Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
20
BETRI ÁRANGURNutrilenk hjálpar til við að auka heilbrigði liðanna, minnka verki og stirðleika og eykur þar með hreyfigetu og færni, segir Ásta.
N utrilenk hefur hjálpað ótrúlega mörgum sem hafa fundið fyrir verkjum og stirðleika í skrokkn-um og í raun hefur fólk fengið nýtt líf,“ segir Ásta Kjartansdóttir, vörustjóri hjá Gengur vel ehf. Nutrilenk Active er hentugt fyrir þá sem þjást af stirð-leika og verkjum í liðum þar sem það hefur áhrif á liðvökvann en Nutrile kGold er fy i þ
meðhöndluðum hanakambi sem inniheldur hátt hlutfall af náttúrulega
efninu hýalúronsýru sem getur aukið
liðleika og séð til þess að liðirnir séu vel
smurðir svo fólk geti hreyft sig af fullum
krafti án hindrana. Margir þeir sem stunda stífar æfingar þar sem reyniróhóflega á liðin h f
FYRIR AUMA OG STIRÐA LIÐI!GENGUR VEL KYNNIR Nutrilenk Active er frábært efni fyrir þá sem eru í mikilli
hreyfingu og þjást af stirðleika og verkjum í liðum. Einstakt smurefni fyrir liðina.
MÆLA MEÐ
„Margir læknar
mæla með Nutri-lenk og sjúkraþjálf-arar kírópr kt
ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN
Íslensku tónlistarverðlaunin fagna 20 ára afmæli í ár. Glæsilegir tón-
leikar verða að því tilefni í Eldborg, Hörpu, annað kvöld kl. 20. Margir
þekktustu tónlistarmenn landins koma fram auk þess sem fram fer
verðlaunaafhending fyrir það besta á síðasta ári. Kynnir verður
Vilhelm Anton Jónsson betur þekktur sem Villi Naglbítur.
Ný sending
frá
Mos Mosh
Skipholti 29b • S. 551 0770
Afmælisdagar!Max Mara vörur í öllum stærðum á 10% kynningarverði.
Erum með afsláttarhorn. Nýjar sendingar af fatnaði fyrir fríið eða fermingarnar. Sjáið myndirnar á facebook.com/Parisartizkan
FERMINGARFIMMTUDAGUR 13. MARS 2014
2 SÉRBLÖÐ
Fermingar | Fólk
Sími: 512 5000
13. mars 2014
61. tölublað 14. árgangur
MENNING Lestrarvenjur
ungra bókaorma verða kynnt-
ar á barnabókaráðstefnu. 32
LÍFIÐ Embla Vigfúsdóttir og
Auður Ösp hanna matseðil
fyrir sérstaka líkamsparta. 54
SPORT Stelpurnar okkar
tóku bronsið í hundraðasta
landsleik Dóru Maríu. 50
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
Stór pizza af matseðli,
2L Coke og Súkkulaði-,
Kanil- eða Ostagott. Ef þú sækir, 13.–16. mars.
OPIÐ TIL
21
Í KVÖLD
Bolungarvík -1° V 14
Akureyri 1° V 13
Egilsstaðir 2° V 8
Kirkjubæjarkl. 4° V 7
Reykjavík 3° V 11
Él vestanlands og með norður-
ströndinni en bjart austan til.
Strekkingsvindur eða allhvasst. Hiti um
og yfir frostmarki. 4
ÖRYGGISMÁL „Samkvæmt skil-
greiningu tryggingafélaganna
er stór hluti bílaflota slökkvilið-
anna fornbílar. Ég tek undir það
að tölurnar eru sláandi,“ segir Jón
Viðar Matthíasson, slökkviliðs-
stjóri höfuðborgarsvæðisins.
Bílafloti slökkviliðanna í land-
inu er kominn til ára sinna, en sex
af hverjum tíu slökkvibílum eru
eldri en 25 ára og væru því gjald-
gengir á fornbílaskrá. Slökkvi liðin
í landinu eru 37 og bílakosturinn
um 180 slökkvibílar. Innan við
fjórðungur bílaflotans er yngri en
20 ára og aðeins 6% bílanna keypt
á síðasta áratug eða um 10 alls,
samkvæmt gagnabanka Mann-
virkjastofnunar.
Eins og Fréttablaðið hefur
fjallað um að undanförnu er
útbreidd skoðun að gæta verði að
uppbyggingu brunavarna í land-
inu. Brunavarnaáætlanir hafa ekki
verið gerðar eða eru ekki uppfærð-
ar, en í lögum segir að brunavarna-
áætlun eigi að tryggja að slökkvilið
hvers svæðis sé þannig mannað,
skipulagt, útbúið tækjum, mennt-
að og þjálfað að það ráði við þau
verkefni sem því eru falin.
Þjálfun og endurmenntun
slökkviliðsmanna rennur í sama
farvegi og tækja- og bílakaup,
vegna fjárhagsvanda sveitarfélag-
anna. „Það liggur fyrir að endur-
menntun og þjálfun þarf að vera
betri hjá öllum. Það liggur í hlut-
arins eðli að þessir þættir sitja
á hakanum þegar glíma þarf við
stærri mál,“ segir Jón Viðar sem
telur að slökkviliðin í landinu séu
of mörg og vanmáttug mörg hver.
„Það er engin spurning í mínum
huga að víða á landinu muni verða
mjög til bóta að sam-
eina slökkvilið í stærri
og sterkari einingar,
og í raun aðeins tíma-
spursmál hvenær í
þetta verður ráðist.“
Um þessar mundir
er mikil uppsveifla í
ferðaþjónustu, og eins
og nauðsyn krefur fylgir
uppbygging innviða. Hótelum
mun fjölga hratt ef áform ganga
eftir, en færri ræða hvað verður
að fylgja slíkri uppbyggingu.
„Það er til dæmis ekkert gefið,
þegar nýtt hótel er byggt á nýjum
stað úti á landi, að til staðar séu
innviðir í samræmi við það, og
geti svarað kallinu,“
segir Jón Viðar.
- shá / sjá síðu 12
60% falla í flokk fornbíla
Huga verður að endurnýjun tækjabúnaðar slökkviliðanna, að mati slökkviliðsstjórans á höfuðborgarsvæðinu.
Þjálfun og endurmenntun hefur setið á hakanum eftir hrun. Slökkviliðin of mörg og sameining nauðsynleg.
NÁTTÚRA Rennsli í Tungnaá er
komið niður fyrir sögulegt lág-
mark og rennsli í efri hluta Þjórsár
og Blöndu er nærri þeim mörkum
einnig. Vatnsforði Landsvirkjunar
í miðlunarlónum stefnir í að verða
jafn slæmur og í fyrra, en þá hafði
aðeins eitt vatnsár mælst óhagstæð-
ara í sögu fyrirtækisins.
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, segir fyrirtækið nú end-
urmeta þörf á orkuskerðingu vegna
þessara óvenjulegu aðstæðna. Heim-
ildir sem fyrirtækið hefur til skerð-
inga eru fullnýttar sem stendur.
„Það er allavega ekki komið að
því,“ segir Hörður spurður hvort
þessar óvenjulegu veðuraðstæður
með minnkandi rennsli í miðlunar-
lónin þýði að frekari orkuskerðing
sé nauðsynleg.
Undanfarin tíu ár hefur vatnsbú-
skapur Landsvirkjunar verið góður;
óvenjumörg ár hafa verið með inn-
rennsli yfir meðallagi og bara árið
í fyrra sem breytir þeirri mynd.
- shá / sjá síðu 4
Landsvirkjun endurskoðar skerðingarþörf raforkuvinnslu vegna þurrka:
Rennsli Tungnaár aldrei minna
Í hálfa
öld eru
ekki dæmi um minna rennsli
í ám sem Landsvirkjun nýtir.
50 ár
SKOÐUN Jórunn Tómasdóttir
skrifar um allsherjarlausn á
vanda menntakerfisins. 21
VINNUMARKAÐUR Bjartsýni ríkir
hjá þeim sem starfa í byggingar-
iðnaði. Finnbjörn Hermannsson,
formaður félags Byggiðnar, segir
að atvinnuleysi meðal félags-
manna heyri nú nánast sögunni
til.
„Mönnum
finnst það mikill
léttir að vera
lausir við þessa
uppsagnarvofu
sem stöðugt
hefur hangið
yfir fólki síðustu
misseri,“ segir
Finnbjörn.
Ingólfur Bender,
forstöðumaður greiningar
Íslandsbanka, segir að vöxtur í
nýbyggingum hafi aukist stöðugt
frá 2010 eða frá því að hagvöxtur
fór að taka við sér.
„Eftirspurn eftir vinnuafli í
þessum geira hefur farið vaxandi
samhliða því að fjárfesting hefur
verið að taka við sér,“ segir
Ingólfur.
- jme / sjá síðu 6
Bjartsýni í byggingariðnaði:
Atvinnuleysi
úr sögunni
NÓG AÐ GERA Starfsmenn Já-verktaka, sem hömuðust í gær við að steypa veggi í nýrri slökkvistöð sem er í smíðum í
Mosfellsbæ, gáfu sér tíma til að vinka ljósmyndara þegar hann átti þar leið hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FINNBJÖRN
HERMANNSSON
Vatnstjón kostuðu á
þriðja milljarð króna
Á síðasta ári komu upp 6.700 dæmi
um vatnstjón, eða sem svarar 18
á dag. Einstaklingar tóku á sig 753
milljónir. 16
Stefnt á einkaleyfi í gígnum For-
sætisráðuneytið gefur út sérstakt
nýtingarleyfi til langs tíma vegna
náttúruperlunnar í Þríhnúkagígum. 2
Lögbannskröfu hafnað Land-
eigendafélag Geysissvæðisins hefur
innan fárra daga gjaldtöku af ferða-
mönnum. 4
Tíunda hvert flug seint Viðbragðs-
tími í sjúkraflugi var 68 sinnum utan
við umsamin tímamörk. Sjúkratrygg-
ingar telja að aðeins tvisvar hafi skýr-
ingar á töfunum verið óviðunandi. 8