Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 80
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44 snillingum, en í þá daga, beint í kjölfarið á Íslendingasögunum, þá fannst mér persónur eins og kapteinn Vallery og Starr flotafor- ingi bæði djúpir og magnaðir karakt- erar. Vallery, Starr, hver er þá bókin? Jú, kannski rumska þessi nöfn í minni fleiri gam- alla lesenda: hér er auðvitað um að ræða Skip hans hátignar Ódysseif. Bók sem fjallar um áhöfnina á bresku beitiskipi sem fer í sína hinstu för á stríðs- árunum seinni, Ódysseifur á að fylgja stórri skipalest um Norður- íshafið frá Íslandi til Múrmansk á Kólaskaga, framhjá Noregi sem þá er undir stjórn Þjóðverja – og í norsku fjörðunum bíða þýskir kafbátar, þýskar sprengjuflugvélar og síð- ast en ekki síst hið tröllaukna orrustuskip Tirpitz. Skipin í lestinni flytja skriðdreka, flug- vélar og önnur bráðnauðsynleg hergögn handa Sovétmönnum í baráttu þeirra gegn þýskum nasistum Hitlers. Ef kafbátarnir, flugvélarnar og þó einkum Tirpitz komast í færi við skipalestina verður tjónið ægilegt fyrir stríðsreksturinn gegn Þjóðverjum. En áhöfninni á HMS Ódysseifi er ætlað að verjast Tirpitz og öðrum tólum Hitlers fram í rauðan dauðann. Sem hún og gerir. Ég komst að því löngu eftir að ég var hætt- ur að lesa Alistair MacLean að bókin hans um beitiskipið Ódysseif var fyrsta skáldsaga hans, hún var því væntanlega skrifuð af svo- lítið öðrum hvötum en hinar seinni bækur sem hann framleiddi eins og af færibandi til að eiga fyrir salti í grautinn og líka öllu því viskíi sem hann mun hafa drukkið ótæpilega fram á grafarbakkann. Ætli láti ekki nærri að bókina um Vallery, Starr og þá félaga hafi MacLean skrifað af einhvers konar innri þörf, það held ég sé augljóst, enda kom líka á daginn að þarna var hann reyndar að lýsa sínu eigin lífi á stríðsárunum, bókin er sann- söguleg. Beitiskipið HMS Ódysseifur er sagt í hinni samnefndu bók MacLeans vera af Dido-gerð en það voru um 7.000 tonna skip, 156 metrar að lengd (tveir Hallgrímskirkju- turnar!) og vopnuð ýmist átta eða tíu fall- byssum með hlaupvídd 133 millimetrar. Bretar brúkuðu sextán svona skip í seinni heimsstyrjöldinni og fimm þeirra var sökkt. Ekkert þeirra hét HMS Ódysseifur, en eitt þeirra hét hins vegar HMS Royalist og á því sigldi ungur sjóliði að nafni Alistair Mac- Lean. Og hann var meðal annars um borð veturinn 1943-44 þegar Royalist var í hópi herskipa sem fylgdu nokkrum skipalestum frá Íslandi til Múrmansk. Hann kynntist því sjálfur þeim aðstæðum sem sjómennirnir í þessum íshafssiglingum máttu búa við, hinum hrikalegu veðrum yfir vetrartímann, kuldanum, ísingunni, loftárásum sprengju- flugvéla og tundurskeytaárásum kafbáta, og síðast en ekki síst: óttanum við Tirpitz. Tirpitz var 45.000 tonna orrustuskip, syst- urskip Bismarcks sem sökkti HMS Hood, stolti breska flotans, í fimm mínútna orr- ustu djúpt út af Reykjanesi í maí 1941. Þjóð- verjar höfðu komið Tirpitz fyrir í Noregi til að freista þess að stöðva skipalestirnar til Múrmansk og í byrjun júlí 1942 bárust fregnir um að Tirpitz hefði lagt úr höfn í Altafirði nyrst í Noregi og ætlaði að ráðast á skipalestina PQ-17 sem þá var komin langleiðina frá Íslandi til Múrmansk. Svo mikill ótti greip um sig meðal Breta við þessar fréttir að skipa- lestin var leyst upp með hraði og urðu kaupskipin síðan auðveld bráð fyrir kafbáta og flugvélar Þjóðverja, en Tirpitz gat snúið aftur til hafnar án þess að þurfa að beita byssum sínum. Hin skelfilega reynsla af PQ-17 varð til þess að Bretar lögðu næstu misserin allt kapp á að gera Tirpitz skaðlausan og voru gerðar stöðugar loftrásir á stöðvar hans í Noregi og í eitt skiptið meira að segja beitt dvergkafbátum. En þessar árásir tókust þó ekki sem skyldi og veturinn sem Alistair MacLean sigldi þessar slóðir með HMS Royalist, þá var Tirpitz ennþá stöðug ógn fyrir skipalestirnar og fylgdarskip þeirra. Og nú fer ég að komast að kjarna málsins. Í fyrradag voru nefnilega liðin rétt 70 ár frá afdrifa- ríkri árás sem breski flotinn gerði á Tirpitz í Altafirði. Öflug bresk flota- deild sigldi langt norður í íshaf, sex flug- vélamóðurskip studd rúmlega 20 öðrum her- skipum, og síðan voru í morgunsárið 3. apríl 1944 gerðar loftárásir á þýska orrustuskipið sem leyndist í þröngum Kåfirðinum út af Altafirði. Vel heppnaðar árásir Þessi mikla og djarfa aðgerð kallast Opera- tion Tungsten í munni Breta og bresku skip- unum var skipt í tvo flokka. Í öðrum flokkn- um voru fimm flugvélamóðurskip og þrjú beitiskip, og síðan tíu tundurspillar – þar á meðal einn pólskur, Piorun, sem hafði tekið þátt í árásum Breta á Bismarck tæpum þrem árum fyrr. Þessum flokki herskipa var stýrt af flotaforingjanum Arthur La Touche Bis- set og lýsti hann því síðar að það hefði verið fögur sjón að sjá flugvélar af flugvélamóð- urskipum hans hefja sig á loft og stefna svo til árásar gegn rísandi sólu. Árásirnar tókust mjög vel. 120 flugvélar réðust að Tirpitz og margar sprengjur hittu mark sitt. 123 þýskir sjóliðar létu lífið, 329 særðust og skemmdir á Tirpitz voru svo miklar að það tók hálft ár að gera við þær. Og þá tóku við nýjar loftárásir og að lokum var Tirpitz endanlega sökkt síðar á árinu, 12. nóvember 1944. En það sem ég vildi sagt hafa: Meðan Arthur La Touche Bisset stóð og horfði í aðdáun af beitiskipinu, þar sem hann hafði aðsetur, á eftir flugvélunum stefna til árása á Tirpitz fyrir réttum 70 árum, þá var líka niðrá dekki að fylgjast með vélunum fara rétt rúmlega tvítugur sjóliði sem átti að annast um tundurskeytin og hafði því litlu að sinna akkúrat þessa stund – þar var Alistair MacLean kominn, því flaggskip La Touche Bisset í óperasjón Tungsten var einmitt HMS Royalist, og rúmum áratug seinna reisti sjóliðinn ungi íshafssiglingun- um og áhöfn bresku fylgdarskipanna þann bautastein sem bókin um Skip hans hátignar Ódysseif óneitanlega er. FLÆKJUSAGA Illugi Jökulsson uppgötvaði að rétt 70 ár eru liðin frá afdrifaríkri loftárás á þýska orr- ustuskipið Tirpitz sem metsöluhöf- undurinn Alistair MacLean tók þátt í. Þegar ég var á aldrinum 11-14 ára og hættur að lesa Íslendingasög-urnar, þá fór ég að lesa Alistair MacLean. Þá voru komnar út á íslensku eitthvað um tíu tólf bækur eftir þennan skoska höf- und sem var þá áreiðanlega meðal vinsæl- ustu spennubókahöfunda heimsins, og naut alveg sérstakra vinsælda á Íslandi. Í tíu eða fimmtán ár voru bækurnar hans undan- tekningarlaust meðal þeirra allra söluhæstu í hverju jólabókaflóði, þær vinsælustu fóru í tíu þúsund eintökum og voru svo endur- prentaðar margoft, sumum fannst það hálf- gerð niðurlæging fyrir „bókaþjóðina“ hvað Árásirnar tókust mjög vel. 120 flugvél- ar réðust að Tirpitz og margar sprengjur hittu mark sitt. 123 þýskir sjó- liðar létu lífið, 329 særðust og skemmdir á Tirpitz voru svo miklar að það tók hálft ár að gera við þær. METSÖLUHÖFUNDURINN SEM RÉÐST Á ORRUSTUSKIPIÐ ARTHUR LA TOUCHE BISSET ALISTAIR MACLEAN HMS ROYALIST ÖÐRU NAFNI ÓDYSSEIFUR. hann seldist ótrúlega vel, en fyrir aðdá- endur Skotans var alltaf tilhlökkunarefni að fá nýja bók eftir hann í hendurnar, og titlar þeirra flestra gleymast ekki: Byssurnar í Navarone, Nóttin langa, Til móts við gull- skipið, Arnarborgin, Spyrjum að leikslokum, Síðasta skip frá Singapore … Ég hef ekki þorað að líta í bækur Mac- Leans síðan ég hætti að lesa þær á unglings- aldri, það væri náttúrlega frekar vandræða- legt ef ég kæmist að því að hafa eytt tíma mínum og smekk í eitthvert algjört rusl, jafnvel þó svo ég hafi verið ungur að árum, en í rauninni held ég að bækurnar hans hafi verið afskaplega heiðarlegir karlareyf- arar eins og þá tíðkuðust: drifnar áfram af hröðum söguþræði, óvæntum atburðum, engum málalengingum, hnefahöggin glumdu og mikið bitið á jaxlinn og karlmennskan löðrandi upp um alla veggi. Sumar gerðust í seinni heimsstyrjöldinni og maður kynntist Schmeisser-handvélbyssum náið, en aðrar í kalda stríðinu og illskeyttir sovéskir útsend- arar gátu leynst hvarvetna. Djúpir og magnaðir karakterar En hvort sem bækur MacLeans myndu telj- ast læsilegar nútildags eða ekki, þá fannst mér þá að ein þeirra skæri sig nokkuð frá hinum. Hún var ekki drifin áfram af for- vitni lesanda um hvað myndi gerast næst, því frá því var greint strax á fyrstu blaðsíð- unum hvernig hún myndi enda. Og persónu- sköpunin var alls ekki eins einföld í sniðum og í öðrum bókum MacLeans, þarna voru ekki á ferð einfaldar hetjur og enn einfald- ari skúrkar, heldur manneskjur sem reyndu af vanmætti að takast á við hinar ferleg- ustu aðstæður. Ég veit svo sem ekki hvort sú persónusköpun myndi hafa dugað mér á seinni árum, eftir að hafa kynnst meiri rit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.