Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 96

Fréttablaðið - 13.03.2014, Síða 96
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 visir.is Frekari umfjöllun um Meistaradeildina Meistaradeildin BARCELONA - MAN. CITY 2-1 1-0 Lionel Messi (67.), 1-1 Vincent Kompany (89.), 2-1 Dani Alves (90.+1) . Pablo Zabaleta fékk sitt annað gula spjald á 78. mínútu. Barcelona í átta liða úrslit sjöunda árið í röð. Barcelona vann samanlagt 4-1 PSG - BAYER LEVERKUSEN 2-1 0-1 Sidney Sam (6.), 1-1 Marquinhos (13.), 2-1 Ezequiel Lavezzi (53.). PSG vann samanlagt 6-1 MIKILVÆGT MARK Lionel Messi og Cesc Fabregas fagna fyrsta marki Barca á Nývangi í gær. MYND/AFP SPORT HANDBOLTI „Ég er ekki búinn að skrifa undir neitt en vonandi geng ég frá mínum málum á næstunni. Viðræðurnar eru langt komnar. Ég get staðfest það,“ segir landsliðs- maðurinn Vignir Svavarsson en frá því var greint í dönskum fjölmiðlum í gær að hann væri á leið til Midt- jylland. Það lið er búið að rúlla dönsku B- deildinni upp í vetur og spilar því í deild þeirra bestu næsta vetur. Liðið stóð sig einnig vel í bikarkeppninni og fór þar alla leið í undanúrslit en tapaði fyrir liði Arons Kristjánsson- ar, Kolding. Samningur Vignis við þýska félagið Minden er að renna út. Árin tvö þar hafa ekki gengið sem skyldi hjá línumanninum sterka. Hann hefur verið talsvert meiddur og lítið fengið að spila þess á milli. „Þetta hefur verið undarlegur tími hjá Minden með öll meiðslin og spiltímann. Þetta hefur ekki alveg verið eins og ég ætlaði mér en við fjölskyldan höfum engu að síður haft það gott hérna,“ segir Vignir en hann ræddi ekkert við félagið um neitt framhald á sínum samningi þar. Vignir hóf atvinnumannsferil sinn hjá Skjern í Danmörku þar sem hann gerði það gott. Hann er því alls ekki mótfallinn því að fara þangað aftur. „Ég átti þrjú frábær ár í Skjern og leið rosalega vel þar. Ef við förum til Danmerkur þá er það svo sannarlega ekkert til að kvarta yfir. Við værum alveg til í það.“ Vigni líst vel á það sem hann hefur heyrt frá forráðamönnum félagsins. „Þeir eru ekkert með of háleit markmið en þau eru raunhæf. Þeir hafa sett upp gott plan um hvernig þeir vilja byggja þetta upp. Mér leist vel á það sem þeir hafa fram að færa og þetta er spennandi kostur. Vonandi klárast þetta sem fyrst því ég þarf að fara að ganga frá mínum málum hér í Þýska- landi ef ég er að flytja úr landinu.“ henry@frettabladid.is Vignir fer líklega til Danmerkur Viðræður landsliðsmannsins við danska félagið Midtjylland eru langt komnar. NÆSTA SKREF Vignir lék í þrjú ár með Skjern í Danmörku á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Það er óvissa með framhaldið hjá þjálfaranum litríka Teiti Örlygssyni. Hann er að klára sitt síðasta tímabil hjá Stjörnunni og hefur upp á síðkastið verið sterklega orðaður við uppeldisfélag sitt, Njarðvík, en það er í leit að nýjum þjálfara þar sem Einar Árni Jóhannsson er að hætta með liðið. „Ég veit ekki hvað ég geri. Ég get alveg viðurkennt að mig er farið að langa í smá frí en ég þori samt ekki að lofa neinu á þessum tímapunkti,“ segir Teitur, en hann hefur heyrt frá Njarðvíkingum. „Ég vil ekki lýsa því yfir að ég ætli að taka mér frí ef það gengur síðan ekki eftir. Þá hljóma ég eins og alþingismennirnir okkar. Ég mun bara skoða þessi mál í rólegheitum eftir tímabilið.“ - hbg Framtíðin óráðin hjá Teiti Örlygssyni Sun.16. mars kl.13:30 MAN. UTD.-LIVERPOOL Sun.16. mars kl.16:00 TOTTENHAM-ARSENAL Í opinni dagskrá á dominoshelgin.is FÓTBOLTI Tógómaðurinn Farid Zato mun eftir allt sem á undan er gengið síðustu daga leika með KR í Pepsi- deildinni í sumar en Íslandsmeistar- arnir í samvinnu við Þórsara sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær sem í stóð: „Félögin hafa átt í viðræðum undanfarna daga um lausn málsins og er niðurstaða þeirra að leikmaður- inn semji við KR og verði leikmaður þess á komandi sumri. Viðræðurnar fóru fram í fullri vinsemd félaganna.“ Málið hófst þegar inn á borð til KSÍ komu samningar undirritaðir af Farid frá bæði Þór og KR með beiðni um félagaskipti. Harðbannað er sam- kvæmt lögum KSÍ og FIFA að undir- rita samninga við tvö lið eða fleiri en í grein 8,2 í regluverki KSÍ segir: „Leikmann, sem gerir samninga við fleiri en eitt félag sem ná yfir sama tímabil, má setja í keppnisbann af framkvæmdastjóra KSÍ þar til málið hefur verið leyst.“ Málið virðist nú leyst, svo framarlega sem Farid hefur sjálfur samþykkt að fara í KR en félögin geta augljóslega ekki tekið þá ákvörðun fyrir hann. - tom Þór og KR fundu lausn á Farid-málinu FURÐULEGT Mál Farids er sérstakt en lausn er fundin. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Pavel Ermolinski hefur sett nýtt met í úrvalsdeild karla með því að ná sjö þrennum í Dominos-deild karla í vetur en um leið var hann einnig fyrstur til að ná þrennu í þremur leikjum í röð og sá sem nær þrennum með fæstra daga millibili. Hver þrenna kappans tryggir honum ennfremur enn betri stöðu í efsta sæti listans yfir flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fimmtán. Það sem vekur þó mikla athygli er gríðarlegur munur á framlagi Pavels Ermolinskij eftir því hvort hann spilar í sínu uppáhalds númeri, fimmtán, eða treyju númer níu þegar hann gaf Martin Hermanns- yni eftir treyju númer fimmtán og fékk hans treyju í staðinn. Báðir vilja þeir Pavel og Martin spila í treyju fimmtán eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrr í vetur og komust þeir að samkomu- lagi um að skipta við hvern tap- leik. Tapleikirnir hafa aðeins verið tveir, í bikarnum á móti Njarðvík í nóvember og í deildinni á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014. Pavel skipti því úr fimmtán í níu í nóvember og svo úr níu í fimmtán í janúar. Þegar tölfræði Pavels í deildinni er skoðuð eftir því í hvaða treyju hann spilar kemur í ljós gríðar- legur munur á framlagi hans og í raun hefur Pavel verið á rosalegri siglingu eftir að hann komst aftur í treyju fimmtán. Pavel hefur verið með þrennu í síðustu þremur leikjum sínum og er með þrennu að meðaltali í undan förnum fimm leikjum (14,6 stig – 11,2 fráköst – 11,2 stoð- sendingar). KR hefur að sjálfsögð unnið þá alla enda er Pavel illvið- ráðanlegur á góðum degi. Það eru aðeins átta leikir síðan hann komst aftur í treyju fimmtán eftir skell á móti Grindavík í DHL-höllinni. Fyrsti leikurinn á móti ÍR var ekki einn af þeim bestu í uppáhalds- treyjunni í vetur en eftir súper- leik í sigri á Snæfelli (28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar) hefur Pavel næstum því alltaf verið á þrennuvaktinni. Pavel var ekki nálægt þrennu í einum af síðustu sjö leikjum en þá gerði hann út um leikinn með því að skora sigur- körfuna á móti Stjörnunni. Pavel er með þriggja þrennu for- skot á Haukamanninn Emil Barja og því þegar búinn að tryggja sér „þrennutitilinn“ þegar tvær umferðir eru eftir alveg eins og KR-liðið er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Næst á dagskrá er að fara að grafa upp þrennumetin í úrslitakeppninni þar sem Pavel og KR-liðið er lík- legt til afreka. ooj@frettabladid.is Allt annar Pavel í númer Pavel Ermolinski hefur sett ófá þrennumetin á þessu tímabili en það er mikill munur á frammistöðu leikstjórnanda deildarmeistara KR-liðsins eft ir því í hvaða númeri hann spilar. ALLT Í ÖLLU Í KR-LIÐINU Pavel Ermolinski hefur spilað vel með KR í vetur og ekki síst eftir að hann endurheimti treyju númer fimmtán í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TREYJUÁHRIFIN Á PAVEL ERMOLINSKI LEYNA SÉR EKKI TVÖFALDAR ÞRENNUR +5 Í treyju númer fimmtán: 6 þrennur í 11 leikjum Í treyju númer níu: 1 þrenna í 9 leikjum STIG Í LEIK +2,3 Í númer fimmtán: 13,6 Í númer níu: 11,6 FRÁKÖST Í LEIK +1,9 Í númer fimmtán: 12,3 Í númer níu: 10,3 STOÐSENDINGAR Í LEIK +2,4 Í númer fimmtán: 8,7 Í númer níu: 6,3 FRAMLAG Í LEIK +6,3 Í númer fimmtán: 26,2 Í númer níu: 19,9 ➜ Þrennumetin hans Pavels í vetur Flestar þrennur á einu tímabili 7 Þrennur í flestum leikjum í röð 3 Fæstir dagar á milli þrenna 4 Flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla 15ÓL 2014 Erna Friðriksdóttir varð í gær fyrst íslenskra kvenna til þess að ljúka keppni í alpa- greinum á Vetrarólympíuleikum fatlaðra þegar hún hafnaði í 9. sæti í svigkeppni sitjandi kvenna í Sotsjí. Erna datt reyndar í seinni ferðinni sinni en fór ekki úr braut og komst í markið. - óój Erna níunda SÖGULEGT Erna Friðriksdóttir sést hér eftir svigkeppnina í gær. MYND/ÍF/JÓN BJÖRN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.