Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 42
FÓLK|HELGIN Við viljum ekki aðeins höfða til hestamanna heldur til allra þeirra sem áhuga hafa á hestum,“ segir Helga Björg Helga dóttir, formaður æskulýðsnefndar Landssambands hestamanna, sem kemur að skipulagningu sýningarinnar Æskunnar og hestsins. Æskan og hesturinn hefur verið fastur liður í starfi hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu í hartnær tuttugu ár, en þá er öllum áhugasöm- um boðið að koma og njóta skemmtiatriða án endurgjalds. „Þegar mest var voru fjórar sýningar sömu helgina en nú bjóðum við upp á tvær á sunnudaginn, klukkan 13 og 16. Að sjálfsögðu verð- ur frítt inn eins og venjulega,“ segir Helga Björg, en iðulega er fullt út úr dyrum og því um að gera að koma tímanlega til að fá sæti. Á sýningunni, sem stendur í um tvo tíma, er margt skemmtilegt að sjá. „Krakkarnir sjálfir finna upp á atriðunum og æfa þau, en síðustu ár hefur æ meiri áhersla verið lögð á grín og glens,“ segir Helga Björg og bendir á að Pollapönk muni skemmta krökkum strax eftir hlé. „Svo fáum við gesti úr Reiðskóla fatlaðra sem sýnir vel breiddina í hestamennskunni. Við fáum gestaatriði alla leið frá Sindra í Vík í Mýrdal og svo má nefna töltslaufur, þrautabrautir og leiksýninguna Skúlaskeið sem krakkarnir í Herði í Mosfellsbæ setja upp,“ telur hún upp en í sýningunni taka þátt krakkar allt frá nokk- urra ára gömlum og upp í ungmenni. SPILA HESTAFÓTBOLTA Eitt af þeim atriðum sem sýnt verður á Æskunni og hestinum er hestafótbolti sem krakkarnir í hestamannafélaginu Fáki sjá um. „Það verða fjórir í hverju liði og fótboltinn er svokallaður jóga- bolti,“ segir Hilmar Guðmannsson hjá æskulýðsnefnd Fáks. „Svo verða tvö mörk sitt hvorum megin í reiðhöllinni en einn dómari og eitt lukkudýr munu hjálpa til ef boltinn festist úti í horni,“ lýsir hann. Hilmar segir æfingu atriðisins hafa gengið vel en mesta vinn- an var fólgin í því að venja hestana við boltann. „Það eru ekki allir hestar sem þola svona og því fórum við varlega til að byrja með,“ segir Hilmar en mikil spenna ríkir hjá krökkunum fyrir sýningunni. „Það hefur verið mikið fjör á síðustu æfingum og þetta verður örugglega mjög skemmtilegt.“ HESTAFÓTBOLTI, GLENS OG GLEÐI FRÍ HESTASÝNING Sýningin Æskan og hesturinn verður haldin á sunnudaginn í Reiðhöllinni í Víðidal. Þar sýna krakkar úr ýmsum hestamannafélögum fjölbreytt atriði auk þess sem Pollapönk spilar. Krakkarnir úr Fáki munu til að mynda spila fótbolta á hestbaki. FRÍTT INN Tvær sýningar verða á sunnudaginn, klukkan 13 og 16. Frítt er inn á þær báðar. Með hækkandi sól og bjartari og lengri dögum eru margir farnir að huga að ræktun kryddjurta í heimahúsum. Ræktun kryddjurta bætir matargerðina og sparar peninga, auk þess að gefa góðan ilm í eldhúsið. Þær eru auk þess mjög hollar og því allt sem mælir með ræktun þeirra. Hægt er að rækta ýmsar kryddjurtir allt árið um kring en flestir hefja ræktun snemma vors. Nokkrar tegundir af basilíku fást og þær er tilvalið að rækta í eld- húsglugganum þar sem hún þolir illa að vera úti við. Af öðrum kryddjurtum sem henta vel til inni- ræktunar má nefna timjan, óreganó og rósmarín. Kryddjurtir sem þríf- ast vel úti hérlendis eru til dæmis steinselja, graslaukur, kóríander, dill, piparmynta og salvía. Það er ágætis byrjun að for- rækta kryddjurtir inni við áður en þær eru settar út. Fyrstu dagana er síðan skynsamlegt að taka þær inn yfir nóttina svo þær venjist kuldanum smátt og smátt. Eftir það ættu kryddplönturnar að lifa góðu lífi fram á haust. Fyrir þá sem hafa ekki þolinmæði til að bíða eftir að fræin verði að fullvaxta kryddplöntum er einfalt mál að kaupa kryddjurtir í pottum. Þær fást víða, til dæm- is í garðyrkjustöðvum og stórmörkuðum. Þeim er þá umpottað í hentugri potta með aukamold og komið fyrir á björtum stað, til dæmis í eldhúsglugganum eða settar beint út. TÍMI FYRIR KRYDD sýnir listir sínar í miðbæ Hafnarfjarðar Færeyskir dagar á Fjörukránni frá 12- 17 Tískusýning og tónleikar með Lailu Av Reyni kl 15. Norræna ferðaskrifstofan með kynningu, færeyskt smakk, kaffi- & vöfflusala o.m.fl. Tónleikar um kvöldið með Lailu Av Reyni og Sometime á Fjörukránni. K ra ft av er k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.