Fréttablaðið - 05.03.2014, Side 24
FÓLK|FERÐIR
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði, sem reistur var árið 1903 að Búð-um og var síðar nýttur sem íbúð-
arhús á Hafnarnesi, fær fljótlega nýtt
hlutverk þegar honum verður breytt
í hótel á Fáskrúðsfirði. Spítalinn var
einn þriggja spítala sem franska ríkis-
stjórnin lét reisa hérlendis í upphafi
síðustu aldar en þá stunduðu franskir
sjómenn veiðar á Íslandsmiðum.
Það er Minjavernd sem hefur haft
veg og vanda af framkvæmdunum en
Þorsteinn Bergsson, framkvæmda-
stjóri Minjaverndar, segir félagið
hafa verið að skima eftir verkefnum á
landsbyggðinni þegar starfsmenn þess
hnutu um spítalann þar sem hann stóð
í eyði úti á Hafnarnesi.
„Í fyrstu var hugmyndin að ráðast
í endurbætur á húsinu þar sem það
stóð en fljótlega sáum við að erfitt
var að finna not fyrir húsið þar. Því
var ákveðið að flytja húsið aftur til
Fáskrúðsfjarðar. Upphaflega voru uppi
hugmyndir um að setja það á gamla
sökkulinn en við fundum betri stað á
ónýttri lóð, fyrir neðan Læknishúsið
sem Frakkar reistu árið 1907.“
Eftir að veiðar franskra sjómanna
lögðust niður var húsið flutt sjóleiðis
út á Hafnarnes árið 1939 og nýtt sem
íbúðarhús og skóli. Mest bjuggu þar
milli 50-60 manns. Frá árinu 1964 hefur
húsið hins vegar staðið autt og nær
ekkert viðhald fengið.
„Ákvörðun um endurbætur var
tekin árið 2008 og síðan þá hefur verk-
efnið vaxið töluvert. Ekki eingöngu var
spítalinn tekinn í gegn heldur einnig
Læknishúsið, sjúkraskýlið sem var
fyrsta húsið sem Frakkar reistu þar,
kapellan frá 1898 og síðan byggðum
við eftirmynd af líkhúsinu. Þannig var
framkvæmdin orðin stórt verkefni
sem skiptir atvinnulífið á Fáskrúðs-
firði miklu máli og gerir heilmikið fyrir
bæjarbraginn.“
Í sumar mun Fosshótel opna þar
þriggja stjörnu hótel en húsið verður
tengt við Læknishúsið með göngum.
Í hótelinu verða 26 rúmgóð herbergi
til að byrja með og veglegur veitinga-
staður. Í Læknishúsinu og göngunum
milli húsanna verður sett upp sýning
um frönsku sjómennina, húsin tvö og
samskipti þjóðanna undanfarnar aldir.
Stefnt er að því að opna hótelið
um mánaðamótin maí-júní en formleg
opnun verður 14. júní. Safnið verður
opnað á sama tíma en formleg opnun
þess, ásamt blessun kapellunnar,
verður á Frönskum dögum 26. júlí.
■ starri@365.is
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
MIKIL BREYTING Nýja hótelið verður opnað í sumar á Fáskrúðsfirði. Verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir.
MYND/EMMA INGIBJÖRG VALSDÓTTIR
EYÐIBÝLIÐ Franski spítalinn stóð í eyði frá 1964 og fékk nær ekkert viðhald á
þeim tíma.
BREYTT BÆJARMYND Endurbætt kapella og sjúkraskýli.
SPÍTALINN FLYTUR
UM SET
Flutningur hófst í sept-
ember 2010.
MYNDIR/ÞORSTEINN BERGSSON
FRANSKUR SPÍTALI
Í NÝJU HLUTVERKI
NÝTT HÓTEL Gamalt hús fær nýtt hlutverk á Fáskrúðsfirði þegar því verður
breytt í hótel. Fróðleg sýning um frönsku sjómennina verður á sama stað.
Mígreni.is
Þjáist þú af
eða einhver sem þú þekkir
Vísindalega sannað að MigreLief gagnast við mígreni
Fæst í apótekum og heilsubúðum
Náttúrulegt
fyr i rbyggjandi v í tamín
fæðubótarefni æt lað
mígrenis júkl ingum
fæst án ly fseði ls .
Sverrir Birgir Sverrisson
Sími 512 5432
sverrirb@365.is
Kolbeinn Kolbeinsson
Sími 512 5447
kolli@365.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Sérblaðið Fermingar kemur út Fimmtudaginn 13.mars
FERMINGAR
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín