Fréttablaðið - 13.03.2014, Qupperneq 70
Fermingar FIMMTUDAGUR 13. MARS 2014KYNNING − AUGLÝSING38
Uppsteyt er skartgripalína sem er hönnuð af feðginunum Jóni Snorra Sigurðssyni, eig-
anda Jens ehf., og Berglindi Snorra-
dóttur, gullsmið og vöruhönnuði.
Þau eru bæði starfandi hönnuðir hjá
Jens ehf. og því má sjá gamla góða
Jens-lúkkið skína í gegnum nýstár-
lega hönnun Uppsteyt. Uppsteyt er
skartgripalína sem er upphaflega
hönnuð með þroskaðan markhóp
í huga. Línan á að ná til fólks sem
sækir eftir því að beygja reglurnar
og skera sig úr. Uppsteyt fékk svo
frábærar viðtökur að ákveðið var
að ráðast í að hanna línu fyrir ferm-
ingaraldurinn sem hentar yngri við-
skiptavinum Jens betur.
Sérstaklega fyrir fermingar
„Flaggskip Uppsteyt er línan fyrir
fermingarstelpuna. Hún er skreytt
litríkum steinum og kvenlegum
formum með hrjúfri og skarpri
áferð. Við Jón Snorri hönnuðum
þessa línu með íslenska kven-
manninn í huga, þar sem hún er
að vaxa úr grasi og byrja að móta
framtíð sína og stíl. Hönnun ferm-
ingarlínunnar allrar er byggð á
gildum Uppsteyt og er sérstaklega
miðuð að því að ná til fermingar-
barnsins,“ segir Berglind.
Mikið úrval fyrir herrana
Herralínan er hönnuð fyrir karl-
mannlega karlmenn og er því gróf,
efnismikil og herraleg. „Við erum
með mikið úrval fyrir herrann og má
þar nefna bind-
isnælur, erma-
hnappa, hringa
og hálsmen.
Það nýjasta
hjá okkur hjá
Jens er þjóð-
búninganæla
f yrir herrann
úr eðalstáli. Okkur finnst nauð-
synlegt að bera fallega nælu með
búningnum.“ Hjá Jens er einnig
hægt að fá í sömu línu fallegar
peningaklemmur, merkt seðla-
veski, bréfahnífa og bókamerki
sem er falleg, eiguleg og öðruvísi
fermingargjöf.
Áhersla á krossa
Það hefur löngum verið siður á
Íslandi að gefa skartgripi í ferm-
ingargjöf, eitthvað fallegt sem
fermingarbarnið á þegar það vex
úr grasi. Berglind segir sterka hefð
vera fyrir krossum hér á landi og því
sérstaklega lögð áhersla á að hafa
gott úrval af krossum, bæði fyrir
dömuna og fyrir herrann.
Skart fyrir nútíð og framtíð
„Fermingarlína Uppsteyt hefur al-
gjörlega slegið í gegn, úrvalið er
gott og varan klassísk enda er hug-
myndin sú að fermingarbarnið geti
bæði borið skartgripina í dag og í
framtíðinni. Uppsteyt-skartgripir
eru úr silfri með hvítagullshúð
þannig að það fellur síður á þá, það
er jú mikill kostur að þurfa ekki
alltaf að vera að pússa. Fermingar-
línan er mjög breið og því hægt að
raða saman í sett sem klæðir ferm-
ingarbarnið vel.“
Uppsteyt um allt land
Það eru margir sem selja Uppsteyt
og er hægt að nálgast skartgrip-
ina um allt land. Einnig er hægt
að panta hjá Jens og nýta sér fría
heimsendingu. Upplýsingar um
söluaðila er á www.uppsteyt.is
Uppsteyt fyrir
fermingarbörnin
Uppsteyt hefur hannað sérstaka skartgripalínu sem er miðuð að því að ná til
fermingarbarna. Línan er fyrir bæði kynin, herralínan er gróf og efnismikil
en dömulínan er skreytt litríkum steinum og kvenlegum formum.
Fermingarlínan hefur slegið í gegn þar sem úrvalið er gott og varan klassísk.
Berglind
Snorradóttir er
annar hönnuða
Uppsteyt.
MYND/SAGA SIG.
Auðvelt er að raða
skarti í Uppsteyt-
línunni saman í sett.
Hálsmen
12.300 krónur.
Ermahnappar 16.200 krónur.
Herralínan er gróf og
herraleg. Hringur
9.600 krónur.
Bindisnæla 17.200 krónur.
Þjóðbúninga-
nælurnar frá Jens
eru úr eðalstáli
og kosta
9.900 krónur.
Eyrnalokkar 7.900 krónur.
Dömulínan er skreytt
litríkum steinum og
kvenlegum formum.
Kross
11.900 krónur.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Flott föt fyrir flottar konur
Nýjar vörur í hverri viku
stærðir 38-58
Bæjarlind 6 • S. 554 7030
www.rita.isVið erum á Facebook
Fallegt fyrir
ferminguna
Jakkar
kr. 12.900.-
Kjólar
kr. 12.900.-
Fleiri litir :-)