Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 96
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 05. APRÍL 2014 Leiklist 20.00 Leikfélagið Hugleikur frumsýnir nýjan íslenskan söngleik í Tjarnarbíói í kvöld, um er að ræða 30 ára afmælis- sýningu félagsins. Sýningin hefst klukkan 20.00. Dansleikir 22.00 Hinir einu sönnu Greifar ætla skemmta á skemmtistaðnum Spot í kvöld. Húsið opnar klukkan 22.00. 23.30 SSSól, hin frábæra tónleika- og ballhljómsveit ætlar að slá upp balli á Græna hattinum í kvöld klukkan 23.30 Málþing 13.00 Málþing verður haldið á Land- námssýningunni í Aðalstræti 16 og hefst klukkan 13.00 og stendur til 16.00. Tónlist 16.00 Ragnar Bjarnason, Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson fletta í söngbók og ferilskrá Ragga, spá í spilin, spila lögin, spjalla og slá á létta strengi ef einhverjir finnast. Tónleikarnir fara fram í Eyrarbakkakirkju. 16.00 Við slaghörpuna í hálfa öld. Tónleikaröð Jónasar Ingimundarsonar í Salnum. Tónleikaröðin er skipulögð af Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara sem minnist þess á árinu að fimmtíu ár eru liðin frá því hann hóf þátttöku í opinberu tónlistarlífi. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 16.00. 17.00 Úrslitakvöld Músíktilraunanna fer fram í Norðurljósasalnum í Hörpu í kvöld og hefst klukkan 17.00. 20.00 Reiðmenn Vindanna halda tón- leika á Græna Hattinum í kvöld klukkan 20.00. 21.00 Tónlistarmaðurinn Rúnar Þóris- son verður með tónleika á Bar 11 í kvöld. Rúnar gaf nýlega út plötuna Sér- hver Vá sem hefur verið að fá frábæra dóma að undanförnu. En hljómsveit Rúnars skipa þau Lára Rúnarsdóttir, Arnar Gíslason, Guðni Finnsson, Birkir Rafn Gíslason og Margrét Rúnarsdóttir. Húsið opnar klukkan 21.00 og aðgang- ur er ókeypis. 22.00 KK hóar saman nokkrum vinum og halda þeir tónleika á Café Rosenberg sem hefjast klukkan 22.00. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. 22.00 Audio Nation verður með tón- leika á Kaffi Rós í Hveragerði í kvöld og hefjast þeir klukkan 22.00, þar verður nýja platan spiluð og er aðgangur ókeypis. Að loknum tónleikum mun Rokksveit Jonna Ólafs leika fyrir dansi. Listamannaspjall 15.00 Listamannaspjall í tengslum við sýninguna Hljómfall litar og línu fer fram í dag klukkan 15.00 í Hafnarhús- inu. Spjallið hefst klukkan 15.00 og fer fram á íslensku. Aðgangur á sýninguna er 1.300 kr. Frítt er fyrir handhafa Menningarkortsins. Fyrirlestrar 11.00 Einn kunnasti sérfræðingur Evr- ópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum, François Heisburg, heldur fyrir- lestur um evruna og Evrópu- sambandið á vegum Rann- sóknaseturs um nýsköpun og hagvöxt (RNH) og Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands í dag klukkan 11 til 12 í Odda, stofu O-202, í Háskóla Íslands. Fundurinn verður fluttur á ensku. Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra og sendi- herra í París, stjórnar fund- inum. Að honum standa auk RNH og Alþjóðamála- stofnunar samtökin Þjóð- ráð og Heimssýn. Markaðir 12.00 Í dag verður Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar með fatamarkað á Kex Hostel. Alls konar föt á grín verði. Einnig munu starfsmenn búðarinnar selja föt úr sínum einkaskáp- um á kostakjörum. Buxur, jakkar, skyrtur, skór. Vesti, hattar, sixpensarar og fleira gómsætt. Opið frá 12 til 17. Samkoma 13.30 U3A Reykjavík stendur fyrir gönguferð um slóðir Bríetar Bjarn- héðinsdóttur ritstjóra í Þingholtunum. Kaffi og skemmtan í Hannesar- holti að lokinni göngu. Nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram í gönguna í síma 666-7810 eða 551-6603. Allir velkomnir. Mæting er klukkan 13.30. „Við ætlum að tileinka hátíðina í ár Philip Seymor Hoffman sem lést á árinu og þeir sem mæta fá fallegan bol með mynd af Hoffman,“ segir Svavar Jakobsson, skemmtanastjóri Big Lebowski-hátíðarinnar sem fram fer í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í kvöld. Þetta er í áttunda skiptið sem hátíðin er haldin. „Það er alltaf kjarnahópur sem mætir, í fyrra mættu um 85 manns en árið þar á undan mættu um 120 manns, það eru margir Big Lebowski-aðdáendur á Íslandi.“ Uppruna hátíðarinnar má rekja til vinahóps Svavars sem hélt mikið upp á myndina. „Við höfðum gaman af myndinni og héldum sjálfir svona Big Lebowski-kvöld. Vorum í slopp- um og horfðum á myndina með Hvítan Rússa í hendinni en svo vatt þetta upp á sig og nú er þessi vina- hópshittingur orðinn að árlegum viðburði sem er alltaf að stækka,“ útskýrir Svavar. Hátíðin hefst klukkan 20.00 en á meðal dagskrárliða á hátíðinni er Lebowski Pub Quiz og Keila. „Við horfum á myndina og fáum okkur Hvítan Rússa.“ - glp Leggja undir sig Keiluhöllina Lebowski-aðdáendur tileinka hátíðina Philip Seymour Hoff man sem lést á árinu. SKEMMTANASTJÓRARNIR Ólafur Jakobsson og Svavar Jakobsson stýra skemmtuninni. MYND/EINKASAFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.