Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 92

Fréttablaðið - 13.03.2014, Page 92
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44 KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Miley stælir stjörnur Söngkonan Miley Cyrus er nú á sínu fj órða tónleikaferðalagi sem heitir einfald- lega Bangerz, eins og platan sem hún gaf út í fyrra. Tónleikaferðalagið hófst í Kanada um miðjan febrúar og lýkur í júní í Barcelona á Spáni. Miley klæðist ýmsum, litríkum dressum á ferðalaginu og sækir greinilega innblástur í fyrir- myndir sínar í poppmenningunni, til dæmis Madonnu og Britney Spears. BUXNABOMBUR Christina Aguilera gerði þetta lúkk frægt um svipað leyti og plata hennar stripped kom út árið 2002. Nú hefur Miley fetað í fótspor hennar. ÓÐUR TIL GUÐ- MÓÐURINNAR Miley hefur eflaust horft oft á kvikmyndina The Best Little Whorehouse in Texas frá árinu 1982 enda leikur guðmóðir hennar, kántrísöng- konan Dolly Parton, aðalhlutverkið. EFNISLÍTIÐ Söngkonan klæðist efnislitlu, hvítu bandadressi á Bangerz-ferðalaginu en það dress er mjög svipað því sem Britney Spears klæddist á tónleikaferða- laginu Femme Fatale árið 2011. UMDEILDAR Miley er þekkt fyrir að vera ansi djörf á sviði eins og söngkonan Madonna var á tónleikaferðalagi sínu Blond Ambition árið 1990. KANKVÍS MEÐ KLAUF Rauði kjóllinn hennar Miley minnir um margt á þann sem Jessica Rabbit klæddist oft. Stundum líður mér eins og ég sé að röfla í poka. Á hverjum ein- asta degi sinni ég kynfræðslu í einhverri mynd, hvort sem það er með beinum fyrirlestri, svari við spurningu í tölvupósti eða með pistlaskrifum. Hvert sem ég fer og blaðra um kyn- fræðslu þá jánka allir viðmæl- endur mínir og við erum öll á einu máli, kynfræðslan er of lítil og hún er alltof alls konar. Kennarar segja hana þurfa að vera meiri því krakkar vilji vita meira. Krakkar segja hana verða vera meiri því þeir viti ekki neitt. Foreldrar lenda svo einhvers staðar þarna á milli. En hver á að tala um hvað og við hvern, og hvenær? Allir eru sammála um að klám hafi of mikil ítök í kynhegðun og bregðast þurfi við því ástandi. Meira að segja ráðamenn þjóð- arinnar viðurkenna að þetta sé vandamál. Ég hef reyndar greint þetta vandamál og lýst því hvernig það birtist í kyn- hegðun sem ég reyni að útskýra fyrir krökkunum að gangi hrein- lega ekki upp. Dæmi um það er standandi „69“. Hvern með réttu ráði langar að setja lim sinn upp í manneskju sem er á hvolfi og mun eflaust falla í yfirlið? Hvar endar limurinn þá? Jú, fastur kyrfilega á milli tannanna á meðvitundarlausum bólfélaga. Þetta segir sig bara sjálft, en samt ekki miðað við sumar spurningar sem ég fæ. En hvað skal þá gera þegar allir eru sammála um vanda- málið og lausnin blasir við? Ekkert. Við skulum ekki gera neitt. Bara vona að fólk læri þetta með tíð og tíma, því jú einhvern veginn náðum við að þreifa okkur áfram í myrkrinu og þetta hafðist á endanum. Var ekki markmiðið annars fullnæg- ing? Kannski þarf kynfræðsla ímyndarherferð sem byggir á gömlu góðu hræðsluaðferð- inni. Kannski þarf ég að búa til auglýsingu þar sem kynfæra- vörtusýkt kynfæri skjótast upp á tölvuskjáinn þegar þú átt síst von á. Ég var alin upp á tímum þar sem slagorðið „Ekki gera ekki neitt“ kíkti stundum inn um lúguna og markaði upphafið á rúntinum niður Laugaveginn. Fyrir mér mætti húðflúra þetta á suma ráðamenn. En það er önnur saga. Þú spyrð væntanlega, hvað skal til bragðs taka? Jú, við þurfum skipulag og ég er búin að teikna þetta allt saman upp. Ég er búin að teikna upp hvernig Ísland getur brugðist við þessu, rétt úr klamydíukútnum og hætt að leggja aðra í einelti vegna kynhneigðar og kynhegðunar. Þó ég sé ágæt þá er ég ekki svar- ið í þessu máli heldur sérfræð- ingarnir sem eru á hverju strái. Þá þarf að hóa saman í fallegan, skipulagðan fræðslupakka. Það besta við þetta er að það er hægt! Þetta er mögulegt! Ef við bara nennum. Segjum stopp, hingað og ekki lengra; hættum að tala um víðar píkur, drusl- ur, bragðgæði sæðis og of lítil typpi. Kennum kynheilbrigði og byrjum núna, strax. Mennta- málaráðherra, þú veist hvar mig er að finna. Kynfræðsla er of lítil GÓÐ HUGMYND „Kannski þarf kynfræðsla ímyndarherferð.“ NORDICPHOTOS/GETTY … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.