Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 64
KYNNING − AUGLÝSINGFermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 201432 Sannkölluð sprenging hefur orðið í fjölda borgaralegra ferminga í ár en þeim fjölgar úr 206 í 304 eða um 47,6 prósent. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá fyrstu borgaralegu fermingu Siðmenntar árið 1998 þegar 16 börn fermdust hjá lífsskoðunarfélaginu. „Ég er ekki viss hvað veldur þessari fjölgun í ár. Einhver athugaði hvort árgangurinn væri óvenju stór en það var ekki, en eflaust spilar margt inn í,“ segir Jóhann Björnsson heimspekingur, grunnskólakennari og kennslustjóri Siðmenntar. „Það er alltaf að verða sjálfsagðara hjá unglingum að velja hvort þau ferm- ist trúarlega, borgaralega eða bara alls ekki. Krakkar skera sig þannig ekki lengur úr þó þau velji eitthvað annað,“ segir Jóhann en í vor verður fermt borgaralega á vegum Siðmenntar í 26. sinn. „Við höfum einnig fengið mikla umfjöllun eftir að Siðmennt var skráð lífsskoðunar- félag og það gæti spilað inn í.“ En af hverju kjósa krakkar að fermast borgaralega? „ Ástæðurnar eru misjafnar. Í flestum tilvikum koma krakkar frá heimilum sem standa utan trúfélaga eða trúa ekki á guð. Æ algengara er að börn sem til- heyra fjölskyldum sem eru í trúfélög- um komi til okkar þar sem þau vilja taka þátt í því námskeiði sem við bjóðum upp á en svo er alltaf einn og einn sem sækir bæði fræðslu hjá okkur og hjá kirkjunni. Það eru börn sem hafa sérstakan áhuga á því að pæla í trúarlegum málefnum og lífsskoðunum,“ lýsir Jóhann. Siðmennt heldur 12 vikna nám- skeið fyrir þau börn sem fermast borgaralega. „Við erum fyrst og fremst að þjálfa krakkana í að hugsa gagnrýnið og á siðferðilegum nótum, að taka afstöðu í siðferði- legum efnum og geta borið ábyrgð á ákvörðunum sínum. Síðan beitum við þessari hugsun áfram við ýmis viðfangsefni. Þá bjóðum við upp á ýmsa fræðslu inná milli, til dæmis um skaðsemi vímuefna, samskipti kynjanna, fordóma og fjölmenningu. Athafnir Siðmenntar hafa aldrei verið fleiri en í ár en þær verða níu samtals. Þær verða haldnar í vor í Háskólabíói, Salnum í Kópavogi, Hofi á Akureyri, í Hallormsstaða- skógi, á Flúðum og í fyrsta sinn á Höfn í Hornafirði. Sprenging í fjölda borgaralegra ferminga Siðmenntar árið 2014 Borgaralegar fermingar á vegum Siðmenntar verða um 47 prósent fleiri í ár en í fyrra. Um 304 ungmenni eru skráð í borgaralega fermingu í vor en í fyrra fermdust 206 unglingar borgaralega. Ellefu námskeið hafa verið haldin í vetur og athafnir verða níu í vor, víða um land. Borgaraleg ferming er hátíðleg en helst má líkja henni við útskrift úr skóla. Jóhann Björnsson 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 FJÖLDI FERMINGARBARNA HJÁ SIÐMENNT FRÁ 1989 TIL 2014 350 300 250 200 150 100 50 0 16 11 16 15 26 20 2 9 27 5 0 4 9 57 49 73 4 9 9 0 85 93 12 8 10 9 112 12 0 162 195 214 2 0 6 30 4 fjöldi barnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.