Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 59

Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 59
KYNNING − AUGLÝSING Ferming13. MARS 2014 FIMMTUDAGUR 27 RÁÐ VIÐ SVIÐSSKREKK Fermingarbarnið vill oft halda stutta ræðu í veislunni og þakka gestum fyrir komuna. Það getur tekið á taugarnar. Galdurinn á bak við það að tala fyrir framan fjölda fólks, er að slaka á. Ef kvíðinn sækir á má reyna eftirfarandi: - Hummaðu lágt með sjálfum þér. - Borðaðu banana, það bægir flökurleika frá. - Tyggðu tyggjó, það slakar á kjálkavöðvum. - Teygðu á handleggjum, fótleggjum, baki og öxlum. - Stuttur göngutúr hjálpar til við að slaka á. - Hlæðu hátt og innilega, það slakar á spennu. - Drekktu appelsínusafa, það lækkar blóðþrýstinginn. - Vertu vel undirbúinn og æfðu það sem þú ætlar að segja. - Æfðu þig fyrir framan spegil. Sjá: wikihow.com FYLLT EGG PASSA VEL UM PÁSKA Ef fermingarveislan er fljótlega eftir hádegi og boðið er upp á bröns eru svokölluð djöflaegg fallegur og góður smáréttur þótt nafnið bendi til annars. Sérstaklega passar þessi réttur á páskum. Þetta eru fyllt egg og vissulega má útfæra fyllinguna á margvíslegan hátt, til dæmis bæta í hana rækjum eða öðru slíku sem er í uppáhaldi hjá fermingarbarninu. Mjög einfalt er að gera þennan rétt. Hlutföllin verða að vera í samræmi við fjölda fólks en reikna má með að hálft egg fari á hvern mann. Harðsoðin egg, kæld í vatni Vorlaukur Majónes Sítrónusafi Tabasco-sósa Svartar ólífur Eggin eru skorin langsum til helminga. Eggjarauðan tekin úr og hrærð saman við majónes, sítrónusafa og nokkra dropa af tabasco-sósu. Skerið vorlaukinn mjög smátt og setjið út í ásamt smátt skornum ólífum. Skreytið með ferskri steinselju. GÖMUL HEFÐ TEKUR BREYTINGUM Messuvín hefur alla tíð verið hluti af fermingarathöfninni hérlendis. Hefðina má rekja til fyrstu kvöldmáltíðar Jesú Krists þegar hann lét brauð og vín ganga á milli postulana. Notkun þess er því fyrst og fremst táknræn afhöfn enda notast mjög margir prestar í dag við óáfengt vín eða þrúgusafa í stað áfengra drykkja. Aðalatriðið er að viðhalda tengingunni við upprunann. Messuvín var lengi framleitt hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Framleiðslu þess var þó hætt árið 2003 þegar ljóst var að það svaraði ekki kostnaði að framleiða það lengur. Raunar var messuvín ekki brugg- að með hefðbundnum hætti heldur sáu starfsmenn verslunarinnar um að blanda það saman úr rauðvíni og sérríi eða álíka styrktu víni. Eftir að framleiðslu vínsins var hætt sáu prestar sjálfir um að blanda messuvín, úr til dæmis rauðvíni og sérríi eða notuðust við rautt púrtvín. Flestum fermingarbörnum þótti gamla áfenga messuvínið vont á bragðið en lengi vel supu þau úr kaleiknum. Undanfarna tvo áratugi hefur orðið sú þróun að fermingarbörn dýfa brauðinu ofan í kaleikinn í stað þess að drekka úr honum. JAKKAFÖT Í ÚRVALI VERÐ FRÁ 24990,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.