Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 97
LAUGARDAGUR 5. apríl 2014 | MENNING | 61
SUNNUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
06. APRÍL 2014
Listasmiðja
15.00 Í dag klukkan 15.00 mun
Marteinn Sigurgeirsson vera með
ljósmyndasmiðju í Borgarbókasafni,
Tryggvagötu 15.
Félagsvist
14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið-
firðingabúð í dag klukkan 14.00. Allir
velkomnir.
Kvikmyndir
15.00 Klukkan 15.00 verður rússneska
kvikmyndin Jelena sýnd í MÍR-salnum,
Hverfisgötu 105. Mynd þessi var gerð
á árinu 2011 og hlaut margvíslega
alþjóðlega viðurkenningu á sínum
tíma. Leikstjóri er Andrej Zvjagintsév.
Rússneska. Enskur texti. Aðgangur
ókeypis.
Kynningar
13.00 Í dag efna Listasafn Árnesinga
og Bókasafnið í Hveragerði í þriðja
sinn til sameiginlegs viðburðar þar
sem uppspretta hugmynda er skoðuð. Í
þetta sinn hefst dagskráin í Bókasafn-
inu við Sunnumörk, klukkan 13.00. Þar
mun Hlíf Arndal, forstöðumaður bóka-
safnsins, kynna sýningu á málverkum
Grétu Berg og steinum sem voru upp-
spretta þeirra verka. Hlíf mun einnig
ræða ýmsar kveikjur að bókaskrifum
og segja frá bókum þar sem Hveragerði
kemur við sögu.
Dansleikir
20.00 Dansað verður i félagsheimili
eldri borgara i Stangarhyl 4 í Reykjavík
í kvöld klukkan 20.00 til 23.00. Dans-
hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir
félagsmenn en 1.800 fyrir gesti. Allir
velkomnir.
Tónlist
16.00 Ragnar Bjarnason, Jón Ólafsson
og Valgeir Guðjónsson fletta í söngbók
og ferilskrá Ragga, spá í spilin, spila
lögin, spjalla og slá á létta strengi ef
einhverjir finnast. Tónleikarnir fara
fram í Eyrarbakkakirkju.
16.00 Í dag klukkan 16.00 mun hin
hæfileikaríka Ástríður Alda Sigurðar-
dóttir halda einleikstónleika á píanó
í Salnum. Eru tónleikarnir liður í tón-
leikaröðinni Klassík í Salnum sem hóf
göngu sína í fyrrahaust.
16.00 Lúðrasveitin Svanur og Diddú
munu sameina krafta sína og spila
saman nokkur óperuverk í Norður-
ljósasal Hörpu þann í dag kl 16.00.
20.00 Lára Bryndís Eggertsdóttir þenur
Noack-orgel Langholtskirkju til hins
ítrasta á tónleikum sínum í dag kl.
20.00. Efnisskrá tónleikanna spannar
allt frá barokktónlist 18. aldar til kraft-
mikillar franskrar nútímatónlistar.
20.00 Karlakór Hreppamanna heldur
tónleika í Gamlabíói í kvöld klukkan
20.00 undir heitinu Nú sigla svörtu
skipinm, í Gamlabíói.
Leiðsögn
14.00 Í dag klukkan 14.00
verður boðin ókeypis barna-
leiðsögn í Þjóðminjasafni
Íslands. Safnkennari mun ganga
með börnunum gegnum grunn-
sýningu Þjóðminjasafnsins,
Þjóð verður til– menning og
samfélag í 1200 ár. Leiðsögnin
er um 45 mínútur að lengd.
14.30 Birgitta Spur, stofnandi
Listasafns Sigurjóns Ólafssonar,
verður með leiðsögn ætlaða
börnum um sýninguna Börn
að Leik, í dag klukkan 14.30 í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga.
Listamannaspjall
15.00 Í dag klukkan 15.00 verður
Unnar Örn með listamannaspjall
um sýningu sína, Brotabrot úr
afrekasögu óeirðar: II hluti, en í
sýningunni hefur Unnar Örn gert
Listasafn ASÍ að vettvangi óeirðar.
Samkoma
19.00 Spilað verður bridds í Breið-
firðingabúð í dag klukkan 19.00.
Allir velkomnir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
UU.IS/SOL/MARMARISÚRVAL ÚTSÝN SÓL 2014
HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000 | UU.IS
MARMARIS
Töfrandi áfangastaður á Tyrklandi
26. JÚNÍ – 10. JÚLÍ 14 NÆTUR
ALENZ SUITE APARTMENTS
Íbúð með tveim
svefnherbergjum.
118.900 KR.
m.v. tvo fullorðna og tvo börn.
Verð 134.200 kr. m.v. tvo fullorðna í íbúð
með einu svefnherbergi.
21.–31. JÚLÍ 10 NÆTUR
GRAND CETTIA
Íbúð með einu svefnherbergi,
allt innifalið.
180.000 KR.
á mann m.v. tvo fullorðna og tvo börn.
Verð 189.500 kr. m.v. tvo fullorðna í tvíbýli
með allt innifalið.
KYNNTU ÞÉR MARMARIS Á UU.IS
„Við erum stolt af því að Hljómar
opni Hljómahöllina,“ segir Tómas
Young, framkvæmdastjóri Hljóma-
hallarinnar, sem er nýtt tónlistar- og
menningarhús í Reykjanesbæ. Húsið
verður formlega opnað í dag og af
því tilefni verður blásið til veglegr-
ar opnunarhátíðar. Húsið verður opið
landsmönnum sunnudaginn 6. apríl
á milli klukkan 14 og 19 en þá fara
fram fjölmargir tónlistarviðburðir
og húsið í heild sinni til sýnis.
Á opnunarhátíðinni koma fram
auk Hljóma listamenn á borð við
Valdimar Guðmundsson, Elízu
Newman, Magnús og Jóhann og
Magnús Kjartansson. „Þetta eru allt
listamenn sem eru fæddir og upp-
aldir á svæðinu og því við hæfi að
þessir listamenn komi fram og opni
Höllina,“ bætir Tómas við.
Hlutverk Hljómahallar er að vera
mikilvægur vettvangur fjölskrúð-
ugs mannlífs, ráðstefnuhalds, funda
og menningarviðburða í Reykja-
nesbæ. Félagsheimilið Stapi er hluti
af Hljómahöll og þjónar áfram sínu
hlutverki. Auk þess er nýtt Rokksafn
Íslands og Tónlistarskóli Reykjanes-
bæjar hluti af Hljómahöll. - glp
Hljómar vígja Hljómahöllina
Mikil opnunarhátíð fer fram í dag þegar Hljómahöllin verður formlega opnuð.
HLJÓMAHÖLLIN Formleg opnunar-
hátíð fer fram í dag og kemur fjöldi
listamanna fram. MYND/EINKASAFN