Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 28
 | 8 5. mars 2014 | miðvikudagur „Við vorum að skila uppgjöri sem var býsna nálægt því sem við höfð- um kynnt í okkar fjárfestakynn- ingum í tengslum við útboð og skráningu á markað, annars vegar hvað varðar afkomu og hins vegar tillögur um arðgreiðslur,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, og vísar í afkomu tölur félagsins fyrir árið 2013. Þar kom fram að heildarhagn- aður N1 nam 637 milljónum króna á árinu, samanborið við rúmlega 1.190 milljónir árið 2012, og tillög- ur stjórnar um arðgreiðslur námu 1.650 milljónum króna. „Það er verið að leggja til býsna háar arðgreiðslur sem skýrast af því að hér hefur ekki verið greidd- ur arður í mörg ár.“ Eggert var ráðinn forstjóri N1 sumarið 2012 og þá hafði hann stýrt HB Granda í átta ár. „Upphaflega lærði ég rafmagns- verkfræði í Þýskalandi og starf- aði eftir það sem verkfræðingur hjá Járnblendifélaginu á Grundar- tanga við rannsóknir og þróunar- störf. Eftir fimm ár þar fluttum við fjölskyldan til Spánar þar sem ég tók MBA við IESE-viðskiptaháskól- ann í Barcelona,“ segir Eggert. Eftir MBA-námið var Eggert ráð- inn til Philips Electronics í Belgíu og árið 2000 til Philips í San José í Kaliforníu þar sem hann starfaði þangað til fjölskyldan flutti aftur heim árið 2004. „Þetta var gríðarlega lærdóms- ríkur tími, sérstaklega Kaliforn- íuárin þar sem við vorum að vinna náið með stóru amerísku tölvufyrir- tækjunum Dell, Apple, Hewlett Packard, IBM og Microsoft,“ segir Eggert. Hann er mikill tónlistaráhuga- maður en hann spilar bæði á gítar og syngur í Karlakór Reykjavíkur. Hann byrjaði í kórnum í haust og söng fyrst opinberlega á tónleik- um hljómsveitarinnar Skálmaldar í Eldborgarsal Hörpu í nóvember. „Það eru mikil plön hjá mínum ágæta kór og það verða miklir tón- leikar í vor og síðan er stóra planið að fara í kórferð til Pétursborgar í haust.“ Eggert er kvæntur Jónínu Lýðs- dóttur, hjúkrunarfræðingi og nema í ferðamálafræði, og á þrjú börn á aldrinum 16 til 24 ára. „Við hjónin reynum að ganga á fjöll eftir því sem við getum. Und- anfarin sumur höfum við farið á Hornstrandir en næsta sumar ætlum við á Lónsöræfi. Svo er maður að dröslast í þessu golfi en ég byrjaði í sportinu á gamalsaldri, þannig að það hefur verið smá barn- ingur að ná tökum á því. En það er gaman þegar vel gengur.“ SVIPMYND Haraldur Guðmundsson - haraldur@frettabladid.is Söng með Skálmöld í Hörpunni Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, lærði upphaflega rafmagnsverkfræði í Þýskalandi. Hann hefur stýrt félaginu frá sumri 2012. Eggert er mikill tónlistaráhugamaður og spilar á gítar og syngur í karlakór. „Eggert Benedikt er eindæma skemmtilegur félagi og drengur góður. Hann kemur sífellt á óvart með smellnum vísum sem gefa lífinu lit og lyfta við- skiptaumhverfinu á skemmti- legt plan. Hann hefur einnig mikla tónlistargáfu og stofnar hljómsveitir eins og ekkert sé, ásamt því að syngja með Karlakór Reykjavíkur, það er því aldrei leiðinlegt í kringum Eggert. Sjálfsagt hafa þessar sérgáfur hans stutt við hversu vel honum hefur farnast í íslensku viðskiptalífi, hann er laus við öll látalæti og kemur til dyranna eins og hann er klæddur og nær því góðum tengslum við fólk og fyrirtæki.“ „Ég kynntist Eggert í gegnum Samtök atvinnulífsins og Við- skiptaráð. Við vorum þar saman í nefnd með tveimur öðrum. Við náðum strax vel saman enda Eggert maður sem gaman er að vera nálægt – skemmti- legur og málefnalegur. Karlinn er ótrúlega hagmæltur og þegar við kynntum niðurstöðu skýrslu sem við unnum að var hún meira og minna í bundnu máli. Íslandsbanki vann síðan þétt með N1 við skráningu félagsins og var sú samvinna frábær í alla staði. Eggert er toppmaður.“ Málefnalegur toppmaður STJÓRNANDI Eggert hafði starfað hjá HB Granda í einungis hálft ár þegar hann var gerður að forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já.is. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Pétur Marteinsson er gestur Klinksins á Vísir.is í þessari viku. Pétur er einn eigenda og stofn- enda Kex hostels á Skúlagötu, ásamt því að stefna að opnun veit- ingastaðarins Dills á Hverfisgötu á næstunni. Pétur ræddi við Klinkið um hostel og veitingareksturinn, nýju staðina á Hverfisgötu þar sem einnig verður opnaður pitsustaður en Pétur og félagar ætla að reyna að breyta pitsumenningu landans. Pétur er einnig ásamt vinum sínum í Vesturbænum að stefna á opnun kaffihúss rétt við sundlaug- ina þar, en þeir vinir telja þörf á slíku í hverfið þar sem íbúar geta farið fótgangandi til að lyfta sér upp í góðra vina hópi. PÉTUR MARTEINSSON Samkeppnin er orðin mikil og ég held að það sé af hinu góða Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Viðtalið við Pétur Marteinsson er hægt að sjá í þættinum Klinkinu á www.visir.is. „ÞAÐ VIRÐIST RÍKJA ÁKVEÐIÐ GULLÆÐI Í FERÐAÞJÓNUSTU. ÞAÐ ER VERIÐ AÐ OPNA HÓT- EL OG GISTIHEIMILI OG HOSTEL ÚTI UM ALLAR TRISSUR Í REYKJAVÍK. ÞETTA ER ERFIÐARI BIS- NESS HELDUR EN MARG- IR HALDA ÞEGAR ÞEIR ANA ÚT Í ÞETTA.“ Skemmtileg blanda af matarkrá, viðburðum og tónlist laðar til þeirra þá ferðamenn sem jafnvel eru vanir að vera á hótelum en gætu hugsað sér að vera á hostelinu þeirra. Pétur og félagar hans skilgreina viðskiptavini sína ekki út frá neinum hagrænum mælikvarða heldur frekar menningarlegum mælikvarða. Þeir vilja viðskiptavini sem vilja vera hjá þeim – óháð efnahag. Menningarlegur mælikvarði á viðskiptavini Kveikjan að Kexi hosteli var spjall Péturs og vina hans um hvað skipti þá máli í lífinu; tónlist, matur, drykkur, bjór og vín. Eftir að þeir fundu húsnæðið á Skúlagötu 28 – gömlu kexverksmiðjuna Frón – varð ekki aftur snúið. Það sem skiptir máli í lífinu Fyrir tveimur árum hóf Gunnar Karl Gíslason, yfir- kokkur á veitingastaðnum Dilli í Norræna húsinu, samstarf við Pétur og félaga hans á Kexinu. Gunnar sér um matseðilinn á Kexi og Dill verður fljótlega flutt úr Norræna húsinu á Hverf- isgötu, þar sem staðurinn verður minnkaður. Gunnar mun einnig sjá um pitsu- staðinn sem opnaður verður í sama húsi. Kex, Dill og pitsur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.