Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 88
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 40
Leikarinn William H. Macy er 64 ára
í dag
Helstu myndir: Fargo, Magnolia, Boogie
Nights og Pleasantville.
AFMÆLISBARN DAGSINS
Vefsíðan Rotten Tomatoes hefur tekið saman lista
yfir þær tíu myndir sem starfsmenn síðunnar
halda að eigi eftir að gera það gott þegar hlýnar í
veðri.
Í fyrstu tveimur sætunum eru ofurhetjumynd-
irnar X-Men: Days of Future Past og The Amazing
Spider-Man 2 sem margir bíða í ofvæni eftir.
Í sjöunda sæti er myndin 22 Jump Street sem er
framhald myndarinnar 21 Jump Street með þeim
Jonah Hill og Channing Tatum í aðalhlutverki.
Sú mynd var frumsýnd árið 2012 og var óvæntur
smellur um heim allan.
- lkg
Sumarmyndir sem beðið er eft ir
Vefsíðan Rotten Tomatoes hefur tekið saman lista yfi r myndir sem starfsmenn
síðunnar halda að eiga eft ir að slá í gegn þegar sólin hækkar í sumar.
1. X-Men: Days of Future
Past
2. The Amazing Spider-
Man 2
3. How to Train Your
Dragon 2
4. Dawn of the Planet of
the Apes
5. Guardians of the Galaxy
6. Godzilla
7. 22 Jump Street
8. Neighbors
9. Transformers: Age of
Extinction
10. Hercules
Topp 10 listinn í heild sinni
Kvikmyndin One Chance er frum-
sýnd á Íslandi á morgun en hún er
byggð á ævi söngvarans Paul Potts
sem sigraði í þáttunum Britain‘s
Got Talent árið 2007.
Áður en Paul sló í gegn var hann
utangarðs í litlum iðnaðarbæ. Hann
söng hástöfum öllum stundum, sem
öðrum strákum í bænum þótti til-
efni til að leggja hann í hrottalegt
einelti. Hann neyddist líka til að
sitja undir háðsglósum föður síns
í tíma og ótíma, sem vildi að hann
færi að vinna með hinum körlunum
í kolanámunum.
Þegar hann varð eldri kynntist
hann stúlkunni Julie-Ann á spjall-
svæði á internetinu en þau hittust
fyrst augliti til auglitis í febrúar
árið 2001. Þá öðlaðist Paul kjark til
að elta drauminn um að þenja radd-
böndin á sviði. Paul og Julie-Ann
gengu í það heilaga í maí árið 2003.
Það er spéfuglinn og leikarinn
James Corden sem fer með hlut-
verk Pauls, Hann er vel þekktur í
Bretlandi og gerði garðinn fyrst
frægan þegar hann skrifaði hand-
ritið og lék í skemmtiþáttunum
Gavin & Stacey. Fyrir frammistöðu
sína í þáttunum hlaut hann bresku
BAFTA-verðlaunin fyrir besta
gamanleik. Þá hefur hann einnig
stjórnað þáttunum A League of
Their Own og var kynnir á BRIT-
verðlaunahátíðinni fyrir stuttu.
Í öðrum hlutverkum eru Alex-
andra Roach, Julie Walters, Colm
Meaney og Mackenzie Crook.
liljakatrin@frettabladid.is
Ástin gaf honum kjarkinn
Kvikmyndin Once Chance fj allar um söngvarann Paul Potts sem sigraði í hæfi leikaþáttunum Britain’s Got
Talent fyrir sjö árum. Hann þurft i að þola einelti í æsku en fékk kjark til að sigra þegar hann fann ástina.
Paul Potts fór í áheyrnarprufu í hæfi-
leikaþættinum Britain‘s Got Talent
árið 2007 og bjóst enginn við miklu af
söngvaranum. Hann söng Nessun dorma
og sló vægast sagt í gegn. Dómararnir
urðu steinhissa yfir röddinni sem hann
bjó yfir og áhorfendur stóðu upp og
klöppuðu eftir flutninginn. Horft hefur
verið á atriðið á YouTube yfir 120 milljón
sinnum og er það eitt af hundrað mest
skoðuðu myndböndum á síðunni síðan
hún var stofnuð.
Paul komst í undanúrslit í þættinum
þar sem hann söng Time To Say Goodbye
sem Andrea Bocelli gerði frægt. Hann
komst í úrslitaþáttinn eftir að hann fékk
flest atkvæði almennings í sögu þáttarins.
Paul söng Nessun dorma í úrslitaþættin-
um, bar sigur úr býtum og hlaut hundrað
þúsund pund í sigurlaun.
➜ Stjarna er fædd
STÓRT HLUTVERK Spéfuglinn James Corden leikur Paul Potts í myndinni.
Pompeii
spenna
Frumsýning: 14. mars
AÐALLEIKARAR Kit Harington, Carrie-
Anne Moss, Emily Browning, Adewale
Akinnuoye-Agbaje og Kiefer Suther-
land.
Bönnuð innan 12 ára
6,3/10
40/100
24/100
FRUMSÝNINGAR
Ballet og bardagar
6,3/10
68/100
51/100
Þyrnirós
ballett
Bein útsending frá London Í
Háskólabíói 19. mars
STJÓRNANDI: Valeriy Ovsyanikov
AÐALHLUTVERK: Sarah Lamb og
Steven McRae
Aðeins ein sýning í boði
HLUSTAÐU
HVAR SEM ER,
HVENÆR SEM ER
#BYLGJANBYLGJAN989
ÞORGEIR, KRISTÓFER OG BRAGI
OG MÁLEFNI LÍÐANDI STUNDAR
REYKJAVÍK
SÍÐDEGIS
ER Í LOFTINU
MILLI KL. 16:00 - 18:30VIRKA DAGA