Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 24
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24 Alþjóðageirinn var umfjöllunar- efni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalum- fjöllunarefnum þingsins var „1.000 milljarða áskorunin“ svo- kallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahag- vexti án auk- innar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum. Ef mæta á þeirri áskor- un án þess að ganga á takmarkað- ar náttúruauðlindir gegnir vöxtur alþjóðageirans lykilhlutverki. Gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á vaxtarmöguleika voru mikið rædd á þinginu en skaðsemi þeirra kemur hvað skýrast fram í alþjóðageiranum. Nú eru rúm fimm ár liðin frá setningu haft- anna og engin opinber áætlun um afnám þeirra liggur fyrir. Það er enginn vafi á að viðfangsefnið er flókið og að vanda þarf til verks í þeirri vinnu. En ekki síður mikil- vægt er að átta sig á þeim fórnar- kostnaði sem fólginn er í frekari töfum á afnámi hafta og áhrifum á framtíðarlífskjör í landinu. Fórnarkostnaðurinn 80 ma. kr.? Kostnaði vegna gjaldeyrishafta má skipta í beinan kostnað vegna umsýslu annars vegar og óbein- an kostnað vegna efnahagslegra áhrifa hins vegar. Beini kostnað- urinn – í formi eftirlits, útboða, undanþágubeiðna, ráðgjafar og annarrar umsýslu vegna haftanna – er umtalsverður. Hann má sín þó lítils í samanburði við þann óbeina kostnað sem hlýst af höftunum í formi minni nýliðunar og hæg- ari vaxtar fyrirtækja í alþjóða- geiranum. Það er erfitt að mæla töpuð tækifæri, en þróun síðustu ára gefur engu að síður vísbendingar um þann skaða sem höft á fjár- magnsflutningum hafa valdið innan alþjóðageirans. Þegar flæði fjármagns var frjálst jókst útflutningur geirans hratt, eða um 8% á ári yfir 15 ára tímabil. Bæði fyrir og eftir þann tíma, þegar fjármagnshöft voru til staðar, varð aftur á móti stöðnun og jafnvel samdráttur í útflutningi geirans. Miða mætti við sögulegan vöxt alþjóðageirans utan hafta sem efri mörk í mati á neikvæðum áhrifum fjármagnshafta. Neðri mörk væru að neikvæð áhrif haftanna á þenn- an vöxt væru engin. Ef notast er við varfærið mat og gert ráð fyrir að kostnaðurinn liggi þar mitt á milli fæst að útflutningstekjur árs- ins 2013 væru um 80 ma. kr. hærri án hafta heldur en raunin varð. Sá mismunur jafngildir um einni milljón króna í gjaldeyristekjur á hverja íslenska fjölskyldu. Aldrei verður hægt að meta nákvæmlega hvað höftin kosta okkur í formi tapaðra tækifæra. Þessari áætlun er því hvorki ætlað að vera nákvæm né tæmandi, heldur einungis að gefa hugmynd um hver raunverulegur fórnar- kostnaður haftanna gæti verið. Sé hann í líkingu við þær tölur sem hér eru nefndar er ljóst að skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir lífs- kjör í landinu. Afnám með heildstæðum hætti Á undanförnum vikum hefur umræða um afnám hafta aukist til muna. Það er jákvæð þróun enda er mikil hætta fólgin í því að áhættufælni og vanafesti færi afnám hafta aftar á forgangslista stjórnvalda. Enn fremur er upplýst umræða grundvöllur þess að sátt ríki um þann tímabundna efna- hagslega óstöðugleika sem getur fylgt afnámi. Þar sem höftin hafa takmörkuð áhrif á daglegt líf ein- staklinga er mikilvægt að gagnsæi ríki um þann skaða sem þau valda fyrir framtíðarlífskjör í landinu. Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bankanna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykil- hluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varanleg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í alþjóðleg- um rekstri verði gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. Aðeins þannig verða forsendur fyrir áðurnefndri 1.000 milljarða aukningu í útflutningi á næstu tuttugu árum. Hvað kosta höftin? Fæðing barns er krafta- verk. Foreldrarnir fagna, afinn og amman fagna, fjölskyldan fagnar. Allir í fjölskyldunni trúa því að með stuðningi samfélags- ins verði henni gert kleift að koma barninu til manns. Barnið fái tækifæri til að vaxa og dafna, njóta hæfi- leika sinna, hamingju og tækifæra til að taka virk- an þátt í samfélaginu. Sem betur fer eiga flest börn hamingjuríka æsku og taka jöfnum, nokkuð átakalausum skrefum út þroska sinn allt til full- orðinsára. Foreldrarnir reyna að styðja börnin sín eftir bestu getu, liggja ekki á lofi þegar vel gengur og leita óhræddir eftir stuðningi hjá vinum og vandamönnum þegar á móti blæs. Því miður eru ekki öll börn jafnheppin. Sum börn fæðast fötl- uð eða greinast með ýmiss konar skerðingar í upphafi ævinnar. Fæstar þessar skerðingar eru lengur feimnismál í íslensku sam- félagi. Hækkandi menntunarstig hefur skilað sér í auknum skiln- ingi og betri þjónustu við einstak- linga með ólíkar fatlanir og aðrar skerðingar. Því er þó ekki þannig farið með allar gerðir skerðinga. Sem dæmi má nefna geðröskun og geðfötlun meðal barna og ungmenna. For- eldrar barna og ungmenna með geðraskanir tala sjaldnast hátt um veikindi barna sinna jafnvel þó veikindin hvíli þungt á þeim og fjölskyldum þeirra. „Stelpan/strák- urinn minn er alveg að fara með mig í þessari maníu sinni eða þung- lyndi sínu,“ heyrist sjaldan á kaffistofunni þó vandinn leynist víða inni á heimilum. Þjónustu ábótavant Með sama hætti og skilningsskortur er ríkjandi er þjónustu við hóp barna með geðraskanir ábótavant. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur biðlisti eftir þjónustu við börn undir 18 ára aldri á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) sjaldan verið lengri. Ekki tekur betra við þegar ungmenni hafa náð 18 ára aldri því ekkert úrræði er sérstaklega ætlað fólki með geðraskanir á aldrinum 18 til 25 ára í íslensku samfélagi. Hópur ungs fólks með geðrask- anir og vímuefnavanda fer vaxandi. Hans bíða aðeins almennar sjúkra- meðferðarstofnanir eins og Vogur. Því miður bendir ýmislegt til þess að slíkar stofnanir búi ekki yfir nægilegri fagþekkingu til að taka við geðsjúkum og alls ekki ung- mennum. Jafnvel eru dæmi um að ungu fólki sé vísað úr meðferð við fíkniefnavanda á grundvelli dæmi- gerðrar hegðunar af völdum geð- röskunar. Ef foreldrar ungmenn- anna eru ekki tilbúnir að taka við þeim bíður þeirra aðeins – gatan. Við þurfum að skoða hug okkar og svara lykilspurningu. Ber samfélagið ekki ábyrgð á að koma „öllum“ börnum til manns? Íslenskt velferðarsamfélag verð- ur að horfast í augu við gleymdu börnin sín. Okkur ber skylda til að tryggja þeim og aðstandendum þeirra nægilegan stuðning til að þau nái að lifa hamingjuríku lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Auka verður fræðslu um geð- sjúkdóma til að vinna gegn for- dómum, bæta þjónustu við yngri börn og síðast en ekki síst setja á stofn uppbyggilegt, félags- legt úrræði fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára með tví- þættan geðrænan og vímuefna- neysluvanda. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir mikla óham- ingju og framtíðar-, samfélags- legan vanda. Gleymdu börnin Grætur þú á golfvell- inum? Eru augun eins og eldhnettir eftir sund- sprett? Ef svo er, kann að vera að þú sért með þurr augu eða hvarma- bólgu. Þessir sjúkdómar eru oft vanmeðhöndlaðir og kveður stundum svo rammt að því að einstak- lingar hafa þolað einkenni sjúkdómanna alla ævi án þess að segja nokkrum manni frá. Margt bendir til þess að tíðni þeirra hafi stóraukist á undanförn- um áratugum. Kemur þar margt til. Bústaðir manna og vinnustaðir eru þurrari en áður, tölvur og ýmis önnur tæki hita loftið og þurrka. Flugferðalögum hefur fjölgað og eru gervitár staðalbúnaður margra sem vinna við flug. Klór í sundlaug- um eykur oft á einkenni fólks með þurr augu og hvarmabólgu og ekki er ósennilegt að eldfjöllin íslensku og hveraloftið geti einnig haft áhrif. Fólki með þurr augu og hvarma- bólgu líður nefnilega betur víðast hvar annars staðar en á Íslandi. Mörg lyf valda augnþurrki, þar á meðal verkjalyf, lyf við magabólg- um, þunglyndi og ofnæmi. Ýmsir sjúkdómar geta minnkað tárafram- leiðslu í tárakirtlum svo sem hinir ýmsu gigtarsjúkdómar. Talið er að fimmtungur fólks í vestrænum þjóðfélögum sé með einkenni þurra augna og upp undir 40% einstak- linga eru með einhver ummerki hvarmabólgu. Margir þjást af þeim báðum og einkenni sjúkdómanna eru margvísleg. Einkenni þurra augna eru meðal annars erfiðleikar við að opna augun á morgnana, táraflóð í roki og aðskota- hlutartilfinning í augum. Einkenni hvarmabólgu eru aðallega sviði, stírumyndun í augum og ljósfælni. Báðum sjúkdómunum fylgir síðan roði í augum. Ljóst er að bæta má þekkingu landsmanna á sjúkdómunum verulega með virkri uppfræðslu. Jafnframt er hægt að bæta meðferð með mark- vissari uppvinnslu á þurrum augum og hvarmabólgu. Erlendis hefur víða verið komið upp svo- kallaðri „ þurraugnaþjónustu“, eða „þurraugnaklíník“ (dry eye clinic), sem beinist að því að meðhöndla þessa sjúkdóma á sérhæfðari og markvissari hátt. Margt bendir til þess að ekki sé vanþörf á slíku hér á landi og höfum við í Augljósi nú komið upp slíkri aðstöðu. Farið er í gegnum hvert og eitt tilfelli með útfyllingu á tæmandi spurningalistum. Uppvinnsla af hornhimnusérfræðingi fylgir í kjölfarið og síðan er útbúin mark- viss meðferðaráætlun í kjölfarið, sem byggir að verulegu leyti á fræðslu þar sem sjúklingur gegnir lykilhlutverki í meðferð sjúkdómanna – segja má að hann sé besti læknirinn. Oft er um að ræða meðferð sem endist sjúk- lingi lífið út og því er skipulögð eftirfylgni innifalin í áætluninni. Er þörf á þurr- augnaþjónustu? www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Kræsingar & kostakjör 20% afsláttur af Friskies hundamat og Pussi kattamat frá Purina Tilboðið gildir 13. -16. mars 2014 FJÁRMÁL Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands 0% 2000 100 150 200 300 350 250 50 0 9492 9384 96 98 0402 10 1206 08 +8% -2% 1990 289 263 na. kr (verðlag 2013) ÚTFLUTNINGSTEKJUR ALÞJÓÐAGEIRANS Heimildir: Hagsttofa Íslands; útreikningar Viðskiptaráðs Íslands HEILBRIGÐISMÁL Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir ➜ Umræðan hefur í of miklum mæli verið bundin við úrlausn gjaldeyrisþáttar slitameðferðar föllnu bank- anna. Þrátt fyrir að farsæl lausn í því máli sé lykilhluti af úrlausn vandans verður hann ekki leystur nema lögð sé fram heildstæð og varan- leg útfærsla til afnáms hafta. Í því felst að fyrirtækjum í al- þjóðlegum rekstri verið gert kleift að fjárfesta og byggja upp starfsemi sína á erlendri grundu við fyrsta tækifæri. HEILBRIGÐISMÁL Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar ➜ Auka verður fræðslu um geðsjúkdóma til að vinna gegn fordómum, bæta þjónustu við yngri börn og síðast en ekki síst setja á stofn uppbyggilegt, félags- legt úrræði fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára með tvíþættan geðrænan og vímuefnaneysluvanda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.