Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 90
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 Fyrirsætan Kendall Jenner er á hraðri uppleið í tískubransanum en hún er hálfsystir Kardashian-systranna Khloé, Kim og Kourtney. Kendall spókaði sig í Beverly Hills fyrir stuttu í reffilegum galla- jakka sem var ansi snjáður og með götum á olnbogunum. Lítið mál er að breyta gömlum eða nýjum gallajakka til að líkjast þeim sem Kendall er í á meðfylgjandi mynd og er flíkin tilvalin fyrir sumarið – ef það kemur einhvern tímann. BREYTTU GALLAJAKKANUM Í ANDA KENDALL Auðvelt er að herma eft ir stíl fyrirsætunnar Kendall Jenner í nokkrum, einföldum skrefum. MÓÐINS Kendall hefur setið mikið fyrir upp á síðkastið og gekk meðal annars tískupallana fyrir Chanel og Givenchy á nýafstaðinni tískuviku í París. 5 ný slanguryrði á enskri tungu ➜ Nýjum slangurorð- um er bætt við ensku slangurorðabókina í hverri viku. Hér eru fimm ný orð sem hafa skipað sér sess í enskri tungu upp á síðkastið. 1 OPP Þýðing Óvinur, hópur fólks sem einhverj- um líkar ekki við eða annarra manna eign. Dæmi Ég þoli ekki þennan vinahóp. Hann er OPP fyrir mér. 2 Dingus Þýðing Vitlaus eða óvar- kár manneskja. Getur líka þýtt hlutur sem þú hefur ekki hugmynd um hvað er. Dæmi Þessi gaur keyrði næstum því á mig! Þvílíkur dingus! 3 Cake Þýðing Eitthvað sem veitir litla ánægju eða er auðvelt. Fólk getur líka notað þetta til að lýsa ánægju sinni. Dæmi Þetta próf var svo cake! 4 Mazzled Þýðing Ruglaður eða ringlaður. Yfirleitt notað þegar aðili er að gera marga hluti á sama tíma. Dæmi Hvar var ég aftur? Æi, núna er ég mazzled. 5 Wax the carrot Þýðing Að stunda sjálfsfróun. Dæmi Hún var inni í herbergi waxing the carrot. 1 Teiknið göt sem ykkur finnst passleg á olnbogasvæði gallajakkans með hvítri krít. 2 Takið ykkur skæri í hönd og klippið eftir krítarlínunum. 3 Togið í hvítu þræðina sem liggja lárétt við sárið. Hægt er að nota nál til að losa þá ef þeir eru of þéttir. Stærð gatsins verður meiri eftir því sem togað er í fleiri þræði. 4 Takið bláu þræðina sem liggja lóðrétt við sárið úr gatinu þannig að þeir séu áberandi. Gott er að nota plokkara eða flísatöng við þann verknað. 5 Takið rifjárn eða sandpappír og farið yfir vasa, hálsmál og ermalíninguna á jakkanum. Þá virðist hann notaður. 6 Dýfið svampi í bleikiefni og nuddið því varlega í kringum götin á jakkanum. 7 Setjið jakkann í þvottavél. Þvotturinn mun valda enn meiri trosnun í jakkanum. 8 Leyfið jakkanum að þorna og skellið ykkur út til að sýna ykkur og sjá aðra! „Við ákváðum að við vildum fram- leiða hálsmen og vissum alltaf frá upphafi að Við ætluðum að styrkja gott málefni. Við heilluðumst af óskabeininu sem er nú er búið að vera í tísku úti í Ameríku,“ segir Helga Hauksdóttir en hún ásamt Laufeyju Rut Guðmundsdóttur, Jónu Kristínu Benediktsdóttur, Guðnýju Ósk Karlsdóttur og Ólöfu Marý Waage Ragnarsdóttur stofnaði fyrir tækið Infinity í frumkvöðla- fræði sem er áfangi sem þær eru saman í í Verzlunarskóla Íslands. Í frumkvöðlafræðinni mega nem- endur gera það sem þá langar til, hvort sem það er að framleiða vöru sjálfir, panta hana að utan, eða fara út í nánast hvað sem er sem fellur undir frumkvölastarfsemi. „Óska- beinið er smíðað úr silfri hjá Gull- og silfursmiðjunni Ernu og þykir okkur það einstaklega fallegt. Við erum stolt að segja frá því að allur ágóði mun renna óskiptur til Krabbameinsfélagsins,“ útskýrir Helga. Einn meðlimur hópsins missti pabba sinn úr krabbameini fyrir tveimur árum og því er þetta verkefni stúlkunum hjartans mál. „Við munum leggja okkur allar í að vinna verkefnið eins vel og við mögulega getum.“ Óskabein finnst í fuglum og hjálpar þeim að standast álag af fluginu. Þær borðuðu kjúkling í öll mál til þess að finna alvöru óskabein sem þær vildu nota sem mót fyrir gripinn og tókst það á endanum. „Daginn eftir að við höfðum fundið rétta óska- beinið, fórum við með það til gull- smiðsins. Hann hringdi svo í okkur skömmu síðar en þá hafði hundur eyðilagt beinið og við þurftum að afhenda nýtt bein. Þá fórum við í að finna nýtt bein sem heppnaðist líka svona vel.“ Þá tók við bið eftir frumgerðinni. „Þegar við höfum séð hana vissum við að þetta yrði flottur gripur og þá hófst leitin að keðjum og umbúð- um,“ bætir Helga við. Þær hönnuð- um og framleiddu umbúðirnar sjálf- ar og tók sú vinna rúman mánuð. „Við gætum ekki verið sáttari með útkomuna.“ Hægt er að fjárfesta í einu slíku á fébókarsíðu stúlknanna undir nafn- inu Óskabein. gunnarleo@frettabladid.is Borðuðu kjúkling í öll mál í heila viku Fimm stúlkur í Verzlunarskóla Íslands hönnuðu hálsmen með óskabeini, sem þær selja til styrktar Krabbameinsfélaginu. Langan tíma tók að fi nna rétt bein. Daginn eftir að við höfðum fundið rétta óskabeinið fórum við með það til gullsmiðsins. Hann hringdi svo í okkur skömmu síðar en þá hafði hundur eyðilagt beinið og við þurftum að afhenda nýtt bein. Þá fórum við í að finna nýtt bein sem heppnaðist líka svona vel. SÁTTAR STELPUR Hönnuðir óskabeinsins f.v. Laufey Rut Guðmundsdóttir, Guðný Ósk Karlsdóttir, Jóna Kristín Benediktsdóttir, Helga Hauksdóttir og Ólöf Marý Waage Ragnarsdóttir MYND/EINKASAFN ÓSKABEINIÐ FAGURT ER Í Verzlunarskóla Íslands þurfa nem- endur á viðskipta- og hagfræðisviði í 6. bekk að taka þátt í verkefni sem nefnist Ungir frumkvöðlar, og fellur það undir áfangann rekstrarhagfræði hjá nemendum á viðskiptabraut en þjóðhagfræði hjá hagfræðasviðinu. „Við ákváðum að framleiða skartgrip, og nota jafnframt íslenska framleiðslu. Við erum fimm bestu vinkonur og því margar skoðanir og margir möguleikar sem koma til greina, en að lokum varð þetta niður- staða okkar, óskabeinið. Við munum halda fyrirtækinu gangandi fram í apríl, en þá eigum við að skila árskýrslu. Þetta verkefni er mjög krefjandi en jafnframt mjög spenn- andi og gaman að sjá viðbrögð fólks þegar við útskýrum fyrir því tilgang fyrirtækisins. Við vildum láta gott af okkur leiða og því styrkjum við Krabba- meinsfélagið, en okkar ósk er að allar þínar óskir rætist,“ segir Helga Hauksdóttir og bætir við að áfanginn sé ákaflega hagnýtur. Frumkvöðlafræðin er ákaflega hagnýt LÍFIÐ 13. mars 2014 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.