Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 20
Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Það fylltust öll pláss strax svo það er óhætt að segja að eftirspurnin eftir við-burði á borð við þennan meðal háskólanema hafi verið mikil,“ segir Ást- rós Erla Benediktsdóttir, nemi í félagsráðgjöf og meðlimur í félags- og menningarnefnd Stúdentaráðs. Þau standa að hinum árlega flóa- markaði á Háskólatorgi, Háskóla- porti, sem fer fram í dag. Sannköll- uð flóamarkaðsstemming verður á torginu en um 40 básar verða á svæðinu. „Það komust færri að en vildu og erum við að leggja undir okkur allt torgið. Ég býst við góðri stemmingu í anda Kolaportsins,“ segir Ástrós. Í ár stendur þannig á að markaðurinn fer fram í miðju átakinu Grænir dagar 2014 sem fer fram í Háskólanum. „Það á vel við hæfi að hafa svona markað og hugsa um endurnýt- ingu og endurvinnslu á meðan maður tæmir geymsluna,“ segir Ástrós, sem sjálf ætlar að taka þátt í markaðnum. „Ég verð með bás ásamt vinkonu minni og er búin að stútfylla þrjá kassa af dóti til að taka með mér.“ Allt frá bókum, húsgögnum til fata verða til sölu og segir Ástrós við- burðinn vera að festa sig í sessi meðal háskólanema enda góður tími til að gera eitthvað skemmti- legt og selja dótið sitt frítt í leið- inni. Hún er viss um að viðburð- inn verði stærri á næsta ári svo að fleiri komist að. Einnig verður Stúdentakjallar- inn opinn þar sem hægt verður að kaupa veitingar og jafnvel horfa á knattspyrnuleiki með öðru auganu á meðan. Leggja undir sig Háskólatorg Háskólanemar ætla að tæma skápa og geymslur á fl óamarkaði á Háskólatorgi í dag. Markaðurinn er haldinn í viku þar sem áhersla er lögð á umhverfi svakn ingu innan skólans enda vel við hæfi að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Hvað? Flóamarkaðurinn Háskólaport Hvar? Háskólatorg Hvar? Í dag frá 13-17 á safnaleiðsögn ætlaða börnum um helgina. Á morgun verður sérstök leiðsögn á Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar við Laugarnestanga sem hefst klukkan 14.30 og á Þjóðminjasafni Íslands sem hefst klukkan 14. BÓKINA HEIÐUR eftir Elif Shafak. Dramatísk saga um gamlar rætur og átök ólíkra menningarheima. Saga af ást og trú, ótryggð og heiðri. á plötuna Pure Her- oine með nýsjá- lensku SÖNGKON- UNNI LORDE sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Lögin Team, Royals og Tennis Court hafa öll toppað vinsældalista. á stórstjörnur fram- tíðarinnar koma fram á Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í kvöld og verður sýnd í beinni á RÚV kl. 20.45. Kynnar eru þeir Benedikt og Fannar í Hraðfréttum. HELGIN 5. apríl 2014 LAUGARDAGUR5. apríl 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... lÍs en ku ALPARNIR s DKÚLUTJAL dala tj2-3ja mann Faxafen 8 108 Reykjavík FERMINGARDAGAR SCOUT, 2500mm vatnsheld 24.995 kr. 19.996 kr. aruA gnkkieTr ˚C 13.995 kr. 11.196 kr. 24.995 kr. 19.996 kr. 22.995 kr. 18.396 kr. PINGUIN Activent 55 PINGUIN Explorer 75 SALOMON arkkpaattsnjóbre með iættlfsa%35 N OAGRDBLACK arkkpaattsnjóbre með iættlfsa%30 4012- 4 020 10 Á RA ÁR 10 ÁRA ÁR Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 12. apríl nk. að Hátúni 10, 9. hæð, kl. 10. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Að loknum aðalfundi heldur Tytti Solantaus, barna- og unglingageðlæknir frá Finnlandi, erindi: Working with parents with mental health issues in different settings – experiences and research. Stjórnin Solla Eiríksdóttir, kokkur Kynjakattasýning og bíó „Í dag fer ég til Grindavíkur á Kynjakattasýninguna, ég ELSKA kisur og mamma mín er með nokkra ketti á sýningunni. á morgun er samhjól Tinds í Kríu og Gló og við á Gló bjóðum upp á súpu, brauð og hummus að loknu hjóli, síðan ætla ég að skella mér á Nóa um kvöldið.“ LÍF OG FJÖR Ástrós Erla er ein af aðstandendum Háskólaports, flóamarkaðs sem leggur undir sig Háskólatorg í dag og lofar mikilli stemmingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stefán Karl Stefánsson, leikari Spamalot, humar og ferðalag með amerískri vinkonu ÉG ætla að ferðast um Suðurland með vinkonu okkar frá Ameríku og vinnur með mér í Grinch-söngleiknum. Svo er ég að leika í Spamalot og fæ mér humar á Stokkseyri með fjölskyldunni. Alexander Briem, leikari Sex and the City og stúdíó „Ég er að fara í stúdíó með stórvini mínum, Áskeli Harðarsyni, að taka upp tónlist. síðan ætla ég bara að kaupa mér snakk og horfa á Sex and the City. Annars er ég laus ef einhver vill heyra í mér.“ Unnur Eggertsdóttir, söngkona og dagskrárgerðarkona Afmæli og notalegheit „Í kvöld er afmæli hjá vini mínum, sem ég er mjög spennt fyrir því partíin hjá honum eru yfirleitt tryllt. Á morgun hef ég það svo notalegt með Nínu, stelpunni sem ég er aðstoðarkona hjá.“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.