Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 36

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 36
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 20144 Helena Heiðdal Geirsdóttir, nem- andi í Garðaskóla, fermist 13. apríl. Hún er mikill dansari, var lengi vel í ballett en æfir nú nútímadans af kappi. Hún á þrjú systkini, bæði eldri og yngri. Helena hefur gaman af fótbolta og fer gjarnan að horfa á systkini sín keppa. Á sumrin þykir henni sérstaklega gaman að fara í Vindáshlíð með vinkonunum. Helena var tekin tali og spurð út í fermingarundirbúninginn og stóra daginn. Í hvaða kirkju fermist þú? Ég fermist í Laugarneskirkju þótt ég búi í Garðabæ. Ég hef sótt fræðsluna þar en ég tengist Laugarneskirkju sterkum böndum frá því að ég var lítil og langaði því að fermast þar. Bróðir minn gerði þetta líka fyrir nokkrum árum. Af hverju ætlar þú að fermast? Ég er alin upp á kristnu heimili. Við förum í kirkju og þegar ég var yngri störfuðu mamma og pabbi í Laug- arneskirkju. Ég hef því alltaf ætlað að fermast og finnst eðlilegt að stað- festa trúna á þessum tímamótum. Hvar verður veislan haldin? Hún verður haldin í Baðhúsinu þar sem mamma mín vinnur. Það var verið að opna nýtt og rosalega flott Baðhús í Smáralind með veitinga- aðstöðu og þar verður veislan. Hvernig verður veislan? Við ætlum að vera með smárétti og kökur. Pabbi minn er kokkur og sér um veitingarnar. Er von á mörgum gestum? Þeir verða í kringum sextíu. Verða skemmtiatriði? Nei, engin skemmtiatriði en kannski afi minn, Þorgeir Ástvaldsson, spili á píanó. Hvernig eru fermingarfötin? Ég er ekki enn búin að ákveða kjól- inn. Ég var í fermingarmyndatöku fyrir Gallerí 17 og þar var ég í mjög fallegum kjól en ég á erfitt með að ákveða mig. Hvað langar þig í í fermingar- gjöf? Ferðalag og pening. Hvernig hefur fermingarfræðsl- an verið? Hún hefur verið ágæt. Ég hef líka stundum farið í fræðslu í Fíladelfíukirkjunni. Tekurðu þátt í undirbúningnum fyrir ferminguna? Já, já, en það er samt ekkert brjálað að gera. Ertu stressuð fyrir stóra dag- inn? Nei, nei, alls ekki. Alltaf ætlað að fermast Helena býr svo vel að pabbi hennar er kokkur og mun hann sjá um veitingarnar í veislunni. Ég fékk uppskriftina frá systur minni, sem fékk hana frá samstarfskonu sinni, sem fékk hana frá, tja enginn man það lengur,“ segir Berglind Mari Valdemarsdótt- ir en hún deilir með lesendum einfaldri uppskrift að brauð- tertu, sem hún kallar Norðan- Heiðu. „Tertan hafði svo sem ekk- ert fast nafn en það má kalla hana Norðan-Heiðu ef svo ber undir.“ Eins og gengur gæti inni- haldið hafa breyst frá uppruna- legri uppskrift segir Berglind en það þurfi þó ekki að vera til vansa. Þessi útgáfa sé afar ljúf- feng og matarmikil og girnilega skreytt tertan sómir sér vel á veisluborði. „Norðan-Heiða“ 80 g gorgonzola 1 dl svartar ólífur 1 dós sýrður rjómi 1 hvítlauksgeiri 1 dl söxuð basilika 1 dl klettasalat Allt saxað og hrært saman, smurt innan í rúllubrauð og því svo rúllað upp. Skreyting: 1 bolli sýrður rjómi klettasalat parmaskinka kirsuberjatómatar Smyrjið rúlluna með sýrð- um rjóma og dreifið klettasal- ati yfir. Leggið parmaskinkuna eftir endilangri rúllunni og raðið niðurskornum tóm- ötum eftir smekk ofan á og í kringum rúlluna. Kælið tert- una áður en hún er borin fram. Norðan-Heiða með gorgonzola Brauðtertur, heitir brauðréttir og snittur tilheyrðu fermingarveislum gjarnan á áttunda og níunda áratugnum. Um tíma duttu brauðterturnar úr tísku og kökuveislunum var víða skipt út fyrir heitan mat á borðum. Brauðtertan hefur síðan laumað sér aftur á veisluborðin og nýtur vinsælda. Berglind Mari Valdemarsdóttir, MA í hagnýtri menningarmiðlun og matgæðingur, varð sér úti um uppskrift að einfaldri brauðtertu sem kallast Norðan-Heiða. Uppskriftin hefur gengið manna á milli. Fagurlega skreytt brauðterta sómir sér vel á veisluborði. MYND/BERGLIND MARI VALDEMARSDÓTTIR Flestir hafa verið viðstaddir fermingu einhvern tíma á ævinni. Fyrir þá sem hafa hins vegar ekki reynslu af slíku er ef til vill forvitnilegt að vita hvernig hefðbundin ferm- ing fer fram. Á vef kirkjunnar, kirkjan.is, kemur fram að fermingar fari oftast fram í venjulegri messu. Að loknu hefðbundnu upp- hafi messunnar er komið að því er tengist fermingunni. Þá er byrjað á fermingarræðu eða predikun. Síðan er komið að sálmi sem oft tengist fermingarathöfninni. Næst minnir presturinn fermingarbörnin á að þau séu komin til að játast Jesú Kristi sem þau voru helguð í skírninni. Síðan rísa allir á fætur og fara saman með trúarjátninguna. Þá er komið að sjálfri fermingunni. Börnin ganga eitt í einu upp að alt- arinu. Presturinn spyr hvort þau leitist við að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins og börnin svara játandi. Síðan krjúpa þau á gráturnar, presturinn leggur hönd á höfuð barnsins og blessar það. Barnið rís á fætur og presturinn réttir því hönd- ina og segir „Friður sé með þér“. Þá flytur barnið (eða prest- urinn) minnisvers sem barnið hefur valið. Eftir fermingu allra barnanna hefst svo altarisganga þar sem fermingar- börnin ganga til altaris með fjölskyldum sínum. Svona fer ferming fram Í fermingunni krjúpa fermingarbörnin á gráturnar þegar presturinn blessar þau. MYND/STEFÁN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.