Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 88

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 88
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 40 Leikarinn William H. Macy er 64 ára í dag Helstu myndir: Fargo, Magnolia, Boogie Nights og Pleasantville. AFMÆLISBARN DAGSINS Vefsíðan Rotten Tomatoes hefur tekið saman lista yfir þær tíu myndir sem starfsmenn síðunnar halda að eigi eftir að gera það gott þegar hlýnar í veðri. Í fyrstu tveimur sætunum eru ofurhetjumynd- irnar X-Men: Days of Future Past og The Amazing Spider-Man 2 sem margir bíða í ofvæni eftir. Í sjöunda sæti er myndin 22 Jump Street sem er framhald myndarinnar 21 Jump Street með þeim Jonah Hill og Channing Tatum í aðalhlutverki. Sú mynd var frumsýnd árið 2012 og var óvæntur smellur um heim allan. - lkg Sumarmyndir sem beðið er eft ir Vefsíðan Rotten Tomatoes hefur tekið saman lista yfi r myndir sem starfsmenn síðunnar halda að eiga eft ir að slá í gegn þegar sólin hækkar í sumar. 1. X-Men: Days of Future Past 2. The Amazing Spider- Man 2 3. How to Train Your Dragon 2 4. Dawn of the Planet of the Apes 5. Guardians of the Galaxy 6. Godzilla 7. 22 Jump Street 8. Neighbors 9. Transformers: Age of Extinction 10. Hercules Topp 10 listinn í heild sinni Kvikmyndin One Chance er frum- sýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á ævi söngvarans Paul Potts sem sigraði í þáttunum Britain‘s Got Talent árið 2007. Áður en Paul sló í gegn var hann utangarðs í litlum iðnaðarbæ. Hann söng hástöfum öllum stundum, sem öðrum strákum í bænum þótti til- efni til að leggja hann í hrottalegt einelti. Hann neyddist líka til að sitja undir háðsglósum föður síns í tíma og ótíma, sem vildi að hann færi að vinna með hinum körlunum í kolanámunum. Þegar hann varð eldri kynntist hann stúlkunni Julie-Ann á spjall- svæði á internetinu en þau hittust fyrst augliti til auglitis í febrúar árið 2001. Þá öðlaðist Paul kjark til að elta drauminn um að þenja radd- böndin á sviði. Paul og Julie-Ann gengu í það heilaga í maí árið 2003. Það er spéfuglinn og leikarinn James Corden sem fer með hlut- verk Pauls, Hann er vel þekktur í Bretlandi og gerði garðinn fyrst frægan þegar hann skrifaði hand- ritið og lék í skemmtiþáttunum Gavin & Stacey. Fyrir frammistöðu sína í þáttunum hlaut hann bresku BAFTA-verðlaunin fyrir besta gamanleik. Þá hefur hann einnig stjórnað þáttunum A League of Their Own og var kynnir á BRIT- verðlaunahátíðinni fyrir stuttu. Í öðrum hlutverkum eru Alex- andra Roach, Julie Walters, Colm Meaney og Mackenzie Crook. liljakatrin@frettabladid.is Ástin gaf honum kjarkinn Kvikmyndin Once Chance fj allar um söngvarann Paul Potts sem sigraði í hæfi leikaþáttunum Britain’s Got Talent fyrir sjö árum. Hann þurft i að þola einelti í æsku en fékk kjark til að sigra þegar hann fann ástina. Paul Potts fór í áheyrnarprufu í hæfi- leikaþættinum Britain‘s Got Talent árið 2007 og bjóst enginn við miklu af söngvaranum. Hann söng Nessun dorma og sló vægast sagt í gegn. Dómararnir urðu steinhissa yfir röddinni sem hann bjó yfir og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu eftir flutninginn. Horft hefur verið á atriðið á YouTube yfir 120 milljón sinnum og er það eitt af hundrað mest skoðuðu myndböndum á síðunni síðan hún var stofnuð. Paul komst í undanúrslit í þættinum þar sem hann söng Time To Say Goodbye sem Andrea Bocelli gerði frægt. Hann komst í úrslitaþáttinn eftir að hann fékk flest atkvæði almennings í sögu þáttarins. Paul söng Nessun dorma í úrslitaþættin- um, bar sigur úr býtum og hlaut hundrað þúsund pund í sigurlaun. ➜ Stjarna er fædd STÓRT HLUTVERK Spéfuglinn James Corden leikur Paul Potts í myndinni. Pompeii spenna Frumsýning: 14. mars AÐALLEIKARAR Kit Harington, Carrie- Anne Moss, Emily Browning, Adewale Akinnuoye-Agbaje og Kiefer Suther- land. Bönnuð innan 12 ára 6,3/10 40/100 24/100 FRUMSÝNINGAR Ballet og bardagar 6,3/10 68/100 51/100 Þyrnirós ballett Bein útsending frá London Í Háskólabíói 19. mars STJÓRNANDI: Valeriy Ovsyanikov AÐALHLUTVERK: Sarah Lamb og Steven McRae Aðeins ein sýning í boði HLUSTAÐU HVAR SEM ER, HVENÆR SEM ER #BYLGJANBYLGJAN989 ÞORGEIR, KRISTÓFER OG BRAGI OG MÁLEFNI LÍÐANDI STUNDAR REYKJAVÍK SÍÐDEGIS ER Í LOFTINU MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA DAGA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.