Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 32

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 32
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Viðtökurnar hafa verið frá-bærar. Við erum búin að fram-leiða yfir fimmtán hundruð sérsaumaðar skyrtur frá því við fórum af stað í ágúst á síðasta ári,“ segir Ólafur Tómas Guðbjartsson, einn eigenda Skyrtu. „Á næstu vikum setjum við saman okkar fyrstu standard-línu sem mun heita Skyrta Reykjavík og byggjum hana á þeim sniðum sem hafa verið vinsælust hjá okkur. Verslanir hafa þegar sýnt áhuga á að selja línuna frá okkar, sem er mjög spennandi. Ég veit ekki til að þessi þjónusta bjóðist víða á Íslandi,“ bætir hann við. Ólafur þekkir framleiðsluferlið í fataiðnaðinum vel eftir að hafa síð- ustu ár, rekið Prowler efh. fyrirtæki sem framleiðir bæði efni og fatnað. Hann segist jafnframt þekkja vanda- málið að finna vel passandi skyrtu. „Ég er nú bara meðalmaður í vexti með nokkra bjóra í mallanum en mér líður betur í sérsniðnu,“ segir hann sposkur. „Við þekkjum þennan markað vel og að margir eiga í erfið- leikum með að fá á sig skyrtu sem passar. Við ákváðum einnig strax að bjóða skyrtur úr hágæða efnum,“ út- skýrir Ólafur, en hægt er að velja úr yfir fjögur hundruð efnum og úr yfir þúsund mismunandi samsetningum. „Fólk hannar í raun sína eigin skyrtu með aðstoð hönnuðar og stílista. Við tökum mál og sniðið er síðan geymt. Þannig getur viðskipta- vinurinn pantað nýja skyrtu þegar þarf. Eins förum við heim til fólks og tökum mál ef þess er óskað. Gæði og ending er okkur einnig mikið hjartans mál og til dæmis notum við 120 metra af þræði í okkar skyrtur meðan yfirleitt eru notaðir sjötíu til áttatíu metrar af þræði,“ útskýrir Ólafur. Bækistöðvar Skyrtu eru á Klapparstíg 16 en nánar má for- vitnast um Skyrtu á www.skyrta.is. SNÍÐA SKYRTUR EFTIR MÁLI TÍSKA SKYRTA er nýtt merki í íslenskri fatagerð sem sett var á laggirnar í haust. Saumað er eftir máli og annar fyrirtækið vart pöntunum. Á næstu vikum mun fyrsta línan líta dagsins ljós, SKYRTA Reykjavík GOTT TEYMI Frá því SKYRTA var sett á laggirnar í haust hafa fimmtán hundruð skyrtur verið sérsaumaðar. Ný lína, SKYRTA Reykjavik, lítur dagsins ljós á næstu vikum og fljótlega fer vefverslun í loftið. Frá vinstri: Terry Devos, listrænn stjórnandi og stílisti, Sæþór Dagur sölustjóri, Ólafur Tómas, einn eigenda, Íris Sigurðardóttir hönnuður og Leslie Dcunha framkvæmdastjóri. MYND/STEFÁN SÉRSNIÐIÐ „Fólk hannar í raun sína eigin skyrtu með aðstoð hönnuðar og stílista. Við tökum mál og sniðið er síðan geymt.“ MYND/SKYRTA ÞEKKT VANDAMÁL Ólafur segir marga eiga erfitt með að finna skyrtu sem passar. MYND/SKYRTA FER VEL AF STAÐ Fimmtán hundruð skyrtur hafa þegar verið sérsaumaðar frá því Skyrta var sett á laggirnar í haust. MYND/SKYRTA Eingöngu selt á hársnyrtistofum Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.isVið erum á Facebook Fallegt fyrir ferminguna Jakkar kr. 12.900.- Kjólar kr. 12.900.- Fleiri litir :-) GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Save the Children á Íslandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.