógværar. Auk þess hefur verið sýnt fram á að konur eru gagnrýnni á sjálf- ar sig og ég er engin undantekning frá þeirri reglu. Þess vegna var ofsalega gaman að um leið og við vorum búin á fyrstu æfingunni fékk ég mikinn með- byr, bæði frá kollegum mínum sem voru að spila hjá mér og eins frá sprenglærð- um hljómsveitarstjóra sem sagði að ég væri „frábær hljómsveitarstjóri“ og hvatti mig til að gera meira af þessu.“ Konur eru ekki margar í stétt hljóm- sveitarstjóra, þótt það sé nú hægt og hægt að breytast, er hljómsveitarstjórn- un kannski eitt síðasta glerþakið sem konur þurfa að brjóta? „Já, og mér fannst mikilvægt að við sýndum á þess- um tónleikum að konur eru fullfærar um að stjórna og dúndruðum hressilega í glerþakið.“ fridrikab@frettabladid.is Konurnar dúndruðu hressilega í glerþakið Á uppskeruhátíð Kítón í Hörpu á sunnudaginn stjórnaði Hallfríður Ólafsdóttir félögum úr Sinfóníuhljómsveitinni, fyrst íslenskra kvenna. Hún lærði hljómsveitarstjórn jafnhliða námi í fl autuleik, hefur leikið með Sinfó í sautján ár og stjórnað ýmsum tónlistarhópum. HALLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR „Kallarnir sem ráða mestu um tónlistar- umfjöllun muna flestir fyrst eftir strákunum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Hallfríður er mjög efnilegur stjórnandi og þetta gekk rosalega vel,“ segir Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, ein þeirra sem voru í hljómsveitinni sem Hallfríður stjórn- aði á sunnudaginn. „Ég hef ekki spilað hjá henni áður, en vissi að hún hefði verið að stjórna hér og þar og var mjög tilbúin að vera með í hljómsveitinni hennar. Mér sýndist líka vera mjög mikil ánægja með þetta framtak. Þótt það halli ekki alls staðar á konur í tónlist þá er það tilfellið mjög víða og gott að vera meðvitaður um það.“ Gekk rosalega vel

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.