Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 86

Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 86
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 38 Ýmsir - SG Hljómplötur Pharell Williams - Girls Mono Town - In The Eye Of The Storm Í spilaranum „Við fengum á dögunum stað-festingu á að plötunni hafi verið streymt oftar en tveimur milljón sinnum á Deezer,“ segir Börkur Hrafn Birgisson, gítarleikari hljómsveitarinnar Mono Town, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, In The Eye of the Storm kom út á geisladiski og vínyl í vikunni. Hún kom þó út á streymis- síðunni Deezer fyrir um tveimur mánuðum og hefur fengið frábærar viðtökur, og hefur eins og fyrr segir verið streymt yfir tveimur milljón sinnum. „Deezer er eins og Spotify nema bara stærri á meginlandi Evrópu. Samstarf okkar við þá var mjög spennandi,“ segir Börkur Hrafn. Í kjölfarið hefur sveitin fengið athygli út um allan heim. „Við höfum ekki enn fengið uppgjör frá Deezer en við fáum greitt samkvæmt þeirra töxtum. Það sem er okkur mjög mikils virði er hins vegar það að nú er fullt af fólki út um allan heim að hlusta á plötuna. Það er rosalega verðmætt,“ segir Börkur Hrafn spurður út í arðinn af svo miklu streymi á netinu. Platan kom út á vegum Record Records síðastliðinn þriðjudag á geisladiski og vínyli og fæst því í öllum helstu verslunum. Hljóm- sveitin sá sjálf um upptökur á plötunni í Reykjavík og ferðaðist svo til New York-borgar þar sem Grammy-verðlauna hafinn Michael Brauer sá um hljóð- blöndun. Sveitin stefnir á að fara með plötuna víðar og hefur í hyggju að fara í tónleikaferðalag um Evrópu með hækkandi sól. Hljómsveitin Mono Town var stofnuð árið 2007. „Sveitin hefur verið til síðan 2007. Við byrjuðum að semja tónlist og vinna að plötunni þá en þó ekki af fullum krafti fyrr en árið 2010.“ Hana skipa bræðurnir Börkur Hrafn og Daði Birgissynir ásamt Bjarka Sigurðssyni en þeir eru allir laga- og texta- höfundar sveitar innar. Þeim til aðstoðar eru meðal annars þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Tryggva- son Elíassen trommuleikari. Mono Town hefur staðfest tvenna útgáfutónleika í tilefni af útgáfu plötunnar, annars vegar þann 3. apríl í Gamla Bíói í Reykjavík og hins vegar 12. apríl á Græna hattinum á Akureyri. „Á útgáfutónleikunum verðum við með strengjasveit og kór með okkur. Við leggjum mikið í tón- leikana,“ bætir Börkur Hrafn við. Hljómsveitin ætlar einnig að spila í Lucky Records laugardag- inn 15. mars. Miðasala á útgáfu- tónleikana fer fram á Miði.is. gunnarleo@frettabladid.is Tvær milljónir manna hafa streymt plötunni Hljómsveitin Mono Town gaf út sína fyrstu plötu, In The Eye of the Storm, á geisladiski og vínyl í vikunni. Plötunni hefur verið streymt 2 milljón sinnum á Deezer. FAGNA ÚTGÁFU FRUMBURÐARINS Hljómsveitin Mono Town heldur tvenna útgáfutónleika í næsta mánuði en fyrsta breiðskífa sveitarinnar, In The Eye of the Storm, kom út síðastliðinn þriðjudag á geisla- diski og vínyl. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 6.3.2014 ➜ 12.3.2014 1 Ed Sheeran I See Fire 2 Pharrell Happy 3 Pollapönk Enga fordóma 4 Greta Mjöll Eftir eitt lag 5 John Legend All Of Me 6 Baggalútur Ég fell bara fyrir flugfreyjum 7 Mono Town Peacemaker 8 Rudimental / Emeli Sandé Free 9 Aloe Blacc The Man 10 U2 Ordinary Love 1 Ýmsir Söngvakeppnin 2014 2 Midori Mendelssohn & Bruch: Violin Concertos 3 Skálmöld og Sinfó Skálmöld og Sinfó 4 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 5 Kaleo Kaleo 6 Ásgeir In The Silence 7 Baggalútur Mamma þarf að djamma 8 Samaris Samaris 9 Ýmsir Hot Spring: Askja 10 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Deezer er eins og Spotify nema bara stærri á meginalandi Evrópu. Samstarf okkar við þá var spennandi og gáfu þeir okkur út. Börkur Hrafn Birgisson Skoðanir manna eru misjafnar. Þessi fullyrðing hefur bundið enda á fjölmargar rökræður í gegnum tíðina. Það sem sumum finnst gott finnst öðrum slæmt. Þannig er það bara. En svo eru hlutir sem við sammælumst öll um að séu slæmir. Nasismi, hælsæri, að drekka appelsínusafa eftir tannburstun, já og hljómsveitin Creed. Það hélt ég að minnsta kosti. Alvarlegt atvik kom upp hér á fréttastofunni á þriðjudag. Leiðindamál sem gæti grafið undan trúverðugleika okkar allra. Ég sat í mötuneytinu að japla á hádegismatnum mínum þegar það gerðist. Þegar ekki einn, ekki tveir, heldur þrír samstarfs- menn mínir lýstu dálæti sínu á Creed. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég ætla ekki að nafngreina mennina af tillitssemi við aðstand- endur þeirra, en allir voru þeir á því að Creed væri alveg hreint ljómandi góð hljómsveit. Ég sendi tölvupóst um málið til minna yfirmanna og afrit af póstinum á alla fréttastofuna. Ég er vana- lega ekki „sá sem kjaftar frá“ en þarna blöskraði mér algjörlega. Heitar umræður spunnust um málið þar sem einhverjir sögðu það vera augljósa brottrekstrarsök. Sjálfur var ég hófstilltari og lagði til að þremenningarnir yrðu settir til hliðar um stundarsakir. En síðan skriðu undan steinum enn fleiri sem virtust aðhyllast þessar viðurstyggilegu skoðanir þeirra, og aðrar náskyldar. Einn viðurkenndi ást sína á hljómsveitinni Nickelback á meðan annar rifj- aði glaður í bragði upp lagið Outside með þeim Fred Durst og Aaron Lewis. Sá þriðji kvartaði sáran undan einelti í garð þessara hljómsveita, bæði á internetinu og víðar. Hvaða fólk er þetta? Látum vera ef þetta hefði komið frá íþróttadeildinni, en þetta voru meira og minna almennir fréttamenn. Enn bíð ég eftir viðbrögðum yfirmanna minna. Handboltinn er hjá ykkur. Verður þetta virkilega látið viðgangast? TÓNNINN GEFINN Haukur Viðar Alfreðsson HETJURNAR TÓNLIST Creed er tekið opnum örmum á fréttastofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Handbolti í Skaft ahlíð Til leigu gott 48 fm skrifstofurými á 6. hæð í Borgaratúni 30 Húsnæðið er í lyftuhúsi og skiptist í þrjár lokaðar skrifstofur með síma- og tölvutengjum, ásamt móttöku og með sér inngangi. Aðgangur er að fundarsal sem rúmar 80 manns í sæti ásamt fullbúinni fundaraðstöðu. Aðgangur að tækjarými og símsvörun. Sameiginleg snyrting og matar- og kaffiaðstaða eru á hæðinni. Húsnæðið tilvalið fyrir félagasamtök og er laust til afhentingar strax. Upplýsingar í síma 8611449. TIL LEIGU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.